Fregnir - 01.03.2005, Blaðsíða 11

Fregnir - 01.03.2005, Blaðsíða 11
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafræða rýmra um okkur eða 310 m2 þar af 45 m2 í geymslupláss. Safnið er allt búið bókasafnsbúnaði frá Eurobib í Svíþjóð sem er afar sveigjanleg- ur og vandaður. Skrifstofustólar og stólar í leshomi em frá Kinnarp en stólar og borð í nemendarými em af sömu gerð og em í grunnskólanum en þau em frá SIS leaming a/s í Svíþjóð. Tölvur em í safninu til notkunar fýrir almenning og er það nýlunda því vegna þrengsla var enginn möguleiki til þeirrar þjónustu á gamla staðnum. Við vígsluna vom um 500 manns og í ljós kom að al- menn ánægja ríkir með nýja húsnæðið. Það sem af er þessu skólaári hafa skóla- börnin og kennaramir óspart notfært sér þessa bættu aðstöðu á safninu og hefur aðsókn bama og fullorðinna að safninu aukist til muna. Við horfum því björtum augum til framtíðarinnar í bókasafns- málum. Margrét Björnsdóttir forstöðumaður Ráðstefna um áhrif við- skiptasamninga á bókasöfn Dagana 2.-3. mars sat ég fyrir hönd Upp- lýsingar ráðstefnuna „Trading in know- ledge? The World Trade Organisation and Libraries" í Cambridge í Englandi. Það voru EBLÍDA og SCONCUL (Society of College, National and University Li- braries) í Englandi sem stóðu fyrir þessari ráðstefnu. Ráðstefnuna sóttu um 30 manns frá níu Evrópulöndum auk Kanada. Að undanfömu hafa viðskipta- og arð- semissjónarmið þrengt sér æ víðar inn á ýmis svið samfélagsins þar sem samfélags- leg sjónarmið hafa verið ríkjandi, svo sem í menntamálum og heilbrigðismálum. Það er álit margra að Alþjóðaviðskiptastofnun- in (WTO), sem tók til starfa 1995, hafí ýtt mjög undir þessa þróun auk Alþjóðabank- ans, Alþjóðagjaldeyrisjóðsins og ýmissa viðskiptabandalaga. Bókasafnafólk er víða farið að hafa áhyggjur af að þessi þróun ógni samfélagslegu hlutverki bókasafna og upplýsingamiðlunar. Fram að þessu hefur einna helst verið litið til áhrifa GATS-samningsins sem er í þróun á vegum WTO. í þeim samningi er þjónusta sett í 13 flokka með undir- flokkum. Einstök ríki geta síðan sett fram skuldbindingar um einstaka flokka eða undirflokka sem þýðir að viðkomandi þjónusta er sett á markað sem er opinn aðilum í öllum aðildarlöndum WTO. Varðandi nánari upplýsingar um þetta vís- ast til ítarlegra greina í Bókasafninu 2004. Það hefur vakið athygli að ísland var eitt 13 ríkja sem opnuðu þjónustuflokkinn „bóka- og skjalasöfn, safnastofnanir og önnur menningarþjónusta“ strax við stofn- un WTO árið 1995 en síðan hafa fímm bæst við. Fyrir utan Bandaríkin, Japan, Flong Kong og Singapúr em flest þessi lönd fremur fátæk þróunarríki. Kanadísk samtök bókavarða og bóka- safna urðu einna fyrst til að taka við sér varðandi þetta og létu gera ítarlega skýrslu um hugsanleg áhrif GATS á bókasöfn og kom hún út vorið 2001. IFLA setti fram afstöðu sína til viðskiptasamninga WTO árið 1999 og sendi fulltrúa á ráðherrafund WTO í Seattle þá um haustið. Þetta var Paul Whitney, núverandi borgarbókavörð- ur í Vancouver, og var hann meðal fyrir- lesara á ráðstefnunni í Cambridge. Whit- ney gerði IFLA-þinginu í Jerúsalem í ágúst 2000 grein fyrir þessum málum ásamt Frode Bakken formanni norska bókavarða- félagsins en Bakken tók svo sæti í ráð- gjafanefnd EBLIDA um GATS og sá um skipulagningu þessarar ráðstefnu ásamt fleimm. Ráðstefnan hófst með erindi George Monbiot en hann hefur skrifað mikið um hnattvæðingu og einkavæðingaferlið, aðal- lega fyrir Guardian og er þekktur fyrir bækur sínar, Captive State, the Corporate Takeover of Britain og The Age of Con- sent. Hann fór vítt og breytt yfír þessa þró- un sem á ensku hefur verið kölluð „the corporate takeover", þ.e. hvemig einkafyr- irtæki leitast við að taka yfír sem flesta al- mannaþjónustu sem á einhvern hátt er hægt að hafa að féþúfu. Dale Honeck, starfsmaður WTO og ráðgjafí um menningarlega þjónustu í GATS-samningnum, gaf ráðstefnugestum greinargott yfirlit yfír saminginn en hafði óneitanlega nokkuð aðra sýn en aðrir, öllu jákvæðari. Hann var einn þriggja starfs- manna WTO sem átti fund með fulltrúum IFLA og EBLIDA í desember 2002. Þrátt 30. árg. - 1. tbl. 2005 - bls. 11

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.