Fregnir - 01.11.1995, Blaðsíða 4

Fregnir - 01.11.1995, Blaðsíða 4
Fréttir frá Evrópusambandinu - bókasafnsmál Frá því að ég var skipuð af stjóm Landsbókasafns íslands - Háskólabókasafns þann 16. desember 1994 til að sinna verkefnum bókasafnsins sem “National Focal Points” á bókasafnasviði innan “Telematics“ áætlunar Evrópusambandsins eru þessar fréttir helstar: Vegna umsóknarfrests á rannsóknarstyrkjum í júní 1995 var dreift upplýsingum til nokkurra safna um áhugaverð verkefni, þar sem erlendir aðilar óskuðu eftir íslenskum samstarfsaðilum eða sem undirrituð fékk upplýsingar um og þótti henta íslenskum söfnum sérstaklega. Þau söfn sem fengu meðal annars slíkar upplýsingar eru Borgarbókasafnið, Blindrabókasafnið, Bókasafn Landspítalans og Bókasafn Rikisútvarpsins. Landsbókasafn Islands - Háskólabókasafn var með í umsókn um rannsóknarstyrk í júní sl. Verkefnið var um efnisorðagerð og leitir með áherslu á samgöngur og gékk undir heitinu MINOTAURS eða Multilingual Information Navigation Organised by Thesauri: Assisting Users to Refine Searches. Samstarfsaðilar voru breska hugbúnaðarfyrirtækið Soutron Ltd ásamt CeDar - Centre for Database Access Research School of Computing & Mathematics - University of Huddersfield og einnig þrír sænskir aðilar Kungl. Tekniska Högskolans Bibliotek (Royal Institute of Technology Library), Swedish Road and Transport Research Institute og Birgit Maxe AB og frá Grikklandi University of Crete, Library. Ég sótti vinnufúnd í Manchester varðandi umsóknina, en af hálfu safnsins hefði Guðrún Karlsdóttir haff yfírumsjón með verkefninu. Því miður fengum við ekki styrk, en lærðum mikið á því að vinna að svona umsókn Sömu aðilar verða sennilega með nýja umsókn í júní 1996, en þá er næsti umsóknarfrestur. Þeir sem áhuga hafa á að kynna sér þetta verkefni geta haft samband við undirritaða. 4 Fregnir 3-4/95

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.