Frjáls verslun - 01.11.1998, Side 22
FJÖLSKYLDA HARÐAR
Hörður Sigurgestsson er fæddur í Reykjavík 2. júní 1938. Hann
deilir afmælisdegi sínum m.a. með Pétri Sigurgeirssyni, fyrrverandi bisk-
upi, Jóhanni Hjálmarssyni, skáldi og Þorgils gjallanda, (Jóni Stefánssyni)
rithöfundi.
Hörður ólst upp í Litla-Skerjafirði og gekk í Skildinganesskóla og
Melaskóla - en sótti mikið vestur á Grímsstaðarholt þar sem afi hans og
amma bjuggu. Hörður gekk I Verslunarskólann og útskrifaðist þaðan með
stúdentspróf 1958. Hann lagði stund á viðskiptafræði við Háskóla íslands
og lauk þaðan cand.oecon prófi árið 1965 og MBA frá Wharton School,
University of Pennsylvania í Bandaíkjunum 1968.
Hörður er elstur fjögurra systkina. Næst honum er Sigrún verslunar-
maður, f.1941, þá Ásgeir sálfræðingur, f. 1947, og síðan Ásdís kennari,
f. 1949.
Foreldrar þeirra: Sigurgestur Guðjónsson, bifvélavirki og tjónaskoð-
unarmaður í Kópavogi, f. 1912, og Vigdís Hansdóttir húsmóðir, f. 1911.
D. 1978.
Foreldrar Sigurgests voru: Guðjón Jónsson, verkamaður á Stokks-
eyri, og kona hans Jóhanna Jónína Jónsdóttir.
Foreldrar Vigdísar voru: Hans Sigurbjörnsson, sjómaður í Hafnar-
firði, og kona hans Sesselja Helgadóttir, húsmóðir og verkakona.
Hörður er kvæntur Áslaugu Ottesen, bókasafnsfræðingi, f. 1940.
Foreldrar hennar: Jóhann Ottesen verslunarmaður og Ingveldur
Pétursdóttir verslunarmaður. Þau hafa verið gift frá 1966. Leiðir þeirra
lágu saman í Háskóla íslands þar sem hann var formaður stúdnetaráðs en
hún var skrifstofustjóri ráðsins og starfsmaður bóksölu stúdenta. Viku
eftir brúðkaupið flugu þau til Bandaríkjanna þar sem Hörður fór í
framhaldsnám.
Þau Hörður og Áslaug eiga tvö börn, Ingu, sem er viðskiptafræðingur
frá Háskóla íslands, og Jóhann Pétur, sem er nemandi í lagadeild
Háskólans. Inga býr núna í Madrid með manni sínum, Vicente Sanches-
Brunete, lækni. Hún stundar MBA nám. Jóhann Pétur býr með unnustu
sinni, Helgu Zoéga, nema í stjórnmálafræði.
- Hvaða möguleikar eru á auknum vexti í flutningum Eim-
skips?
„Flutningastarfsemin er afleidd stærð í þjóðarbúskapnum.
Hagvöxtur skapar aukna flutninga. Stöðnun í efnahagsþróun þýðir
stöðnun í flutningum. Aukning flutninga fer því eftír hagvextinum.
Þetta takmarkar möguleika okkar hér heima þótt flutninga-
markaðurinn sé í þróun og enn sé matarholur að finna. Af þessari
ástæðu ákváðum við fyrir sjö tíl átta árum að stefna markvisst að
aukinni flutningastarfsemi erlendis; annast flutningastarfsemi
sem tengist ekki Islandsmarkaði og vinna á þessum alþjóðaflutn-
ingamarkaði fyrir hvern þann sem óskar eftir kröftum okkar. I
fyrstunni nýttum við til dæmis þau flutningakerfi sem við eigum
og tengjast siglingum til Islands - síðan höfum við fært út
kvíarnar."
- Hve stór hluti af starfsemi Eimskips felst í erlendum um-
svifum félagsins?
„Eimskip rekur núna 22 starfsstöðvar í 11 löndum, ýmist skrif-
stofur, útíbú eða dótturfýrirtæki. Við önnumst almenna flutninga-
starfsemi, skipaafgreiðslu, flutningsmiðlun, landflutninga o.fl. Við
höfum t.d. verið þátttakendur frá miðju ári 1996 í siglingum tíl
Eystrasaltsríkjanna og til Rússlands. Við rekum gjarnan eitt eða
tvö skip á erlendum markaði. Við erum að flytja farma af frystí-
vöru tíl Eystrasaltslandanna frá austurströnd Bandaríkjanna. Við
sjáum um flutning á frystum fiski frá Alaska um Norfolk til
Nýfundnalands. I Rotterdam eigum við fýrirtækið Gelders Spetra,
sem er þátttakandi í flutningsmiðlunarkerfi er teygir anga sína vítt
um heiminn. Starfsmannafjöldi okkar erlendis er núna um 420
manns. A árinu 1998 er hlutdeild þessarar erlendu starfsemi, sem
er ótengd Islandsflutningunum, um 24% af heildarveltu Eimskips-
fyrirtækjanna."
- Hvernig skilgreinir þú Eimskip og er einhver önnur
starfsemi inni í kortunum í framtíðinni en flutningar og fjár-
festingar?
„Við lítum núna á félagið á breiðari grundvelli en áður. Stoð-
irnar tvær í starfseminni eru flutningar og fjárfestingar á
hlutabréfamarkaði. A síðustu árum hefur vöxtur í fjárfestingum
verið meiri. Það getur ráðist af vaxtar- og arðsemismöguleikum í
framtíðinni hvort þriðja stoðin komi inn í fýrirtækið. Eg tel þó að
flutningar verði um lýrirsjáanlega framtíð kjarninn í starfsemi
fýrirtækisins; í praksis hafa þeir skapað tjárstreymið — greiðslu-
flæðið, sem hefúr gert okkur kleift að fjárfesta á hlutabréfamark-
aði. Meir og meir horfum við á verðmætí hluthafans og vaxtar-
möguleikann, eins og víðast tíðkast nú. Spurningin um verðmæta-
auka hlutafjárins þegar horft er yfir tímabil skiptír meira máli en
áður. Hluthafarnir spyrja um arðsemina og hvar möguleikarnir
séu á að vaxa. Undanfarin ár hefur verðmæti hlutabréfanna vaxið
hraðar af fjárfestíngum félagsins en af flutningunum. I þessu ferli
verður þó að horfa tíl margra átta og tíl lengri tíma. Það er ekki
skynsamlegt að einblína tíl að fá fram vöxt.“
- Hvaða lykiltölur í ársreikningum lítur þú fyrst á þegar þú
skoðar ársreikninga annarra lyrirtælqa?
„Eg er nú fremur íhaldssamur í þvi sambandi. Það fer þó eftir
því um hvers konar starfsemi er að ræða. Eg lít fýrst á þessi
hefðbundnu atriði, eins og hagnað, eigið fé, arðsemi eiginfjár og
greiðsluflæði, en líka á verðmætísaukningu hluthafans og hvernig
hún hefur vaxið. Huglægt mat skiptír líka miklu máli. Hvers konar
andrúm er í kringum fyrirtæki? Hveijir eiga þau? Hvaða útgeislun
hafa þau? Hveijir eru vaxtamöguleikarnir? Ef tíl vill eru slíkar
huglægar lykiltölur ekki síður þýðingarmiklar en einhveijar
harðar tölur úr rekstrar- og efhahagsreikningi. Mér var kennt það
fljótlega eftír að ég kom hingað - og menn ræddu um þátttöku í
öðrum fýrirtækjum eða aðild að verkefnum - að lykillinn að því
væri oftast hveijir yrðu þínir samstarfsmenn. Það skiptír afgerandi
máli hveijir eru í stjórn og leiða fýrirtæki. Eg horfi sérstaklega á
þessi síðastnefndu atriði þegar ég móta mér skoðun á því hvort
eitthvert fýrirtæki sé áhugavert eða ekki.“
- Sumir halda því fram að helsta lykiltalan í ársreikningum sé
arðsemi eiginljár. Hvaða skoðun hefúr þú á þvi?
„Arðsemi eiginfjár er afar mikilvægur mælikvarði - en það má
ekki einblína á hann. Það getur verið mikið dulið eigið fé í
fýrirtækjum, þ.e. umfram það sem fært er í efhahagsreikninginn.
Bókfært eigið fé segir þá ekki alla söguna. Sá sem skoðar árs-
reikninginn þarf þá sjálfur að endurmeta fýrirtækið. Sérstaklega
þarf að athuga að þessi gamli mælikvarði getur verið hættulegur
þegar um er að ræða fýrirtæki sem byggð eru á hugviti og þekk-
ingu. Þar geta gömlu mælikvarðarnir verið sérlega varhugaverðir.“
22