Frjáls verslun - 01.11.1998, Qupperneq 18
□ Hörður Sigurgestsson, 60 ára
forstjóri Eimskips, er maður
ársins 1998 í íslensku við-
skiptalífi að mati Fijálsrar verslunar.
Hann hlýtur þennan heiður fyrir fram-
úrskarandi árangur og farsælan feril í
störfum sínum fyrir Eimskip. Um þrett-
án þúsund hluthafar í Eimskip geta
hrósað happi yfir að hafa fengið Hörð til
félagsins fyrir um tuttugu árum þegar á
brattann var að sækja hjá því. Félagið
hefur skilað góðum hagnaði flest árin á
starfstíma hans. Arangur síðustu ára
hefur verið sérlega ánægjulegur fýrir
hluthafa Eimskipafélagsins; markaðs-
verð þess hefur hækkað úr rúmum 5
milljörðum í yfir 23 millj-
arða á tæpum fimm ár-
um - og þannig hefur
verðmætaauki hluthafa
orðið umtalsverður. Fét-
agið er það verðmætasta
TEXTI: Jón G. Hauksson
MYNDIR: Geir Ólafsson
varð Hörður fyrir valinu. Þess má geta að
Eimskip hóf á undan flestum öðrum
félögum að ijárfesta í öðrum fyrirtækjum -
og styrkja þar með atvinnulífið. IJta má á
þær fjárfestingar sem frumkvöðlastarf-
semi í ljárfestingum.
Hörður segir að hann líti fyrst og
fremst á útnefningu Fijálsrar verslunar
sem viðurkenningu til stjórnar Eimskips
og starfsmanna. „Það hafa margir lagt
hönd á plóginn við að gera félagið sterkt;
það er ekki verk eins manns.“ Hörður
hefur engu að síður sýnt ótvíræða
leiðtogahæfileika við rekstur félagsins og
byggt upp hóp sterkra, vel menntaðra
stjórnenda. Félagið hefur fyrir vikið beitt
nútímalegustu aðferðum
úr fræðum viðskipta og
hagfræði við reksturinn -
og haft þar ákveðið
forskot á mörg önnur
fyrirtæki hérlendis.
á Verðbréfaþingi. Fijáls verslun óskar
honum, konu hans, Aslaugu Ottesen,
fjölskyldu og starfsmönnum Eimskips
til hamingju með útnefninguna!
Þetta er ellefta árið í röð sem Fijáls
verslun útnefnir mann ársins í íslensku
viðskiptalífi. Til þessa hefur það meg-
insjónarmið ráðið ferðinni í vali á
manni ársins að líta frekar til frum-
kvöðla en atvinnustjórnenda. Núna
ákvað blaðið að víkka skilgreininguna
og horfa einnig til stjórnenda; þar með
Hörður er viðskiptafræðingur frá Háskóla
Islands og aðeins einn þriggja Islendinga
sem lokið hafa MBA námi frá einum elsta
og virtasta viðskiptaháskóla Bandaríkj-
anna, Wliarton skólanum í Pennsylvaníu.
Afar erfitt er að fá inngöngu í skólann og
setið er um nemendur úr honum. Skólinn
hefur um árabil trónað í efsta sætí á lista
tímaritsins Business Week yfir bestu
viðskiptaháskólanna vestanhafs - en bæði
nemendur og atvinnurekendur eru spurð-
ir álits í könnun blaðsins. Skólinn er kunn-
astur fyrir kennslu í ijármálum.
Eiginkona Harðar er Áslaug Ottesen
bókasafnsfræðingur. Hún hefur starfað í
Landsbókasafni Islands um árabil. Þau
kynntust í Háskólanum, hann var for-
maður Stúdentaráðs og hún var skrif-
stofustjóri ráðsins og starfsmaður bóksölu
stúdenta. Þau gengu í það heilaga árið
1966 - og viku síðar flugu þau til Banda-
ríkjanna þar sem Hörður hóf framhalds-
nám við Wharton skólann en hún starfaði
sem bókavörður á bókasafni listaskólans.
Þau Hörður ogÁslaug eiga tvö börn, Ingu,
sem er viðskiptafræðingur frá Háskóla
Islands, og Jóhann Pétur, sem er nemandi
í lagadeild Háskólans. Inga býr núna í
Madrid með manni sínum, Vicente Sanch-
es-Brunete lækni. Hún stundar MBA nám.
Jóhann Pétur býr með unnustu sinni,
Helgu Zoega, nema í stjórnmálafræði.
Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips, 60 ára, er
markaðsvirði félagsins hefur hœkkað úr rúmum 5
eiga bústað í Fljótshlíðinni.
liliMilU
Höröur Sigurgestsson,
Eimskiþs
Hörður safnar kröftum með því að iðka leikíimi tvisvar í viku - og sömuleiðis segist hann
slaka vel á við lestur bóka og með því að fara í ökuferðir, og þá gjarnan austur í sveitir. „Eg
hef verið þátttakandi í hópi manna sem kallar sig Afrekshóp Gauta Grétarssonar,
18