Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1998, Side 72

Frjáls verslun - 01.11.1998, Side 72
DÓMSMÁL Greinarhöfundur, Eggert B. Ólafsson, hdl. er einn af eigendum Lögfrœðistofu Reykjavíkur hf. Hann starfrækir núna útibú stofunnar í Brussel í Belgíu þar sem hann fœst við mál fyrir íslensk fyrirtœki varðandi reglugerðir Evróþusambandsins. FV-mynd: Geir Ólafsson. □ yrirtæki í Evrópu sektuð um milljarða fyrir samkeppnislaga- brot Þeir sem fylgjast með viðskiptum og r' innulífi vita að strangar samkeppnis- reglur gilda innan Evrópusambandsins. Misnotkun markaðsyfirráða er bönnuð og einnig samningar, samþykktir og saman- tekin ráð fyrirtækja sem eru til þess fallin að raska samkeppni. Bannið við sam- keppnishamlandi samningum er þó ekki algilt enda er það svo að samkeppnishaml- andi samningur kann að hafa það mikla hagræðingu í för með sér, sem kemur neytendum til góða, að ESB hefur séð ástæðu til að undanskilja slíka samninga hinu almenna banni, ýmist með úrskurð- um eða útgáfu reglugerða sem taka til til- tekinna tegunda samninga sem falla að viðkomandi reglugerð. Nú hafa samkeppnisreglur Evrópusam- bandsins (áður Efnahagsbandalags Evrópu) verið í gildi í tæp fjörutíu ár og því ástæða til að ætla að stjórnendur fyrirtækja þekktu orðið efni þeirra. Svo virðist þó ekki vera ef marka má nokkra úrskurði framkvæmdastjórnar ESB á þessu ári þar sem fyrirtæki hafa verið beitt háum sektum fyrir samkeppnislagabrot. Reynd- ar er það svo að vitneskja manna um að eitthvað sé bannað dugar ekki alltaf til að aftra mönnum frá því að brjóta lög ef þeir telja sig geta hagnast brotinu. í október s.l. voru tíu evrópsk fyrirtæki í norðanverðri Evrópu sem framleiða leiðslur og rör fyrir orkuveitur sektuð um samtals 92,2 milljónir ECU (u.þ.b. 7,2 millj- arða ísl króna) fyrir að skipta með sér mörkuðum og hafa samráð við gerð til- Félag eggjafram- leiðenda á Islandi slaþþ við sekt á árinu 1996 þótt það hafi samrœmt afsláttarkjör og skiþt mörkuðum. boða í upphitunarkerfi íbúðasvæða, eink- um í Þýskalandi og Danmörku. Hlutur Asea Brown Boveri af heildarsektinni var 70 milljónir ECU, en það hafði umsjón með „samsærinu” sem m.a. fólst í því að fyrir- tækin ákváðu fyrirfram hvert þeirra skyldi hljóta tiltekið útboðsverk og hin sendu inn hærri tilboð en það fyrirtæki sem þau höfðu ákveðið að skyldi hljóta verkið. British Sugar og Tate and Lyle Fjögur bresk fyrirtæki í sykuriðnaði fengu einnig háar seklir í október fyrir að hafa kerfisbundið unnið að því að hækka verð á hvítum strásykri. I þeim tilgangi hittust fulltrúar fyrirtækjanna reglubundið til að samræma framboð og verð og ræða framtíðaráætl- anir. Tate and Lyle var sektað um 7 millj- ónir ECU en British Sugar fékk hæstu sektina eða tæpar 40 milljónir ECU (3,2 LÉKU Á ÞANN SEM BAUÐ VERKIÐ ÚT Hlutur Asea Brown Baverl af heildarsektinni var 70 milljónir ECU en fyrirtækiö hafði umsjón með „samsærinu", sem m.a. fólst í að fyrlrtækin ákváðu fyrirfram hvert þeirra skyldi hljóta tiltekið útboðsverk og hin sendu inn hærri tilboð en það fyrirtæki sem þau höfðu ákveðið að skyldi hljóta verklð. INNRA EFTIRLIT Mörg stórfyrirtæki í Evrópu hafa komið sér upp sérstöku innra eftirliti til að fyrirbyggja samkeppnislagabrot af gáleysi - og því verður skellurinn meiri ef fyrirtæki með slíkt eftirlit brjóta samkeppnislög vitandi vits. milljarðar króna) enda gegndi það forystu- hluverki í samvinnunni og stóð fyrir því vitandi vits að brjóta gegn samkeppnis- lögum því í fyrirtækinu var til staðar innra eítirlit (Compliance Programme) sem mörg stórfyrirtæki hafa komið sér upp til að fyrirbyggja samkeppnislagabrot af gáleysi. I september s.l. hlutu skipafélög og flutningsmiðlarar sem eru aðilar að Trans Atlantic Conference Agreement sekt upp á 273 milljónir ECU (u.þ.b. 22 milljarða ísl. króna). Aðilar þessa samnings höfðu samræmt verð í sjóflutningum milli Norð- ur Evrópu og Bandaríkjanna og einnig fyrir flutninga eftir vatnaleiðum innan Evrópusambandsins. Það sem þótti þó alvarlegast var að þessir aðilar, sem töldust fara sameiginlega með markaðsyfirráð á þeim siglingaleiðum sem um var að ræða, (joint dominance), höfðu fengið tvö skipa- félög frá Asíu, sem hugsanlega hefðu get- að veitt þeim samkeppni, til að gerast aðilar að samingnum og leyfðu þeim jafn- framt að setja upp mismunandi verð eftir því hvort samið var við viðskiptavini sam- steypunnar eða aðra. Milli 1993 og 1995 STÓRSEKTI Nýlega sektadi Þetta hækkuðu farmgjöld þeirra skipfélaga sem eru aðilar að TACA um 80%. VW hlaut 8 milljarða króna í sekt Hæstu sektina fékk þó Volkswagen samsteypan, eða 102 milljónir ECU (u.þ.b. 8 milljarða króna) í ársbyrjun 1998, en það er hæsta sekt sem einstakt fyrirtæki hefur fengið í sögu samkeppnisreglna Evrópu- sambandsins. Fyrra met átti Tetra Pak sem 1992 hlaut 75 milljóna Ecu sekt. Brot Volkswagen fólst í því að hafa reynt að hindra eftir fremsta megni endur- útflutning nýrra Audi og VW bifreiða frá Italíu. En verð þessara biffeiða var af ýms- um ástæðum (m.a. vegna gengisfalls lír- unnar) mun hagstæðara en norðar í álfunni. Aðrar þjóðir, einkum Þjóðverjar og Austurríkismenn, flykktust því til Italíu til 72

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.