Fregnir - 01.11.1995, Blaðsíða 15

Fregnir - 01.11.1995, Blaðsíða 15
3. Kynna ráðstefnur, fundi, námskeið og annað sem í boði er. 4 Kanna möguleika á að halda alþjóðleg námskeið, fundi og/eða ráðstefnur hér á landi m.t.t. fjármögnunar t.d. með styrkjum ofl. 5. Setja sig í samband við hliðstæða starfshópa/nefndir í öðrum löndum. 6. Kanna og kynna möguleika á starfsmannaskiptum milli landa. 7. Auka skilning hérlendis á mikilvægi alþjóðlegra samskipta bókavarða og finna allar leiðir til að auðvelda íslenskum bókavörðum að sækja og taka virkan þátt í alþjóðlegu starfi. Hrafn A. Harðarson, Bókasafni Kópavogs. hhardar@ismennt. is Frá fræðslu- og skemmtinefnd BVFÍ: Bókavarðafélag íslands er 35 ára í desember nk. Af því tilefni verður afmælisfundur þann 30. nóvember í ráðstefnusal Landsbókasafns íslands - Háskólabókasafns. Þar verður afmælisins minnst á léttum nótum og boðið verður upp á veitingar í anda jólanna. Nánari upplýsingar verða sendar félagsmönnum. Fregnir 3-4/95 15

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.