Fregnir - 01.11.1995, Blaðsíða 14
Alþjóðleg samskipti bókavarða
í framhaldi af umræðum í stjórn Bókavarðafélags íslands um
samskipti við útlönd urðu fjörug skoðanaskipti milli bókavarða um
þau mál, m a á Skruddu og á fimmtudagsfúndi á Hótel Borg í
október Er fagnaðarefni hversu margir hafa áhuga á þessum
málaflokki og því er haldinn fúndur 14. nóvember þar sem lagt
verður á ráðin um framhaldið. Segja má að nú sé tímabært að taka
á þessum málum af nokkuð meiri alvöru en áður með hliðsjón af
þeim miklu breytingum sem hafa orðið og eru að verða á stöðu
íslands meðal þjóða heims og þeirri staðreynd að nýjar leiðir hafa
opnast m.a með evrópska efnahagssvæðinu. Norrænt samstarf er
að breytast og gluggar að opnast til margra átta með nýjum
tækifærum. Jafnframt er gleðilegt að svo margir bókaverðir hafa
haft möguleika á að sækja fúndi og ráðstefnur erlendis. Hins vegar
má gera betur sérstaklega í því að miðla þekkingu og fróðleik til
annarra, og þá sérstaklega þeirra, sem heima sitja.
Stjóm Bókavarðafélagsins þykir ástæða til að settur verði á fót
starfshópur, sem hafi það markmið m.a. að:
1. Kortleggja tengsl íslenskra bókavarða og bókasafna við
samtök, stofnanir og söfn erlendis.
2. Halda utan um og miðla upplýsingum um slík samtök og
stofnanir
14 Fregnir 3-4/95