Fregnir - 01.11.1995, Blaðsíða 9

Fregnir - 01.11.1995, Blaðsíða 9
Almenningsbókasafn framtíðarinnar? Á ráðstefnu í Danmörku nýverið setti Jesper Bo Jensen, Institut for Fremtidsforskning í Kaupmannahöfn fram nokkrar athyglisverðar hugmyndir um framtíðarhlutverk almenningsbókasafnanna. Upplýsinga- og afþreyingarstórmarkaður Bókasafnið er stórt, staðsett í verslunarmiðstöð og þar eru margir samankomnir. Allir miðlar standa til boða, tónlist, bækur, myndbönd, tölvugögn o.s.frv. Alls konar tilboð eru í gangi, eins og í hinum verslununum og uppsetning öll eins og þar. Fólk fær lánað, leigir, kaupir eða skiptir um upplýsingar og afþreyingu og það er opið allan sólarhringinn. Mörkin milli opinberra gagna og einkagagna hafa horfíð. Upplýsingahraðbrautarslaufa Aðalverkefnið er að leiðbeina notendum í upplýsingafrumskóg- inum. Rafrænir miðlar eru allsráðandi. Flestir sem koma á bókasafnið eru í þekkingarleit en ekki til þess að fá lánaðar bækur. Einkageirinn sér um afþreyinguna en bókasafnið er í samkeppni við einkavísindastofnanir um upplýsingamiðlun. Vin í upplýsingasamfélaginu Upplýsinga- og afþreyingarflóðið í samfélaginu verður til þess að fólk leitar til bókasafna í leit að kyrrð og afslöppun. Bókasafnið verður búið gömlum húsgögnum og bækurnar verða í leðurbandi með gylltu letri. Bókasafnið er með listrænu yfirbragði, þar er gallerí og leiksýningar eru í boði. Tilhneiging er til þess að snobba og útiloka lægri stéttir samfélagsins. Þorbjörg Karlsdóttir, Borgarbókasafni. Fregnir 3-4/95 9

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.