Fregnir - 01.11.1995, Blaðsíða 6

Fregnir - 01.11.1995, Blaðsíða 6
Æviskrár bókasafnsfræðinga - fréttir af framgangi verks Helga Kristín Einarsdóttir hefur komið inn í ritnefndina í stað Ásgerðar Kjartansdóttur sem starfar nú í Malawi. Stjóm Félags bókasafnsfræðinga hefúr skipað útgáfúnefnd og er Eiríkur Þ Einarsson formaður hennar. Tuttugu og átta bókasafnsfræðingar eiga enn eftir að skila æviágripum og hafa orðið miklar tafir og aukavinna vegna þessa. Er hér með skorað á þessa kollega að drífa sig í verkið sem á eftir að verða þeim að ýmiss konar gagni síðar meir Því fýrr, því betra! Senda má handrit tölvuunnið, gjarnan í faxnúmer ritnefndar sem er 567-9840. Kristín H Pétursdóttir, Landsbanka íslands. Samskrá Gegnis •Gegnir var tekinn í notkun á miðju ári 1990. Gegnir er tölvukerfi Landsbókasafns íslands - Háskólabókasafns en auk þess hafa nokkur fleiri söfn beina aðild að kerfmu og mynda rit þessara safna samskrá í Gegni. Auk upplýsinga um ritaeign aðildarsafna sem nota Gegni sem heimakerfi sitt eru þar upplýsingar um safnkost fleiri safna sem hafa einvörðungu samskráraðild að kerfmu. Þessi síðastnefndu söfn eru flest enn sem komið er eingöngu með aðild að tímaritasamskrá en nokkur einnig að samskrá um bækur og annað safnefni •Tvær prentaðar samskrár á landsvísu voru til hér á landi fýrir daga Gegnis og Landsbókasafns íslands - Háskólabókasafns. Var önnur um erlend tímarit en hin um annan erlendan ritauka íslenskra rannsóknarbókasafna Voru bæði ritin gefin út af Landsbókasafni Islands, Safnahúsinu við Hverfisgötu. 6 Fregnir 3-4/95

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.