Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1998, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.11.1998, Blaðsíða 22
FJÖLSKYLDA HARÐAR Hörður Sigurgestsson er fæddur í Reykjavík 2. júní 1938. Hann deilir afmælisdegi sínum m.a. með Pétri Sigurgeirssyni, fyrrverandi bisk- upi, Jóhanni Hjálmarssyni, skáldi og Þorgils gjallanda, (Jóni Stefánssyni) rithöfundi. Hörður ólst upp í Litla-Skerjafirði og gekk í Skildinganesskóla og Melaskóla - en sótti mikið vestur á Grímsstaðarholt þar sem afi hans og amma bjuggu. Hörður gekk I Verslunarskólann og útskrifaðist þaðan með stúdentspróf 1958. Hann lagði stund á viðskiptafræði við Háskóla íslands og lauk þaðan cand.oecon prófi árið 1965 og MBA frá Wharton School, University of Pennsylvania í Bandaíkjunum 1968. Hörður er elstur fjögurra systkina. Næst honum er Sigrún verslunar- maður, f.1941, þá Ásgeir sálfræðingur, f. 1947, og síðan Ásdís kennari, f. 1949. Foreldrar þeirra: Sigurgestur Guðjónsson, bifvélavirki og tjónaskoð- unarmaður í Kópavogi, f. 1912, og Vigdís Hansdóttir húsmóðir, f. 1911. D. 1978. Foreldrar Sigurgests voru: Guðjón Jónsson, verkamaður á Stokks- eyri, og kona hans Jóhanna Jónína Jónsdóttir. Foreldrar Vigdísar voru: Hans Sigurbjörnsson, sjómaður í Hafnar- firði, og kona hans Sesselja Helgadóttir, húsmóðir og verkakona. Hörður er kvæntur Áslaugu Ottesen, bókasafnsfræðingi, f. 1940. Foreldrar hennar: Jóhann Ottesen verslunarmaður og Ingveldur Pétursdóttir verslunarmaður. Þau hafa verið gift frá 1966. Leiðir þeirra lágu saman í Háskóla íslands þar sem hann var formaður stúdnetaráðs en hún var skrifstofustjóri ráðsins og starfsmaður bóksölu stúdenta. Viku eftir brúðkaupið flugu þau til Bandaríkjanna þar sem Hörður fór í framhaldsnám. Þau Hörður og Áslaug eiga tvö börn, Ingu, sem er viðskiptafræðingur frá Háskóla íslands, og Jóhann Pétur, sem er nemandi í lagadeild Háskólans. Inga býr núna í Madrid með manni sínum, Vicente Sanches- Brunete, lækni. Hún stundar MBA nám. Jóhann Pétur býr með unnustu sinni, Helgu Zoéga, nema í stjórnmálafræði. - Hvaða möguleikar eru á auknum vexti í flutningum Eim- skips? „Flutningastarfsemin er afleidd stærð í þjóðarbúskapnum. Hagvöxtur skapar aukna flutninga. Stöðnun í efnahagsþróun þýðir stöðnun í flutningum. Aukning flutninga fer því eftír hagvextinum. Þetta takmarkar möguleika okkar hér heima þótt flutninga- markaðurinn sé í þróun og enn sé matarholur að finna. Af þessari ástæðu ákváðum við fyrir sjö tíl átta árum að stefna markvisst að aukinni flutningastarfsemi erlendis; annast flutningastarfsemi sem tengist ekki Islandsmarkaði og vinna á þessum alþjóðaflutn- ingamarkaði fyrir hvern þann sem óskar eftir kröftum okkar. I fyrstunni nýttum við til dæmis þau flutningakerfi sem við eigum og tengjast siglingum til Islands - síðan höfum við fært út kvíarnar." - Hve stór hluti af starfsemi Eimskips felst í erlendum um- svifum félagsins? „Eimskip rekur núna 22 starfsstöðvar í 11 löndum, ýmist skrif- stofur, útíbú eða dótturfýrirtæki. Við önnumst almenna flutninga- starfsemi, skipaafgreiðslu, flutningsmiðlun, landflutninga o.fl. Við höfum t.d. verið þátttakendur frá miðju ári 1996 í siglingum tíl Eystrasaltsríkjanna og til Rússlands. Við rekum gjarnan eitt eða tvö skip á erlendum markaði. Við erum að flytja farma af frystí- vöru tíl Eystrasaltslandanna frá austurströnd Bandaríkjanna. Við sjáum um flutning á frystum fiski frá Alaska um Norfolk til Nýfundnalands. I Rotterdam eigum við fýrirtækið Gelders Spetra, sem er þátttakandi í flutningsmiðlunarkerfi er teygir anga sína vítt um heiminn. Starfsmannafjöldi okkar erlendis er núna um 420 manns. A árinu 1998 er hlutdeild þessarar erlendu starfsemi, sem er ótengd Islandsflutningunum, um 24% af heildarveltu Eimskips- fyrirtækjanna." - Hvernig skilgreinir þú Eimskip og er einhver önnur starfsemi inni í kortunum í framtíðinni en flutningar og fjár- festingar? „Við lítum núna á félagið á breiðari grundvelli en áður. Stoð- irnar tvær í starfseminni eru flutningar og fjárfestingar á hlutabréfamarkaði. A síðustu árum hefur vöxtur í fjárfestingum verið meiri. Það getur ráðist af vaxtar- og arðsemismöguleikum í framtíðinni hvort þriðja stoðin komi inn í fýrirtækið. Eg tel þó að flutningar verði um lýrirsjáanlega framtíð kjarninn í starfsemi fýrirtækisins; í praksis hafa þeir skapað tjárstreymið — greiðslu- flæðið, sem hefúr gert okkur kleift að fjárfesta á hlutabréfamark- aði. Meir og meir horfum við á verðmætí hluthafans og vaxtar- möguleikann, eins og víðast tíðkast nú. Spurningin um verðmæta- auka hlutafjárins þegar horft er yfir tímabil skiptír meira máli en áður. Hluthafarnir spyrja um arðsemina og hvar möguleikarnir séu á að vaxa. Undanfarin ár hefur verðmæti hlutabréfanna vaxið hraðar af fjárfestíngum félagsins en af flutningunum. I þessu ferli verður þó að horfa tíl margra átta og tíl lengri tíma. Það er ekki skynsamlegt að einblína tíl að fá fram vöxt.“ - Hvaða lykiltölur í ársreikningum lítur þú fyrst á þegar þú skoðar ársreikninga annarra lyrirtælqa? „Eg er nú fremur íhaldssamur í þvi sambandi. Það fer þó eftir því um hvers konar starfsemi er að ræða. Eg lít fýrst á þessi hefðbundnu atriði, eins og hagnað, eigið fé, arðsemi eiginfjár og greiðsluflæði, en líka á verðmætísaukningu hluthafans og hvernig hún hefur vaxið. Huglægt mat skiptír líka miklu máli. Hvers konar andrúm er í kringum fyrirtæki? Hveijir eiga þau? Hvaða útgeislun hafa þau? Hveijir eru vaxtamöguleikarnir? Ef tíl vill eru slíkar huglægar lykiltölur ekki síður þýðingarmiklar en einhveijar harðar tölur úr rekstrar- og efhahagsreikningi. Mér var kennt það fljótlega eftír að ég kom hingað - og menn ræddu um þátttöku í öðrum fýrirtækjum eða aðild að verkefnum - að lykillinn að því væri oftast hveijir yrðu þínir samstarfsmenn. Það skiptír afgerandi máli hveijir eru í stjórn og leiða fýrirtæki. Eg horfi sérstaklega á þessi síðastnefndu atriði þegar ég móta mér skoðun á því hvort eitthvert fýrirtæki sé áhugavert eða ekki.“ - Sumir halda því fram að helsta lykiltalan í ársreikningum sé arðsemi eiginljár. Hvaða skoðun hefúr þú á þvi? „Arðsemi eiginfjár er afar mikilvægur mælikvarði - en það má ekki einblína á hann. Það getur verið mikið dulið eigið fé í fýrirtækjum, þ.e. umfram það sem fært er í efhahagsreikninginn. Bókfært eigið fé segir þá ekki alla söguna. Sá sem skoðar árs- reikninginn þarf þá sjálfur að endurmeta fýrirtækið. Sérstaklega þarf að athuga að þessi gamli mælikvarði getur verið hættulegur þegar um er að ræða fýrirtæki sem byggð eru á hugviti og þekk- ingu. Þar geta gömlu mælikvarðarnir verið sérlega varhugaverðir.“ 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.