Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1998, Blaðsíða 37

Frjáls verslun - 01.11.1998, Blaðsíða 37
FJÁRMÁL þess að fegra umhveríi sitt og styðja unga listamenn. FRÆNDHYGLI OG HENTISTEFNA Það er álit margra að íslensk fyrirtæki hafist þó alls ekki nóg að í þessum efnum. Engin markviss stefna ráði ferðinni við innkaup á listaverkum heldur stýri frændhygli (nepotism) og hentistefna fjárútlátum á þessu sviði. Einnig eru íslensk fyrirtæki vænd um þekking- arskort og heigulshátt þegar kemur að því að kaupa listaverk eftir unga og óþekkta listamenn. I þessu sambandi má riíja upp að Jóhannes Kjarval átti ekki upp á pallborðið hjá kaupend- um fyrr en hann var orðinn fimmt- ugur. Mörgum ungum listamönnum er eins farið í dag að því leyti að samferðamenn þeirra skilja ekki list þeirra til hlítar og fá ef til vill ekki mörg tækifæri til þess að kynnast henni. Afleiðingin verður sú að enginn þorir að kaupa af ótta við að gera mistök og atvinnu- rekendur telja listamenn bagga á samfélaginu sem framleiði óskilj- anleg listaverk en listamenn telja atvinnurekendur forpokaða þursa sem skilji ekki fínni blæbrigði lífsins. Mörg af stærstu fyrirtækj- um landsins eiga mikið af hverskonar listaverkum og fara bankarnir og trygginga- félögin þar fremst í flokki. Það virðist hinsvegar ekki vera nein stefna í gangi um það hvað skuli kaupa eða eftir hvern. Dæmi um að fyrirtæki reyni að nálgast málið skipulega er að t.d Visa-Island og Sjóvá-AImennar úthluta styrkjum sérstaklega til listamanna og sýnast styrkþegar vera vandlega valdir. Það er hægt að eyða meðvitað pen- ingum til þess að kaupa list en það líka hægt að tjárfesta í listaverkum, kaupa af ungum og óþekktum listamönnum í trausti þess að verk þeirra hækki jafnt og þétt í verði eftir því sem árin líða. FYRIRTÆKIN ERU „STIKKFRÍ" Sigurður Gísli Pálmason, oft kenndur við Eignarhaldsfélagið Hof eða Hagkaup, flutti fyrr á árinu ræðu á morgunverðar- fundi Verslunarráðs þar sem hann fjallaði um samskipti atvinnulífs og menningar og lista. Ræðan vakti talsverða athygli og hér á eftir fara brot úr henni: „Stuðningur konungsveldis, hirða og aðalsstétta og síðar kaupmanna, iðn- rekenda og annarra borgarastétta var sá grundvöllur sem listin byggði á í Evrópu allt frá miðöldum; þar voru viðskipta- vinirnir, þar var markaður listanna á hverj- um tíma. A síðustu öld tóku síðan að þróast sýningarsalir og listaverkasalir sem tóku að sér að selja listaverk, og gerðu jafnvel samninga við einstaka listamenn þar að lútandi, sem er hið almennasta Þegar Fjárfestingarbanki St°fn a síðasta ári tók hann 93 atvinnulífsins var settur á maiverk í arf eftirýmsa samtalsemeLTrúZkrStlrH!ÍVÍrðÍS °g eru A» fb« szz 7z;,T‘ S er an efa mj0g verðmœt. sölukerfi listamanna víða um heim enn í dag. Hér á landi var ekkert af þessu til um síðustu aldamót og nokkuð íram eftir þessari öld var mjög erfitt fyrir listina að finna sér nokkurn markað meðal þjóð- arinnar. í ílestum löndum eru það einkum þrír aðilar sem styrkja listir og menningu hvað best: Fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög og loks ríkisheildirnar. Hér á landi snýr umræðan um fjárframlög til lista einatt að ríki og sveitarfélögum, fyrirtækin eru að miklu leyti „stikkfrí" — menn búast við litlu þaðan og gera því litlar kröfur. A þessu sviði tel ég að íslenskt atvinnulíf hafi ekki staðið sig, en hafi samt miklu hlutverki að gegna, hvort sem menn átta sig á því eða ekki. Með tilvísan til þess sem ég nefndi áður um að hver þjóð og hver tími sé metin á vogarskálum sögunnar á grundvelli menningar og lista fremur en tölfræði sölu og framleiðslu hlýtur það að vera keppikefli öílugs atvinnulífs að leggja sitt af mörkum til að stuðla að öflugu menningar- og listalífi.“ ÓMETANLEGT „G00DWILL“ Um þá fáu frumheija í röðum atvinnurekenda sem keyptu listaverk í stórum stíl, segir Sigurður Pálmi: „Þessir menn höfðu djörfung til að styðja við bakið á eigin samtímalist og skipta við unga listamenn sem á sínum tíma voru ef til vill umdeildir og bjuggu við andstreymi í þjóðfélaginu; þeir tóku áhættuna á því að þeir væru þrátt fyrir allt að gera góða hluti í listinni. Sagan hefur sýnt að þeir höfðu oftar en ekki rétt fyrir sér og það sem meira er, fyrir vikið á orðstír þessara manna og þeirra fyrirtækja sem þeir tengjast eftir að lifa lengur en nokkrar afkomutölur munu gera. A nútímamáli atvinnulífsins teldist slíkt ómetanlegt fyrir ímynd eða „goodwill" hvaða fyrir- tækis sem er. LISTASJÓÐUR ATVINNULÍFSINS HEFUR SLITIÐ BARNSSKÓNUM Eitt fárra dæma úr viðskiptalifinu um markviss vinnubrögð í þessum efnum er Listasjóður atvinnulífsins en Gunnar Dungal í Pennanum var einn aðalhvata- maður að stofnun hans. Sá sjóður hefur starfað um hríð og er í rauninni lauslegt samband fyrirtækja sem hafa gengist undir þá skuldbindingu að kaupa listaverk af núlifandi listamanni með ákveðnu milli- bili. Viðkomandi listamenn hafa verið valdir af hópi listfræðinga sem fylgjast grannt með því sem efst er á baugi. Auk þessa hefur sjóðurinn staðið fyrir fræðslu- fundum og fyrirlestrum um samtímalist. VILJUM VERÐA MEÐ ÞEIM STÆRSTU „Ef okkur tekst aö hrinda í framkvæmd áætlunum okkar um aukin umsvif þá verður Listasjóöur atvinnulífsins kominn í röð stærstu aöila sem kaupa nútímalist á íslandi og mun þá standa jafnfætis Kjarvalsstöðum og Listasafni íslands á því sviöi," sagöi Gunnar Dungal. 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.