Fregnir - 01.11.1995, Blaðsíða 19

Fregnir - 01.11.1995, Blaðsíða 19
ánægjuleg og vel skipulögð. Það var einkennandi hvað allir viðstaddir voru virkir þátttakendur. Fyrirlestrar voru undantekningarlítið góðir, allt upp í frábærir, og frjóar umræður spunnust um efni þeirra. Þeir verða fljótlega gefnir út af NORDINFO Mikið var fjallað um leiðtogahlutverkið og hvort væri yfirleitt hægt að kenna fólki að verða góðir leiðtogar. Um það voru skiptar skoðanir en flestir töldu að það mætti kenna fólki að verða betri stjórnendur en það væri. Ekki voru heldur allir á einu máli um hverjir væru best fallnir til að stjórna söfnunum, bókasafnsfræðingar eða fólk með alls kyns annars konar sérmenntun. Allmikið bar á þeim sjónarmiðum að nútímastjórnendur þyrftu að vera gæddir sérstökum hæfileikum til þess að þeir næðu góðum árangri en hefðu þeir þá hæfileika gætu þeir haft hvaða sérmenntun sem væri. I heildina virtust ráðstefnugestir þó mjög áhugasamir um að finna lausn á því hvers konar stjórnunarnám hentaði stjórnendum bókasafna, hvernig mætti skipuleggja það og hvernig ætti að finna góð leiðtogaefni. Á síðustu árum hefúr töluverð reynsla fengist á öllum Norðurlöndunum í því að skipuleggja nám fyrir stjórnendur bókasafna. Námstíminn hefúr verið misjafn eftir löndum og sömuleiðis hafa kennsludagarnir verið mismargir. Norðmenn virðast hafa náð lengst í þessu en þar hafa rúmlega 100 manns lokið námi sem Riksbibliotektjenesten hefúr skipulagt á undanförnum árum. Námið tekur tvö ár og er kennt í mjög stuttum lotum fyrra árið en á síðara árinu skilar fólk sjálfstæðu verkefni. Alls er kennt i fimm vikur. Hægt er að taka próf sem er viðurkennt af háskólakerfinu en það er ekki skylda. Af þessu námi hefúr verið mjög vel látið og á ráðstefnunni töluðu tveir bókaverðir sem höföu verið þátttakendur. í Svíþjóð hefúr BIBSAM haft með skipulagið að gera og tekur námið þar sex mánuði en þátttakendur hittast aftur að ári liðnu. Rúmlega 40 manns hafa nú lokið þessu námi Fregnir 3-4/95 19

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.