Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1998, Side 30

Frjáls verslun - 01.11.1998, Side 30
m iÐS iEGJ/ V ÞAU Ul MÁ ÓT? 1. Hvað einkenndi árið 1998 íþinni atvinnugrein? 2. Hvernig metur þú horfurnar á árinu 1999? Halldór Jón Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans: STÓRAUKIN SAMKEPPNI 0 rið 1998 var ár mikilla skipulagsbreytinga á inn- lendum fjármálamarkaði. Þetta var upphaf einkavæðingar ríkisviðskiptabankanna og það var ár mjög aukinnar samkeppni fjár- málafyrirtækja. Fyrir mig persónu- lega var þetta ár mikilla breytinga með því að ég tók við nýju starfi hjá Landsbanka Islands. Þetta lyrsta starfsár í bankanum hefur verið viðburðarríkt og má nefna eftirfarandi: • Unnið var að heildarstefiiumótun fyrir Landsbankann, m.a. í samstarfi við ijárfestingarbankann J.R Morg- an og nýtt skipulag staðfest. • Hlutaijárútboð bankans fór fram í september og um 8.000 nýir hluthafar komu að rekstri bankans til ffambúðar. Heildarþjónustuframboð var aukið og alþjóðlegar lánveitingar hófust. Fasteignir að verðmæti um þrír milljarðar voru seldar og lagður var grunnur að stærsta fasteignafélagi landsins í samstarfi við Aðalverktaka og Þyrpingu. Erlend lántaka var undirrituð í lok árs. Halldór Jón Kristjánsson, bankastjóri iMndsbankans: ,Árió 1998 var upphaf einkavæðingar ríkisvið- skiptabankanna og ár mjög aukinnar samkeppni á milli innlendra fjármálafyrirtækja. “ FV-mynd: Kristín Bogadóttir. Árið 1999 verður að mínu mati ár nýrra tækifæra á fjármálamarkaði, ekki síst fyrir Landsbanka íslands, til að auka heildarþjónustu bankans við íslensk heimili og fyrirtæki. Ég reikna með að þetta verði ár aukinna tækifæra til að taka þátt í stórum innlendum verkefnum, verkefnum sem erlendir bankar hefðu kannski setið að áður fýrr. Ég tel líka að innlend fjármálafyrirtæki muni auka fjármögnun sína og þátttöku í verkefnum erlendis, ekki síst með stuðningi við útrás íslenskra iýrirtækja á erlendum markaði. Sérstaklega á þetta við um Landsbankann. Þá mun bankinn efla sjóðavörslu og sérhæfða fjármálaþjónustu, bæði á sviði einstaklings- og fyrirtækjaviðskipta.“ S5 Lilja Hrönn Hauksdóttir, eigandi tískuversl- unarinnar Cosmo: „Verð á fatnaði hefur lœkkað hérlendis og í sumum tilvikum er sama vara ódýrari hér en erlendis. “ FV-mynd: Geir Ólafsson. Lilja Hrönn Hauksdóttir, eigandi tískuverslunarinnar Cosmo: FÖT AÐ VERÐA ÓDÝRARIHÉR rið 1998, eins og síðastliðin ár, hefur einkennst af aukinni sam- keppni í verslun á Islandi. Ég tel það af hinu góða fýrir flesta aðila. í dag þarf vönduð vinnubrögð, útsjónarsemi og dugnað til þess að komast af. Samkeppnin hefur valdið þvi að vöruverð hefur lækkað. í sumum tilfellum er sama vara ódýrari hér heldur en í Evrópu. Sífellt er verið að bæta við nýjum vörumerkjum því merkin koma og fara. Verslunareigendur verða að vera mjög vakandi fýrir því að engin ár eru eins í þessum bransa. ,Ég horfi björtum augum á nýja árið og er full bjartsýni. Verslunarfólk verður að leggja sig meira fram nú en áður og gerð er krafa um góða þjónustu. Fáar þjóðir geta státað af jafn miklu vöruúrvali og íslenskir kaupmenn bjóða og það breytist væntanlega ekki á næsta ári. Auk þess eru viðskiptavinirnir farnir að spá meira í gæði fatanna en ekki bara útlit þeirra. Ég spái því að fólk versli meira heima en áður. Það er búið að uppgötva að vöruverð og þjónusta eru oft á tíðum betri hér.” 33 30

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.