Fregnir - 01.11.1995, Blaðsíða 31

Fregnir - 01.11.1995, Blaðsíða 31
Þróunin í starfi hópanna hefiir orðið sú að áhugafólk úr FAS hefur einnig starfað með upphaflegum hópum og hefúr það samstarf reynst vel. í júníhefti Fregna lýsti undirrituð starfsemi stjómunarhóps og í þessu hefti má sjá ávöxt af starfsemi millisafnalánahóps. Verið er að endurvekja hóp um fjölþjóðatengsl undir forystu Bókavarða- félagsins en Hrafn A. Harðarson ritar pistil um þau mál í þetta blað. Aðrir hópar eru: geymslusöfn, notendafrœðsla- og þjónusta, tímarit, upplýsingamál, tölvunet- og kerfi og varðveislumál. Þeir sem hafa hug á að fræðast nánar um starfsemi hópanna er bent á að hafa samband við undirritaða Kristín Geirsdóttir, Landsvirkjun Sími: 515 9114 kgeirs@ismennt.is Fundir og ráðstefnur HÁDEGISVERÐARFUNDUR í NÓVEMBER “Lögverndun starfsheitisins bókasafnsfræðingur” í stað námskeiðsins sem halda átti í nóvember á vegum Félags bókasafnsfræðinga og Endurmenntunarstofnunar Háskóla Islands (sjá tilkynningu hér á eftir) verður boðað til hádegisverðarfúndar fyrir bókasafnsfræðinga um miðjan nóvember þar sem ætlunin er að koma af stað umræðum og kanna hug fólks um starfstitilinn lögverndaða bókasafnsfrœðingur. Er hann okkur til hagsbóta eða ama? Fundurinn verður auglýstur nánar í nóvember, Stjóm Félags bókasafnsfræðinga Fregnir 3-4/95 31

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.