Frjáls verslun - 01.11.1998, Síða 28
MAÐUR ARSINS
auðvitað að hafa verður mjög skýrt
skipulag á hlutunum. Það er hins vegar
ekki markmið að kúltúrinn hjá
Flugleiðum verði sá sami og hjá
Eimskip. En mismunandi kúltúr í
fyrirtækjum á hins vegar að leiða til
sömu niðurstöðu í rekstri. Það hafa
orðið gífurleg umskipti og framþróun
hjá Flugleiðum á síðustu tíu árum.
Þetta er að ílestu ieyti mjög nútímalegt
og vel þróað fyrirtæki. Rekstrarum-
hverfi þess er að breytast mjög hratt og
við erum enn að móta reksturinn í takt
við þessar breytingar á umhverfinu. Eg
tel að kúltúr í fyrirtækjum endurspegli
stil stjórnenda þeirra á hverjum tíma.
Eg skipti mér ekki af rekstri Flugleiða
frá degi til dags. Sem stjórnarformaður
tek ég þátt í að móta markmið, stefnu
og aðaláherslur félagsins. Það er verk-
efni okkar í stjórn félagsins að fylgja því
eftir að félagið skili eins góðum árangri
og hægt er að ná á hverjum tíma.“
- Ertu ánægður með þann árangur sem stjórnendur Flugleiða
hafa náð?
„Þær breytingar sem hafa verið gerðar á starfsemi Flugleiða
undanfarin ár hafa allar miðað að því að skapa félaginu framtíð.
Félagið hefur verið endurnýjað, það hefur náð betri skilningi og
stöðu á markaðnum og öll stjórnun hefur verið bætt. An þessara
breytinga væri flugþjónusta til og irá Islandi allt önnur og rýrari -
og afkomumöguleikar Flugleiða sömuleiðis. Þennan árangur er
ég vitaskuld ánægður með. Þessar breytingar hafa gerst á mesta
umbrotaskeiði í flugsögunni og þótt vel hafi verið unnið hefur
félagið ekki náð þeim rekstrarárangri sem stefnt hefur verið að.
Hvorki stjórn félagsins né stjórnendur sætta sig við þann ávinning
sem náðst hefur. Við viljum og ætlum lengra - um það er enginn
ágreiningur!"
- Ertu með öðrum orðum að segja að Flugleiðir eigi mikið
inni, eins og sagt er. Það sé búið að sá þar til betri tíðar seinna?
„Fyrirtækið hefúr aldrei verið betur í stakk búið til að ná
viðunandi árangri. En sem eitt smæsta fyrirtækið á þessum mark-
aði eigum við enn eftir að ná meiri árangri. En það er hluthöfum
Flugleiða alveg ljóst að þetta er áhætturekstur; hann er hins vegar
mjög þýðingarmikill fyrir íslenskt samfélag."
- Þú tókst við starfi forstjóra Eimskips árið 1979. Getur þú
borið þáverandi rekstrarumhverfi saman við það sem nú ríkir?
„Við störfum í algjörlega öðru viðskiptaumhverfi. Þá
einkenndist efnahagslífið af mikilli verðbólgu, pólitískri óvissu,
miklum afskiptum stéttarfélaga af efnahagsmálum og mjög virkri
þátttöku ríkisvaldsins í atvinnulífinu. Fyrirtæki slógust stöðugt við
verðlagsyfirvöld og virkur verðbréfa- og hlutabréfamarkaður var
ekki til. Þetta hefúr allt gjörbreyst. Við störfum núna í mjög
markaðssæknu umhverfi og það er í aðalatriðum að verða
sambærilegt við það sem best þykir í löndunum í kringum okkur.
Rekstur Eimskips var erfiður þegar ég kom hingað. Ég og
mínir samstarfsmenn réðumst í að horfa á málin í öðru ljósi og
breyta fyrirtækinu. Að hluta til var það
gert með því að ljúka ferlinu við að
koma upp gámaflutningum og halda
áfram að byggja upp vöruflutninga-
höfnina í Sundahöfn. En það var lika
gert með því að breyta skipulaginu í
fyrirtækinu og nálgast markaðinn og
samkeppnina á annan hátt. Okkur
tókst að lækka kostnaðinn og fyrir
vikið gátum við lækkað flutnings-
gjöldin stórlega. Allar þessar breyting-
ar hafa gert félagið samkeppnishæfara
og sterkara."
- Hvernig Iýst þér á framtíð
íslensks atvinnulífs og framtíðarmögu-
leika Eimskips?
„Við munum alltaf lifa við nokkrar
sveiflur í okkar efnahagsmálum og til
skemmri tíma litið á ég von á að
einhver samdráttur kunni að gera vart
við sig, jafnvel á næsta ári. Það er
ekkert sem við eigum ekki að geta ráðið auðveldlega við. Hins
vegar er mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir því að leiðin
liggur ekki alltaf upp á við.
Til lengri tíma litið er ég bjartsýnn á möguleika Islendinga og
íslensks atvinnulífs. Ég tel raunar að möguleikarnir séu núna
betri og meiri en nokkru sinni fyrr. Bæði er það að aðstæður hér
á landi i efnahagsmálum - og sú umgjörð sem atvinnulífið býr
við - hefur tekið miklum framförum og svo hitt; að almennt eru
fyrirtæki og stjórnendur þeirra að ná betri tökum á rekstrinum -
þeim er að aukast kjarkur til að sækja fram af meiri ákveðni, t.d. á
erlendum mörkuðum. Stækkun rekstrareininganna mun halda
áfram og við erum að færast nær umheiminum. Við munum
nálgast Evrópu enn meira á næstu árum.
I þessu umhverfi ætti Eimskip að eiga góða möguleika bæði
sem flutningaþjónustufyrirtæki og sem vaxandi þátttakandi í
öðrum atvinnurekstri. Fyrirtækið mun halda áfram að breytast og
ég vona að það muni áfram gegna mikilvægu hlutverki í
atvinnulífinu og megi eiga sinn þátt í að tryggja sterka sam-
keppnisstöðu þjóðarinnar í byrjun næstu aldar.“
- Þú hefur verið i erilsömu starfi hjá Eimskip í bráðum tutlugu
ár. Hvernig slakar þú á í erli dagsins til að safna kröftum?
„Ég eyði að sjálfsögðu mínum fritíma að verulegu marki með
fjölskyldu minni. Það geri ég auðvitað með ýmsum hætti. Við
Aslaug höfum l.d. afar gaman af því að ferðast, bæði heima og
erlendis. Oft hefur það nú verið þannig að til að komast í trí höfum
við farið til útlanda — oft með mjög skömmum fyrirvara. I þau
nálægt tuttugu ár, sem ég hef starfað hérna, hef ég þó aldrei verið
lengur Ijarverandi en í tvær vikur í senn. Við förum stundum út að
aka og það getur til dæmis verið afar uppbyggilegt að skreppa
austur í Vík í Mýrdal og fá sér kaffisopa. Stundum fær maður
býsna góðar hugmyndir þegar komið er austur yfir Þjórsá og
aðrar víddir eru komnar upp á sjóndeildarhringinn. Við eigum
lítið hús austur í Fljótshlíð og kunnum afskaplega vel við okkur
þar, skiptir þá í sjálfu sér engu hvort það er sumar eða vetur,
rigning, sólskin eða bylur. Það er líka búið að kenna mér að
Hörður er viðskiptafrœðingur frá Háskóla Islands
og einn þiggja íslendinga sem lokið hafa MBA
námi frá elsta og virtasta viðskiþtaháskóla Banda-
ríkjanna, Wharton-háskólanum í Pennsylvaníu.
28