Fregnir - 01.03.2005, Qupperneq 10
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafræða
menn hafa margir hverjir áhuga á að efla
tónlistardeildina. Viðbrögðin létu ekki á
sér standa. A sjálfan opnunardaginn kom
Helga Baldursdóttir og færði safninu
bókina Almenna söngfrœði handa byrjend-
um í og utan skóla eftir Sigfus Einarsson,
útgefm 1932. Bókina hafði Louisa Ólafs-
dóttir frá Amarbæli átt og gefið Helgu.
Louisa sagði að þessi bók hefði verið
hennar skóli. Hún var síðan organisti í
Ölfusi og Hveragerði í sextíu ár.
I desember komu listamenn og lásu úr
verkum sínum. Rut Gunnarsdóttir, sem ný-
lega er flutt í Hveragerði, las gullfalleg
ljóð sem er að finna í nýútgefínni bók eftir
hana: Orðin sem liggja í loftinu. Ung
stúlka, Guðrún Helga Sigurðardóttir, sem
er fædd og uppalin í Hveragerði, las fmm-
samda smásögu og sýndi að þar fer upp-
rennandi Hveragerðisskáld.
Það var ekki einungis hugsað um að
næra hugann, heldur líka boðið upp á
glæsilegt hlaðborð með grænmeti og
ávöxtum (eða eins og Þórarinn Eldjám
nefnir það: grannmeti og átvextir). Starfs-
fólkið í Kjöt og kúnst í Hveragerði sá um
framreiðsluna af miklu listfengi.
Daginn eftir, þann 19. nóvember, var
safnið opnað fyrir útlán og var þá margt
um manninn.
Akveðið var að halda sameiginlega
opnunarhátíð í verslunarmiðstöðinni þar
sem fleiri fyrirtæki vom að opna um sama
leyti og bókasafnið. Það var gert með
miklum myndarbrag 4. desember.
Ymsar uppákomur vom á göngum
Verslunarmiðstöðvarinnar. A bókasafninu
lásu listamenn úr verkum sínum, má þar
nefna Þorgrím Þráinsson, Kristínu Bjama-
dóttur, Pjetur Hafstein Lámsson, Þorstein
Antonsson og Rut Gunnarsdóttur sem auk
þess að lesa úr eigin verkum kynnti verk
Gunnars Dal. Magnús Þór Sigmundsson,
sem býr í Hveragerði, flutti eigið lag við
ljóð eftir Gunnar og gerði það eftirminni-
lega. Fólk talar enn um hve vel hafí tekist
að gera daginn skemmtilegan.
Áfram var haldið að kynna nýjar bækur
þann 11. desember. Mæðgumar Jóhanna
Kristjónsdóttir og Elísabet, dóttir hennar,
komu og lásu. Auk Hvergerðinga komu
nemendur og nokkrir kennarar úr bóka-
safnstækni í Borgarholtsskóla. Vom það
miklir aufúsugestir.
Síðan safnið opnaði hefur heimsóknum
fjölgað og margir nýir lánþegar bæst í
hópinn. Mikið er um að ferðamenn komi
til þess að skoða jarðskjálftasprungu sem
liggur þvert í gegnum bókasafnið. Gler er
yfír spmngunni og til þess að auka og ýkja
dálitið er hún upplýst og neðst er sem
hrauneðja renni eftir henni.
Þeir sem vilja sjá bókasafn, í tveimur
heimsálfum eru því velkomnir í Bóka-
safnið í Hveragerði.
Anna Kristín Guðmundsdóttir
Flutt í nýtt húsnæði
í byrjun september síðastliðinn flutti
Bókasafnið í Neskaupstað í nýtt húsnæði í
Nesskóla.
Á björtum degi þann 5. mars fór fram
vígsla á nýbyggingu Nesskóla ásamt breyt-
ingum á eldri byggingum. Eftir þessa
stækkun em þrjár stofnanir staðsettar í
Nesskóla þ.e. gmnnskóli, tónskóli og al-
menningsbókasafn en það og bókasafn
gmnnskólans hafa nú verið sameinuð.
Bókasafnið er á fyrstu hæð Nesskóla
og gengið inn frá Nesgötu og er aðgengi
mjög gott fyrir alla notendur safnsins. Á
þriðju hæð Nesskóla er stór salur búinn
viðeigandi búnaði sem er ætlaður til afnota
fýrir gmnnskólann, bókasafnið og tónskól-
ann og á fyrstu hæðinni er tölvuver gmnn-
skólans en allt þetta getur stutt starfsemi
hvers annars.
Svipmynd úr bókasafninu
Almenningsbókasafnið var áður staðsett í
félagsheimilinu Egilsbúð í 70 m2 húsnæði
en þar hafði það verið staðsett síðastliðin
40 ár. Eins og gefur að skilja þá var hús-
næðið þar orðið allt of lítið og það fyrir
löngu síðan. Á nýja staðnum er heldur
30. árg. - 1. tbl. 2005 - bls. 10