Fregnir - 01.11.1995, Page 9

Fregnir - 01.11.1995, Page 9
Almenningsbókasafn framtíðarinnar? Á ráðstefnu í Danmörku nýverið setti Jesper Bo Jensen, Institut for Fremtidsforskning í Kaupmannahöfn fram nokkrar athyglisverðar hugmyndir um framtíðarhlutverk almenningsbókasafnanna. Upplýsinga- og afþreyingarstórmarkaður Bókasafnið er stórt, staðsett í verslunarmiðstöð og þar eru margir samankomnir. Allir miðlar standa til boða, tónlist, bækur, myndbönd, tölvugögn o.s.frv. Alls konar tilboð eru í gangi, eins og í hinum verslununum og uppsetning öll eins og þar. Fólk fær lánað, leigir, kaupir eða skiptir um upplýsingar og afþreyingu og það er opið allan sólarhringinn. Mörkin milli opinberra gagna og einkagagna hafa horfíð. Upplýsingahraðbrautarslaufa Aðalverkefnið er að leiðbeina notendum í upplýsingafrumskóg- inum. Rafrænir miðlar eru allsráðandi. Flestir sem koma á bókasafnið eru í þekkingarleit en ekki til þess að fá lánaðar bækur. Einkageirinn sér um afþreyinguna en bókasafnið er í samkeppni við einkavísindastofnanir um upplýsingamiðlun. Vin í upplýsingasamfélaginu Upplýsinga- og afþreyingarflóðið í samfélaginu verður til þess að fólk leitar til bókasafna í leit að kyrrð og afslöppun. Bókasafnið verður búið gömlum húsgögnum og bækurnar verða í leðurbandi með gylltu letri. Bókasafnið er með listrænu yfirbragði, þar er gallerí og leiksýningar eru í boði. Tilhneiging er til þess að snobba og útiloka lægri stéttir samfélagsins. Þorbjörg Karlsdóttir, Borgarbókasafni. Fregnir 3-4/95 9

x

Fregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.