Fregnir - 01.11.1995, Blaðsíða 30

Fregnir - 01.11.1995, Blaðsíða 30
Klám á almenningsbókasöfnum! Eru almenningsbókasöfnin að verða að klámbúllum? Það hvarflaði að lesendum Dagblaðsins miðvikudaginn 11. október síðastliðinn. Bókasöfnin hafa unnið að því að gefa notendum sínum kost á að afla sér upplýsinga og afþreyingar á Veraldarvefnum. Viðbrögð hafa verið misjöfn eins og sjá má í fjölmiðlum. Einum bókaverði varð að orði að kannski væri einhver athygli betri en engin og aðrir eru hugsi yfir því hvort við þurfúm að spá og spekúlera í hvenær á að ritskoða og hvernig. Þessi nýja upplýsingaauðlind mun allavega hafa mikil áhrif á störf bókavarða í framtíðinni. Kristín Geirsdóttir, Landsvirkjun. Starfshópar Félags bókavarða í rannsóknarbókasöfnum Veturinn 1993-1994 voru endurvaktir starfshópar sem nokkrum árum áður störfúðu á vegum félagsins og nýir stofnaðir um málefni sem eru ofarlega á baugi Sambærilegir hópar eru starfandi á hinum Norðurlöndunum innan samstarfsfélaga okkar í NVBF (Nordisk Videnskapelig Biblioteksforbund). Hlutverk hópanna er að fylgjast með því sem er að gerast hver á sínum vettvangi og veita öðrum félagsmönnum ráðgjöf. Einnig skulu þeir vera tengiliðir við samsvarandi hópa erlendis og leggja til efni á félagsfúndum og/eða senda frá sér efni í málgögn bókavarða Reiknað er með 5-10 manns í hvern hóp. Fyrrverandi formaður FBR lýsti starfsemi hópanna í desemberhefli Fregna 1993. 30 Fregnir 3-4/95

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.