Fregnir - 01.11.1995, Blaðsíða 29

Fregnir - 01.11.1995, Blaðsíða 29
Félagatal Til þess að póstur og upplýsingar berist örugglega til félagsmanna eru félagar í Félagi bókasafnsfræðinga og Bókavarðafélaginu vinsamlega beðnir um að tilkynna breytingar á heimilsfangi og símanúmeri til: Áslaugar Agnarsdóttur, Landsbókasafni Islands - Háskólabókasafni. Netfang: aslagn@bok.hi.is fax: 563 5717. Skrudda - Tölvupóstlisti bókavarða Skrudda tölvupóstlisti bókavarða átti eins árs afmæli 30. okt. sl. Haustið 1994 lét Ólöf Benediktsdóttir þáverandi formaður FBR opna póstlista fyrir bókaverði. Hún setti inn þá bókaverði sem hún fékk netfang hjá en þeir voru 48. Nú rúmlega ári síðar eru 94 bókaverðir og áhugafólk um málefni bókasafna og upplýsingamála áskrifendur á póstlista Skruddu. Póstlistaþjónn Skruddu hjá RHÍ heitir nú majordomo@rhi.hi.is og til hans á að sækja um áskrift Bréf sendist eftir sem áður til skrudda@rhi.hi.is Til þess að gerast áskrifandi er sendur póstur til majordomo @rhi.hi.is Ekkert þarf að skrifa í efnislínu. í textasvæðið er ritað subscribe skrudda. Fregnir 3-4/95 29

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.