Frjáls verslun - 01.11.1998, Qupperneq 82
FÓLK
af sér, bæði íyrir nemendurna og ekki síður fyrir
fyrirtækið.
Sólveig vinnur náið með 19 stöðvarstjórum
Skeljungs við þjálfun starfsfólks og segir það
stöðugt keppikefli fyrirtækisins að halda í gott
starfsfólk en undanfarna mánuði hefur verið
nokkur hreyfing á vinnuafli á markaðnum.
„A markaðssviðinu ríkir góð samvinna og
reynt er að nýta hæfileika hvers og eins eftír
verkefnum hveiju sinni.Við látum reglulega gera
þjónustu- og markaðskannanir, m.a. í samvinnu
við Gallup. Niðurstöður þjónustukannana notum
við til þess að endurbæta og þróa þjálfun
starfsfólksins. Aldrei hefur verið nauðsynlegra
en í dag að veita góða þjónustu, en stefna okkar
er að reyna ávallt að hafa forskot á keppinautana,
ekki síst á því sviði. Við notum markaðskannanir
til að kortleggja þarfir viðskiptavinanna og
niðurstöður slíkra kannana eru ávallt bornar
saman við samskonar kannanir sem Shell lætur
gera í nágrannalöndunum."
Skeljungur hefur nýlega opnað fjórðu Select
verslunina í Reykjavík en slíkar verslanir selja
meðal annars mat og eru opnar allan
sólarhringinn sem viðskiptavinum hefur fallið
afar vel.
Sólveig varð stúdent úr Fjölbrautaskólanum
við Ármúla og starfaði sem sölumaður hjá
Plastprenti í nokkur ár eftír það. Síðar var hún
starfsmaður AUK, Auglýsingastofu Kristínar, en
lauk prófi í viðskiptafræði frá HÍ 1994. Með
náminu starfaði hún hjá Hvíta húsinu og
Skeljungi. Hún segist hafa lært mjög mikið í
sölutækni í starfi enda skiptí þjálfun mjög miklu
máli við að gera einhvern að góðum sölumanni.
„Mér var síðan boðið starf hér þegar ég
útskrifaðist og var hér rekstrarstjóri fyrst en hef
Sólveig Hjaltadóttir er markaðsfulltrúi hjá Skeljungi en kennir einnig sölutækni í
Viðskipta- og tölvuskólanum. FV-mynd: Kristín Bogadóttir.
SOLVEIG HJALTADÓTTIR, SKEUUNGI
Bg starfa í markaðsdeild og mín
helstu viðfangsefni eru starfs-
mannaþjálfun og sölu- og
markaðsmál. Skeljungur rekur 19
sölustaði og ég sé um þjálfun starfs-
fólks og hvatningu varðandi sölumál.
Einnig hef ég umsjón með markaðs-
málum týrir eldsneyti og smurolíur.
Helstu verkefni eru t.d. tenging
Ferrari-liðsins í Formula 1 kappakstr-
inum við Shell Helix oliur en Shell er
einn helstí auglýsingaðaðili Ferrari-
liðsins og Formula 1 nýtur sívaxandi
vinsælda hér á landi,“ segir Sólveig
TEXTI: PÁLL ÁSGEIR ÁSGEIRSSON
Hjaltadóttir, markaðsfulltrúi hjá
Skeljungi.
Sólveig sér auk þessa m.a. um
Fríkortið sem Skeljungur er aðili að og
auk þess um Skeljungskortið sem
viðskiptamönnum Skeljungs gefst
kostur á að kaupa og nota við öll
viðskipti sín við Skeljung.
Sólveig kennir auk þessa sölutækni
íViðskipta-ogtölvuskólanum oghefur
gert undanfarin sjö ár. Hún segir að
það sé ákaflega skemmtilegt verkefni
sem myndi sterk tengsl og gefi margt
gegnt núverandi starfi frá þvi snemma árs 1997.“
Sólveig er gift Sigurði Braga Guðmundssyni,
framkvæmdastjóra Sigurplasts hf, og þau eiga
tveggja ára son en Sólveig á þrettán ára dóttur
íýrir.
Sólveig segir að starfið, kennslan og heimilið
geri það að verkum að lítill tími gefist til
reglulegra áhugamála.
„Við hjónin eigum pínulítinn kofa í óbyggðum
þar sem njótum þess að vera. Við förum of
sjaldan þangað en stundirnar þar eru mér
ofarlega í huga í lok hvers árs. Ég stunda
líkamsrækt til þess að vera í formi til þess að fara
á skiði þá sjaldan að tími gefst til þess.“ SS
82