Fregnir - 01.11.1995, Blaðsíða 25

Fregnir - 01.11.1995, Blaðsíða 25
Haustferð Félags bókasafnsfræðinga Þann 23. september sl. héldu 15 bókasafnsfræðingar af stað með lítilli rútu á vit skemmtunar og fræðslu í Mosfellsbæ. Þegar þangað kom tóku á móti okkur þær Helga Jónsdóttir og Marta H. Richter. Ekki fengum við að stíga út úr rútunni fyrir framan hið nýja Héraðsbókasafn Kjósarsýslu og var brunað strax af stað aftur. Helga tók að sér leiðsögn í ferðinni enda borin og bamfædd í Mosfellssveit. Jós hún nú af nægtarbrunni speki og skemmtunar yfir okkur ferðalangana og virtust allir taka mjög vel við eftir viðbrögðum að dæma. Skal leiðsögumennsku Helgu ekki lýst hér í fleiri orðum og fyrr en varði hafði rútan stöðvast á bílastæðinu við Tröllafoss í Mosfells- dal. Fáir höfðu augum litið þá ótrúlegu fegurð er við augum blasti. Lítillega hrímuð jörð og smalamenn á hestum í leit að fé. Að lokinni hressilegri göngu upp að Tröllafossi var haldið til hádegis- verðar á sveitakrána Áslák í Mosfellsbæ. Þegar allur matur var á þrotum buðu Marta og Helga gestum að líta á handunnar vörur leirkerasmiðsins á staðnum - sem var mjög ánægjulegt fyrir fegurðarskynið. Á bókasafnið nýja komum við hressar og kátar eftir gönguferðir og góðan mat. Ekki var síður vel tekið á móti gestum á heimavelli Helgu og Mörtu. Þær leiddu okkur um safnið, buðu létta hressingu og útskýrðu og sögðu frá ýmsu eins og hönnun tölvustanda, innréttingum, tölvukerfmu, bijóstmynd af Halldóri Laxness og sýndu okkur skondnar setningar og grínmyndir á kaffistofú starfsmanna. Eins og vera ber vegna mikils áhuga gesta og góðrar gestrisni gestgjafa var dvalist heldur lengur en ætlað var, en að loks hélt hver til síns heima glaður í bragði. Fregnir 3-4/95 25

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.