Frjáls verslun - 01.08.2000, Page 8
RITSTJÓRNARGREIN
Alll hefur slnn tíma
A síðustu l]órum mánuðum hafa fjögur
gömul og rótgróin fjölskyldufyrirtæki, Nóa-
tún, Hans Petersen, Kexverksmiðjan Frón
og Síld og fiskur, verið seld og salan á því
fimmta, Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni
sem fagnar 87 ára afmæli sínu á þessu ári,
stendur nú yfir. Þessi íyrirtæki hafa verið í
eigu sömu fjölskyldnanna frá upphafi, fjöl-
skyldna sem núna, á því herrans ári 2000,
tóku þann kostinn að hverfa úr þeim að fullu
í stað þess að eiga minnihluta i þeim. Þær
áttu og ráku fyrirtækin á tuttugustu öldinni
en láta núna aðra um að leiða þau inn í tutt-
ugustu og fyrstu öldina. Þessi þróun hófst
fyrir nokkrum misserum og leggja verð-
bréfafyrirtækin, bankarnir og hlutabréfamarkaðurinn
grunninn að henni. Segja má að fyrrum eigendur Hagkaups
hafi riðið á vaðið með því að selja FBA og Kaupþingi þá nafn-
toguðu verslun en þau stofnuðu í framhaldinu nýtt fyrirtæki,
Baug, ásamt Bónusfeðgum. Baugur er stærsta verslunar-
samsteypa á íslandi og skipar ljórða sætið á nýjum lista
Frjálsrar verslunar yfir 300 stærstu fýrirtæki landsins.
Vandi fjölskyldufyrirtækja Hinn öri vöxtur í sölu fjölskyldu-
fyrirtækja á sér nokkrar skýringar. Hlutabréfamarkaðurinn
vegur þar þyngst; hann er markaður með fyrirtæki og setur
verðmiða á þau. Eignarhlutar fá verðmat og hægt er að selja
þá á markaði. Þeir fjölskyldumeðlimir, sem ekki stýrðu fyrir-
tækjunum og voru nánast læstir inni með hluti sína, eiga á
markaði létt með að selja þá og fjárfesta í öðrum félögum og
dreifa áhættunni. Þá er líka ljóst að tilfinningasemi innan fjöl-
skyldna gagnvart ævistarfi forfeðranna hefur minnkað, kyn-
slóð samtímans ver tíma sínum og kröftum í þau mál sem
hún sjálf setur í forgang; það sem hún sjálf vill gera. Enda er
það óeðlileg byrði að eiga það yfir höfði sér að þurfa að
gegna sama starfi og forfeðurnir um aldur og ævi, að verða
að taka við.
Forystuvandi Forystuvandi hefur oftar en
ekki komið upp þegar önnur og þriðja kyn-
slóð í fyrirtækjum kemur til sögunnar og
hlutir dreifast víða innan fjölskyldna. Spurn-
ingin er auðvitað sú hver eigi að taka við. Ein-
hver einn verður að taka af skarið, veita fyrir-
tækjum forystu - öðruvísi lifa þau ekki af.
Dæmin sanna að án forystu geta fjölskyldu-
fyrirtæki orðið verðlítil á ótrúlega skömmum
tíma. Þegar forystusauðurinn er fundinn eiga
aðrir Oölskyldumeðlimir um það að velja að
vera farþegar í aftursætinu eða að selja for-
ystusauðnum sinn hlut og láta hann um
reksturinn og áhættuna. An almenns markað-
ar getur sala á eignarhlutum á milli systkina
eða systkinabarna í lokuðum fjölskyldufyrirtækjum auðveld-
lega orðið að þrætuepli, svo ekki sé nú talað um verðmyndun-
ina í slíkum viðskiptum þegar kaupandinn er aðeins einn.
Ennfremur hefur bólað á öðrum vanda í lokuðum fjölskyldu-
fyrirtækjum, ekki ólíkum þeim sem mörg kaupfélög hafa
staðið frammi fyrir. Hvar á að fá aukið Oármagn til að stækka
fyrirtækin þegar ekki er hægt að fara út á markaðinn til að ná
í aukið hlutafé? I raun eru þá aðeins tvær leiðir færar. Sú fyrri
er að fara í næsta banka og fá lán, sú seinni er að eigendurn-
ir sjálflr leggi meira kjöt í pottinn. Eigi eigendur ekki digra
sjóði á lausu, þar sem þeir eru þegar með fé sitt bundið í fyr-
irtækjunum, og vilji þeir ekki taka fleiri lán lenda ættarfyrir-
tækin í kyrrstöðu. Það er það versta sem hendir öll fyrirtæki
og er fyrsta skrefið í átt að dómsdegi þeirra.
Lífsmark Aukin sala á fjölskyldufyrirtækjum og opnun
þeirra fyrir nýjum hluthöfum ber vott um nýja tíma og ný tæki-
færi í viðskiptalífinu. Hún ber frekar vott um lífsmark fjöl-
skyldna en hnignun þeirra. Auðvitað er alltaf sjónarsviptir að
stofnendum og frumkvöðlum sem daga sig í hlé - en allt hefur
sinn tíma.
Jón G. Hauksson
Stofnuð 1939
Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál - 62. ár
Sjöfn Guðrún Helga Geir Ólajsson Hallgrímur
Sigurgeirsdóttir Sigurðardóttir Ijósmyndari Egilsson
auglýsingastjóri blaðamaður útlitsteiknari
RTTSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson
AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir
BLAÐAMAÐUR: Guðrún Helga Sigurðardóttir
UÓSMYNDARI: Geir Ólafsson
UMBROT: Hallgrímur Egilsson
UTGEFANDI: Talnakönnun fif.
RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSIA:
ÁSKRIFTARVERÐ: 3.645 kr. fyrir 6.-11. tbl. - 10% lægra áskriftarverð ef greitt er með
kreditkorti.
IAUSASÖLUVERÐ: 699 kr.
DREIFING: Talnakönnun, hf., sími 561 7575
FILMUVINNA, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentsmiðjan Grafíkhf.
IJTGREININGAR; Prentmyndastofan hf. - Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir
Borgartúni 23,105 Reykjavík, sími: 561 7575, fax: 561 8646, netfang: fv@talnakonnun.is
ISSN 1017-3544
8