Fregnir - 01.03.2005, Side 4

Fregnir - 01.03.2005, Side 4
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða fæmi þátttakenda haustið eftir. Foreldrar hafa þó komið og sagt okkur að bömin hafi sýnt meiri áhuga á lestri. Það sem ekki er síður ánægjulegt er að þau börn sem koma í Sumarlesturinn verða oft „okkar“ krakkar. Þau koma frekar í bókasafnið, þekkja starfsfólkið og kunna vel við sig í bókasafninu. Sögustundir vom vinsælar en nú er svo komið að engin böm mæta með móður eða föður sínum í sögustund og því hafa þær verið felldar út af dagskránni í bili. Hvers vegna mætir enginn í sögustund lengur? Astæðumar em vafalaust nokkrar en sú helsta er breytingin í samfélaginu og þjóð- félaginu öllu. Foreldrar vinna báðir úti allan daginn og bömin komast strax að í leikskólum. Til þess að ná til þessara yngstu lesenda er samstarf milli bóka- safnsins og leikskólanna. Boðið er í heim- sókn í bókasafnið og þar er komið við þeg- ar farið er í göngutúra. Bókasafnið býður leikskólunum upp á sérstaka bókakassa að láni og er hver kassi merktur sínum leikskóla. Starfsmenn leikskólanna geta komið og valið bækur í bókakassana þegar þeir vilja. Reyndar er svo komið að leik- skólamir kaupa miklu minna af bókum en áður en nýta þess í stað bókakostinn í bókasafninu sínu sem sparar peninga en það er mjög vinsælt þessa dagana. Ár- veknipóstur er sendur í leikskóla og gmnn- skóla. Það er póstur sem er sendur á starfs- menn og þar segir frá nýjum bókum og tímaritum í bókasafninu, oftast á sviði uppeldis- og menntamála. Einnig er dag- skrá bókasafnsins kynnt hverju sinni á þennan hátt. Laugardaginn 2. apríl 2005 verða 200 ár liðin frá fæðingu okkar ástsæla ævintýra- höfundar H.C. Andersen. í tilefni þeirra tímamóta verður Leikbrúðuland með sýn- ingu í bókasafninu á sögunum Fjöðrin sem varð að fimm hœnum og Pápi veit hvað hann syngur eftir H.C. Andersen. Áhugi er á því að starfa nánar með grunnskólunum á svæðinu og þá sérstak- lega með unglingum. Information de Islande! Bæjar- og héraðsbókasafnið er vel staðsett í góðu húsnæði í hjarta Selfossbæjar og við þjóðveg 1. Því var ákveðið vorið 2001 að koma Upplýsingamiðstöð Árborgar (UÁ), sem er upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn, fyrir í bókasafninu. Opið er frá lokum maímánaðar til ágústloka og veitir UÁ upplýsingar um Árborg, Ámessýslu og Suðurland. Þar vinna yfir sumarmánuðina tveir starfsmenn með þekkingu á ferðamál- um og góða tungumálakunnáttu, í sem samsvarar 120% stöðu. Yfir vetrarmán- uðina er allur tölvupóstur áframsendur til Upplýsingamiðstöðvar Suðurlands sem einnig svarar öllum símtölum sem berast í síma UÁ. Bókaverðir sinna upplýsinga- þjónustu við ferðamenn eftir því sem kost- ur er yfir vetrarmánuðina. Kort og upplýs- ingabæklingar em aðgengilegir gestum allt árið. Sveitarfélagið Árborg greiðir allan rekstur UÁ. Þegar horft er til baka og staða upplýsingamiðstöðvar í bókasafni metin þá er niðurstaðan sú að þessi rekstur á vel saman, eykur fjölbreytnina og styður hvort annað. Ferðamenn vilja kynnast menningu á hverjum stað og hvar er hægt að komast nær henni en í almenningsbókasafni. Auk þess að fá upplýsingar um landið hafa þeir möguleika á að komast á Netið, lesa blöð og fá sér kaffisopa. Nota salemisaðstöðu, kaupa bækur um ísland og þýddar íslensk- ar skáldsögur og að lokum skoða sýningar í Listagjá og útlánasal. Starfsfólk bókasafnsins Fjölmenning Þróunin hefur orðið sú að starfsemi og þjónusta er orðin fjölbreyttari en var fyrir 15 ámm. Bókmenningin er ekki það eina sem boðið er upp á. Fleiri tegundir safn- kosts eru til útlána, s.s. tímarit, tónlist, myndbönd og DVD. Listir og ýmsar teg- undir menningar em í boði fyrir þá sem það vilja þiggja. Bókakynningar em helst á öðrum árstímum en í desember. Þeir sem vilja, og em eldri en 18 ára, geta fengið 30. árg. - 1. tbl. 2005 - bls. 4

x

Fregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.