Fregnir - 01.11.1995, Blaðsíða 22

Fregnir - 01.11.1995, Blaðsíða 22
Kerfisbundin efnisorðaskrá fyrir bókasöfn Ný útgáfa af Kerfisbundinni efnisordaskrá fyrir bókasöfn mun koma út á næstunni Höfúndar eru bókasafnsfræðingarnir Margrét Loftsdóttir og Þórdís T. Þórarinsdóttir Við gerð skrárinnar er stuðst við reglur alþjóðlega staðalsins ISO 2788/1986 sem gefinn var út í þýðingu F/okkunar-nefndar árið 1991 sem ÍST 90. Markmiðið með útgáfúnni er enn sem fýrr að stuðla að samræmi í notkun efnisorða við lyklun heimilda og greiða þannig fyrir samvinnu bókasafna og auðvelda notendum heimildaleitir. Fyrsta útgáfa Kerfisbundinnar efnisorðaskrár kom út sumarið 1992 og hefúr verið í notkun á fjölda bókasafna. Uppbygging skrárinnar er sú sama og í fyrri útgáfú en hún hefúr verið verulega aukin og endurbætt m.a. í samvinnu við Borgarbókasafn, Bókasafn Landspítalans og Skólasafna-miðstöð Reykjavíkur auk bókasafna framhaldsskólanna. Aðaldreifmgaraðili skrárinnar verður Þjónustumiðstöð bókasafna, Laugavegi 163, Reykjavík, s. 561 2130. Höfúndar ATVINNUMÁL Félag bókasafnsfræðinga fær oft fyrirspurnir um bókasafnsfræðinga í skammtímastörf Þeir bókasafnsfræðingar í Félagi bókasafnsfræðinga sem áhuga hafa á að taka að sér skammtímaverkefni fyrir hinar ýmsu tegundir stofnana eða fyrirtækja er hér með boðið að senda nafn sitt, síma og útskriftarár og yfirlit yfir starfsreynslu til Félags bókasafnsfræðinga að Lágmúla 7, 108 Reykjavík. Þar verður 22 Fregnir 3-4/95

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.