Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1998, Page 76

Frjáls verslun - 01.11.1998, Page 76
Kögun hf. Algjör sérstaða meðal hugbúnaðarfyrirtækja Kögun hf. var stofnað 1988 með íslenska þátttöku í geró loftvarnakerfis fyrir NATO, lceland Air Defence System (IADS), í huga og annast Kögun rekstur kerfisins og viðhald á Keflavíkur- flugvelli í dag. Kögun hf. nýtur viðurkenningar bandarískra her- málayfirvalda og NATO sem verktaki við gerð varnar- og hern- aðarkerfa. Starfsmenn eru um 50. ___________________________ y Bjarni Birgisson, sviðsstjóri tæknisviðs Kögunar. FV-myndir: Geir Ólafsson. GSSG-hermir fyrir loftvarnakerfi: Háþróuð samskiptakerfi í sýndarveruleika að prófa æfinguna í rauntíma á kerfinu (5- 6 klst.) áður en hún er tilbúin til notkunar. Með GSSG-herminum taka þessir hlutir ekki nema fáeinar mínútur á venjulegri PC tölvu. Jafnframt er unnt er að stytta þjálfunartíma þeirra sem fást við undirbúning slíkra æfinga úr 4-6 mánuðum í 1-2 vikur. „Það er einnig auðvelt að búa til æfingar fyrir önnur loftvarna- og flug- umferðarstjórnarkerfi meó GSSG. Við höfum þegar orðið varir við mikinn áhuga á því sem við erum að gera, bæði í Banda- ríkjunum og Evrópu," segir Bjarni. ögun hf. er eina hugbúnaðarfyrirtækið hérlendis sem unnið hefur að þróun og smíði upplýsinga- og samskiptakerfa fyrir landvarnir. Nýtt hermiforrit fyrir loftvarnakerfi, sem starfsmenn Kögunar hf. hafa þróað, er iiður í uppbyggingu þróunarstarfs fyrirtækisins, sem byggt er á sérþekkingu starfsmanna þess. Þessi nýi hugbúnaður, sem hlotið hefur heitið GSSG (Graphical Simulation Scenario Generator), er tilbúinn til afhendingar og útlit fyrir aðfyrstu kaupendurtaki við honum í byrjun árs 1999. GSSG hefur verið þróað af starfs- mönnum Kögunar sem sjálfstæð viðbót við loftvarnakerfi á borð vió lADS-kerfið en þaó má einnig tengja flugumferðarstjórn- arkerfum til þjálfunar flugumferöarstjóra. í Keflavík vinna við kerfið um 100 manns á vegum bandaríska flughersins. Þar sem hver um sig er ekki hérlendis nema í 12-15 mánuði fer gífurlegur tími í þjálfun og æfingar. Vió æfingarnar er reynt aó líkja eftir ýmsum uppákomum, allt frá leit og björgun upp í viðbúnað við stríðsástandi. Meó notkun GSSG er hægt að stytta undir- búningstíma æf- inganna margfalt, að sögn Bjarna Birgissonar, for- stöðumanns tækni- sviðs Kögunar. Útreikningar á uppsetningu flug- leiða eru flóknir og tímafrekir og þá hefur til þessa þurft að handreikna fyrir tugi eða hundruð flugvéla fyrir hverja æfingu. Auk þess þarf yfirleitt Kögunhf.ertilhúsaíVegmúla2. GSSG/DIS í stað 5000 manna heræfinga Internetið varð upphaflega til á vegum bandaríska hersins og það er því ekki að undra að á þeim vett- vangi verði enn stór- stígar framfarir í notkunarmöguleikum Netsins. Nýtt þró- unarverkefni á veg- um Kögunarhf. tekur mið af þessu, þar sem er tengibún- aður byggður á DIS- staðli (Distributed Interactive Simul- ation). „Þetta er búnaður er eins konar fram- lenging á GSSG-hermiforritinu og tengir saman ýmis loftvarna- og hermikerfi," segir Bjarni. „í dag er fólk að vinna við 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.