Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1998, Síða 79

Frjáls verslun - 01.11.1998, Síða 79
ÍÍÍÁRMÁL hefur hækkað á árinu um tæp 46%, en á sama tíma hafa hlutabréf í SR-mjöl lækkað um 36%. Hins vegar er ljóst að ef litið er á ein- stök félög þá hafa væntingar um afkomu- aukningu verið teknar í verðmat nokkurra þeirra en hjá fleiri fyrirtækjum hefur það ekki gerst enn. Því megi telja góða hækk- unarvon í bréfum valinna sjávarútvegs- fyrirtækja. Þess ber þó að geta að aðilar á verð- bréfamarkaði hafa einnig nefnt þá skýringu á lækkunum að hlutabréfaverðið hafi verið of hátt í ársbyrjun og þessi breyting sé því einvörðungu leiðrétting í samræmi við væntingar markaðarins um þá áhættu sem fólgin eru í síbreytilegu rekstrarumhverfi greinarinnar. Er hér með lagt í hendur lesandans að dæma um hvort tilvikið eigi við. VH-hlutfall stærstu sjávarútvegsfyrir- tækjanna hefur hins vegar tekið veru- legum breytingum tíl lækkunar frá árinu 1997 ef litið er á hálfsárshagnaðartölur fyrirtækjanna árið 1998 og kemur þá í ljós að hlutabréf sjávarútvegsfyrirækja virðast hlutfallslega lægra verðlögð en áður. Ekki eingöngu ein og sér heldur einnig í samanburði við fyrirtæki í öðrum atvinnugreinum. Nú kunna ýmsir að segja að VH- viðmiðanir séu ekki marktækar vegna óreglulegra hagnaðarliða fyrirtækjanna, gengisbreytinga erlendra gjaldmiðla og annarra reikningshaldslegra atriða og að þessir útreikningar horli ekki nægjanlega til framtíðar. Ef hins vegar er skoðað svokallað V/V hlutfall, þ.e. markaðs- verðmæti hlutatjár/veltufé-frá-rekstri kem- ur í ljós að fyrirtækin eru ódýrari nú en um síðustu áramót. Þetta gefur tilefni til að ætla að markaðurinn sé annað hvort ekki almennt búinn að endurmeta sjávarútvegs- fyrirtæki þrátt fyrir horfur um verulega bætta afkomu greinarinnar í heild, að minnsta kosti í ár, eða þá að markaðurinn hafi talið þau einfaldlega of dýr í upphafi ársins 1998, eins og áður sagði, miðað við áhættu atvinnugreinarinnar og tramtíðar- væntingar. Eða lýsir þetta væntingum um afkomu fýrirtækjanna á árinu 1999? Svarið við þessu virðist engan veginn einhlítt því að væntingar um afkomubata sumra fyrirtækjanna virðist nú þegar endurspeglast í hærra verði hlutabréfa þeirra. Af því má álykta að verð hlutabréfa annarra sjávarútvegsfyrirtækja hafi e.t.v. setið eftir og því megi telja góða hækk- unarvon í bréfum valinna sjávarútvegs- fyrirtækja. Hér er þó sérstaklega átt við þau fyrirtæki sem hafa djúpan markað með hlutabréf sín þar sem reynsla síðustu missera hefur ótvírætt fært heim sanninn um mikilvægi auðseljanleika þegar arðsemi fjárfest- ingar í hlutabréfum er gerð upp að lokum. SVEIFLÓTT ATVINNUGREIN Það má að lokum taka sem dæmi hlutabréf þriggja félaga sem fullnægja ffamangreindum skilyrðum og virðast í dag lágt verðlögð. Þessi félög eru Grandi, Samherji og ef til vill Hraðfrysti Eski- fjarðar. V/V-gildi þessara félaga er núna, þannl8. desember 1998, á bilinu 5,0 til 8,7 sem telja verður fremur lágt í samanburði við önnur félög. Veltufé frá rekstri, sem miðað er við í þessum útreikningum, er úr uppgjörum fyrstu 6 mánuða ársins 1998 og talið endurspegla all vel vænlegar horfur í rekstri fyrirtækjanna, a.m.k. á árinu 1998 í heild. Hafa skal þó í huga að þessi niður- staða getur breyst hratt út frá verðþróun hlutabréfa eftir að grein þessi er skrifuð og eins ef verulegar ófyrirséðar breytingar verða á rekstrarumhverfi fyrirtækjanna. 35 RAYMOND WEIL GENEVE Fáðu sendan bækling sími 562 9250 netfang: echo@treknet.is C^Jarsifal 18 kt. gull og eðalstál Sölustaðir: Meba Kringlunni s. 533 1199 • Garðar Ólafsson Lækjartorgi s. 551 0081 Leonard Kringlunni s. 588 7230 • Gilbert úrsmiður Laugavegi s. 551 4100 Úr & Gull Miðbæ, Hafnarfirði s. 565 4666 • Georg V. Hannah Kefiavík s. 421 5757 Guðmundur B. Hannah Akranesi s. 431 1458 Halldór Ólafsson úrsmiður Hafnarstræti 83, Akureyri s. 462 2509 79
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.