Fregnir - 01.03.2005, Side 9
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða
Listasalur
Nýr listasalur innan safnsins var vígður við
opnunina með samsýningu iistamanna í
Mosfellsbæ. Salurinn er mikill stuðningur
við mynd- og tónlistarlíf í bænum.
Þetta er ijölnota salur og verður nýttur í
uppákomur fýrir börn og fullorðna sem
bókasafnið mun standa fýrir. Salnum er
einnig ætlað að hýsa myndlistarsýningar,
tónlistarflutning og aðra menningartengda
viðburði, fræðslufundi af ýmsu tagi og
móttökur bæjarins svo eitthvað sé nefnt.
Myndlistarmenn og kennarar Tónlistar-
skólans hafa lýst sérstakri ánægju með að-
stöðuna. Samvinna er við Tónlistarskólann
og hefur flygill í eigu skólans verið fluttur
í salinn. Margir hafa sýnt salnum og sam-
starfi við safnið áhuga og verður spenn-
andi að vinna úr þeim hugmyndum.
„Heitur reitur“
Samið var við Og Vodafone um uppsetn-
ingu á þráðlausu neti, eða svokölluðum
heitum reit, í safninu. Safngestir eiga þess
nú kost að koma með eigin fartölvur og
tengjast netinu í safninu án endurgjalds
eða fá aðgang að ákveðnum borðtölvum í
eigu safnsins.
Atthagadeild
Sérstök átthagadeild er í safninu og er
spennandi verkefni framundan við áfram-
haldandi þróun hennar, þar sem Nóbel-
skáldið skipar að sjálfsögðu heiðurssess.
Menningarmálanefnd færði safninu
margmiðlunardisk um fomleifauppgröftinn
að Hrísbrú og sérstakan tölvubúnað til
sýningar á honum, sem fyrirtækið Gagarín
hannaði.
Starfsfólk bókasafnsins
Metnaður bœjaryftrvalda
Bæjaryfírvöld í Mosfellsbæ hafa ætíð
skilið mikilvægi þess að Mosfellsbær eigi
gott bókasafn og núverandi bæjarstjóm
hefur nú opnað nýja menningarmiðstöð
þar sem Mosfellingar geta notið menn-
ingar og bókmennta, mynd- og tónlistar og
leitað upplýsinga - eða hitt mann og ann-
an.
Marta Hildur Richter
forstöðumaður Bókasafns Mosfellsbæjar
Bókasafnið í Hveragerði í
nýtt húsnæði
Hveragerði er ört vaxandi bær, íbúar
komnir yfír tvö þúsund. Umhverfið er
fagurt og margir fallegir staðir og göngu-
leiðir þar, en það sem vekur hvað mesta
athygli er bókasafnið.
Bókasafnið flutti úr 170 fermetra
húsnæði að Austurmörk 2 síðastliðið haust
í 300 fermetra glæsilegt húsnæði í nýrri
verslunar- og þjónustumiðstöð við Sunnu-
mörk 2. Formleg opnun var fímmtudaginn
18. nóvember 2004 og margt um manninn
því spenningur var búinn að vera mikill
vegna opnunarinnar.
Orri Hlöðversson bæjarstjóri ávarpaði
viðstadda en auk hans töluðu Hlíf S. Am-
dal forstöðumaður safnsins og Pálína
Snorradóttir bókavörður. Hlíf afhenti leik-
skólastjómm bæjarins dagatöl frá IBBY
samtökunum sem Aslaug Jónsdóttir hann-
aði. A þeim em myndir og textar úr bama-
bókum. Tilgangurinn er að auka áhuga
bama á lestri góðra bóka.
Margir, sem sækja safnið heim, hafa
áhuga á hljóðbókum svo það var sérstak-
lega ánægjulegt þegar Alda Jónsdóttir af-
henti bókasafninu að gjöf kr. 75.000 til
hljóðbókakaupa frá Kvenfélagi Hveragerð-
is. Áður hafði kvenfélagið gefíð væna ijár-
hæð í sama tilgangi.
Starfsfólk safnsins hefúr alið með sér
þá ósk að koma á laggimar tónlistardeild.
Pálína Snorradóttir fékk ágæta hugmynd,
þegar henni var gefinn geisladiskur með
Sóleyjarkvœði eftir Jóhannes úr Kötlum.
Þar sem hann er einn af Hveragerðis-
skáldunum fannst Pálínu upplagt að bóka-
safnið eignaðist diskinn. Ásamt því að
gefa safninu diskinn skoraði hún á for-
mann menningarmálanefndar, Kristin
Harðarson að gefa efni til tónlistardeildar-
innar og láta síðan boltann rúlla því hún er
viss um að Hvergerðingar og aðrir lands-
30. árg. - 1. tbl. 2005 - bls. 9