Frjáls verslun - 01.11.1998, Qupperneq 38
Sigurður Gísli Pálmason, forstjóri Hofs, er
aöili aö Listasjóði atvinnulífsins. Hann hefur
deilt á íslensk fyrirtoeki sem hann telur aö
hafi skyldur aö rœkja á þessu sviði.
Alls hafa fyrirtæki sem eru aðilar að
sjóðnum keypt listaverk af 30 listamönnum
frá árinu 1994. 40 fyrirtæki eru þátttak-
endur í sjóðnum en til stendur að íjölga
þeim og aðild er öllum opin.
Sigurður Gísli Pálmason, oft kenndur
við Hagkaup eða Hof, og Gunnar Dungal,
forstjóri Pennans, eru meðal þeirra sem
veita Iistasjóði atvinnulífsins forstöðu. Þeir
voru spurðir hvort greina mætti kyn-
slóðaskipti í hópi fyrirtækja sem eiga aðild
að sjóðnum.
„Ef eitthvað er þá eru yngri menn í
hópnum óragari við að kaupa nútímalist en
það er engin skýr aldursskipting í þessum
hópi,“ sagði Sigurður Gisli.
Hann sagði að snemma á nýja árinu
yrðu kynntir breyttir starfshættir sjóðsins
sem miðuðu að því að fyrirtækin keyptu
fleiri verk og fýrirtækjum fjölgaði sem
aðilar væru að sjóðnum. Sjóðurinn hefúr
keypt listaverk af ýmsu tagi, málverk,
höggmyndir, veflist og leirlist en málverk-
in eru trúlega í meirihluta.
.Ávinningurinn er umtalsverður og
margþættur. í fyrsta lagi eignast menn
nútímalist til þess að fegra umhverfi sitt. í
öðru lagi eru þeir að gera góða íjárfestingu
og síðast en ekki síst þá fá þeir leiðsögn í
því að kaupa listaverk. Það er afskaplega
gefandi að mínu viti að kynnast lista-
mönnum og þeirra hugarheimi. Slík
samskipti milli stjórnenda fyrirtækja og
listamanna hljóta að vera gagnleg fyrir
báða aðila,“ sagði Sigurður Gísli.
Hann sagði að það hefði fyrst og fremst
verið almennur áhugi á þessum málum
sem varð til þess að Hof gerðist aðili að
sjóðnum en ekki síður sú skoðun hans að
fyrirtæki hefðu ákveðnum skyldum að
gegna á þessu sviði.
Það eru fimm listfræðingar sem veita
sjóðnum ráðgjöf og gera það í sjálfboða-
starfi vegna áhuga síns á málstaðnum.
„Ef okkur tekst að hrinda í framkvæmd
áætlunum okkar um aukin umsvif þá
verður Listasjóður atvinnulífsins kominn í
röð stærstu aðila sem kaupa nútímalist á
Islandi og mun þá standa jafnfætis Kjar-
valsstöðum og Listasafni Islands á því
sviði,“ sagði Gunnar Dungal.
Þeir félagar voru spurðir álits á þeirri
staðhæfingu að fyrirtæki gerðu mikið af
því að taka listaverk upp í skuldir. Sigurður
kvaðst telja það ýkt en taldi einhver dæmi
um vöruskipti þar sem listamenn létu verk
í staðinn fyrir vöru eða þjónustu.
.ýUmennt finnst mér vanta listaverk í
íslenskum fyrirtækjum. Þó eru mörg gróin
fyrirtæki sem eiga verðmæt verk sem þeir
hafa eignast snemma á ferli listamannsins
og eiga þar góða fjárfestíngu," segir
Gunnar.
Þeir félagar sögðu að margir góðir
listamenn væru ekki duglegir að koma sér
á framfæri og það væri eitt af markmiðum
sjóðsins að draga þá fram í dagsljósið.
En finnst þeim að umræðan um
meintar falsanir á íslenskum málverkum
hafi gert kaupendur taugaósfyrka?
„Þessi umræða hefur áreiðanlega ekki
haft góð áhrif en það er einn kosturinn við
að vera aðili að Iistasjóðnum að menn eru
alltaf að kaupa beint af listamönnunum
sjálfum og þurfa þvi engar áhyggjur að
hafa,“ sagði Sigurður Gísli.
Þeir sem standa fyrir Iistasjóðnum ala
með sér þann draum að standa fyrir
yfirlitsssýningu á verkum sem sjóðurinn
STIKKFRÍ
Hér á landi snýr umræðan um fjárframlög
til lista einatt að ríki og sveitarfélögum,
fyrirtækin eru að miklu leyti „stikkfrí" -
menn búast við litlu þaðan og gera því
litlar kröfur.
hefur keypt og er það sannarlega tilhlökk-
unarefiii.
Gunnar Dungal hefur nýtekið við sem
formaður sjóðsins af Jóhanni Ola Guð-
mundssyni sem gegndi því starfi frá
upphafi en situr enn í stjórn. Aðrir í stjórn
hans eru: Sigurður Gísli Pálmason, for-
stjóri Hofs, Hildur Petersen hjá Hans Pet-
ersen hf., Kristján Agnarsson í Kassa-
gerðinni, Sólon Sigurðsson, bankastjóri í
Búnaðarbankanum, og Helgi Jóhannsson
hjá Samvinnuferðum-Landsýn.
I listráði sjóðsins sitja listfræðingarnir
Auður Olafsdóttir, Halldór B. Runólfsson,
Hrafnhildur Schram, Eirikur Þorláksson
og Olafur Gíslason.
VERIÐ AÐ META VERK LANDSBANKANS
Við gerð þessarar greinar hafði Frjáls
verslun samband við Landsbanka Islands í
leit að upplýsingum um listaverkaeign
bankans og áætlað verðmæti hennar. I
samtölum við starfsmenn bankans kom
fram að gegnum tíðina hefur starfað 3
manna nefiid innan bankans sem hefur
ákveðið innkaup á listaverkum. Um þessar
mundir liggja öll listaverkakaup niðri í
Landsbankanum og ekki ljóst með hvaða
hætti þessum málum verður háttað í
framtíðinni.
Engar upplýsingar eru veittar um
verðmæti listaverka í eigu bankans.
Rúmlega 500 málverk og myndir munu
vera í hans eigu og að sögn kunnugra eru
mikil verðmætí þar vantalin. Um þessar
mundir er sérfræðingur á vegum bankans
að fara í gegnum safnið og endurmeta
verðmæti þess jafnframt því að gæta að því
hvort einhverjar falsanir gætu leynst í
bunkanum. Það er trúnaðarmál innan
bankans hver annast matið og hve langan
tíma það tekur.
Búnaðarbanki Islands hefur lengi keypt
listaverk og er þekktur fyrir málverkasafii
ÞEIR SÖFNUÐU LIST
Viö þekkjum dæmi um ástríðufulla og afkastamikla listsafnara í stétt atvinnurekenda og er Þorvaldur heitinn Guömundsson í Síld
og fisk án efa frægasta dæmiö. Margir vita að Sverrir Kristinsson fasteignasali safnar málverkum og það sama má segja um Sævar
Karl klæðskera. Gunnar Dungal eiganda Pennans og þannig mætti eflaust telja áfram. Einnig mætti nefna Ragnar Jónsson í Smára,
Markús ívarsson í Héöni og Sverri Sigurösson í Sjóklæðagerðinni.
38