Fregnir - 01.03.2005, Blaðsíða 5
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða
jólapakka að láni með sér heim um jólin. I
hverjum jólapakka sem fenginn er að láni
er bók úr safninu sem pakkað hefúr verið
inn í jólapappír. Það er því spuming um
heppni hvort lánþeginn hefur lesið bókina
eða ekki eða hvort hún fellur honum í geð.
Sýningar hafa löngum verið í útlána-
salnum, oftast ýmis einkasöfn og þar kenn-
ir ýmissa grasa. Vorið 2003 á menningar-
hátíðinni Vor í Árborg var tekinn í notkun
sýningarsalur eða sýningarrými í kjallara
bókasafnsins fyrir framan lesstofúna, sem
hlaut nafnið Listagjáin. Þar er ný sýning
opnuð einu sinni í mánuði. Lærðir lista-
menn og listamenn götunnar geta sýnt þar
sér að kostnaðarlausu. Þetta rými mætir
ákveðinni þörf þar sem enginn listasalur
eða listasafn er lengur staðsett á Selfossi.
Hræðsla var við að skemmdarverk yrðu
unnin á verkunum í kjallaranum en það
hefur ekki borið á því og sýnir að virðing
er borin fyrir listinni.
I samstarfi við Sundhöll Selfoss hefur
bókasafnið staðið fýrir Ljóði i lauginni um
páskana síðastliðin ár. Sundlaugargestir
geta lesið ljóð og liðkað kroppinn í leið-
inni. Ljóðalestur á þennan hátt hefur vakið
lukku og miklar og heitar umræður í heitu
pottunum um efni og innihald ljóða.
Yfir árið eru margir viðburðir sem
Bæjar- og héraðsbókasafnið tekur þátt í
eins og Norrœn vika, alþjóðlegur bangsa-
dagur, kosning bestu barnabókarinnar,
getraun mánaðarins og hvað sem kemur
upp í hendumar hverju sinni.
Bæjar- og héraðsbókasafnið er í sam-
starfi við bókasöfnin á Stokkseyri og á
Eyrarbakka sem eru rekin sem útibú.
Bókasafnið á Stokkseyri hefur verið með
Ljóð í lauginni, ljósmyndasýningar og
Sumarlestur fyrir böm og Bókasafnið á
> Eyrarbakka mun taka þátt í menningar-
hátíðinni Vor I Arborg í lok maí með verk-
efni sem kallast Lesið á Ijósastaura. Ljóð,
brot af sögu Eyrarbakka og kaflar úr skáld-
sögum sem tengjast Eyrarbakka með ein-
um eða öðmm hætti verða hengd á ljósa-
staura. Þannig geta þeir sem fara í göngu-
túr eftir ákveðinni leið fræðst um skáld og
bókmenningu.
Starfsfólk Bæjar- og héraðsbókasafns-
ins á Selfossi lítur björtum augum til fram-
tíðar og hlakkar til að takast á við breyt-
ingar, þróun og þjónustu við gesti safnsins.
Þegar litið er til ársins 2009 þegar safnið
verður 100 ára er vonast til þess að bóka-
safnið hafi fengið aukið húsnæði, sem er
möguleiki á þeim stað sem það er í dag.
Að bama- og unglingastarf verði öflugt og
spennandi, að kennsla og aðstoð í upplýs-
ingalæsi verði markviss og að lokum að
gestir geti gengið að besta fáanlega tækni-
búnaði á sviði upplýsingatækni.
Margrét I. Asgeirsdóttir
forstöðumaður
Af hverju vill fólk stafræn
bókasöfn?
Mel Collier, yfírbókavörður Háskólabóka-
safnsins í Leuven, flytur fýrirlestur í Kenn-
araháskóla íslands kl. 10 föstudaginn 29.
apríl næstkomandi á vegum Menntasmiðju
KHÍ og Upplýsingar. Fyrirlesturinn nefnir
hann Why do people want digital libra-
ries og byggir hann á nýjum rannsóknum
sínum á viðskiptaáætlunum um stafræn
bókasöfn.
Mel Collier hefúr gegnt fjölda starfa á
undanfömum ámm. Hann hefur verið yfír-
bókavörður í Leuven frá 2004, var fram-
kvæmdastjóri Library and Information
Services í Tilburg-háskóla í Hollandi á
ámnum 2001 til 2003 og þar áður prófess-
or við háskólann í Northumbria.
Fyrirlesturinn verður nánar auglýstur á
Skruddu og Bókinni.
Kristín Indriðadóttir
Intemational Issues in
Library and Infonnation
Science
Dagsráðstefna á Hótel Sögu,
Reykjavík - 23. ágúst 2005
This conference presents a unique oppor-
tunity for people in Iceland to meet two
Presidents of IFLA (the Intemational Fed-
eration of Library Associations and Insti-
tutions) and other intemational experts.
Upplýsing and the Library and Informa-
tion Science Department at the University
of Iceland are organising this one-day
meeting, to follow the 2005 IFLA World
30. árg. - I. tbl. 2005 - bls. 5