Fregnir - 01.03.2005, Side 12
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafræða
fyrir aðra afstöðu til WTO og GATS hafði
hann skilning á áhyggjum ráðstefnugesta
og sat alla ráðstefnuna og lagði ýmislegt
gott til málanna í umræðum.
í erindi sínu fór Susan Robertson, pró-
fessor og sérfræðingur um hnattvæðingu
og menntun við háskólann í Bristol, al-
mennt yfir stöðu menntunar í þessu hnatt-
væðingar- og einkavæðingarferli. Við
þekkjum það að sífellt meiri áhersla er
lögð á menntun í efnahagslegu tilliti. Það
ætti því ekki að koma á óvart að í núver-
andi arðsemis- og markaðsumhverfi er
menntun orðin að gífurlegum „bísniss“
sem hefur ýmsar hliðar og sumar skugga-
legar að áliti Robertson. Skuggahliðamar
koma einkum fram í mismunun eftir efna-
hag og félagslegri stöðu en einnig því að
stórfyrirtæki hafa æ meiri áhrif á menntun-
ina allt frá bamaskólum og upp í háskóla
og fullorðinsfræðslu. Það em einkum
Bandaríkin, Japan, Ástralía, Nýja-Sjáland
og Singapúr sem hafa ýtt undir aukið
markaðsfrelsi í menntun.
Sú hætta sem fyrirlesararnir álitu að
stafaði af WTO og öðmm viðskiptasamn-
ingum snýr ekki bara beint að bókasöfnum
í þröngri merkingu þess orð. Ef þau 18
lönd em undanskilin, sem hafa gengist
undir skuldbindingar á safnasviðinu, snýr
hættan frekar að allskonar sérstakri
þjónustu bókasafnanna, bæði almennings-
bókasafna og ekki síður sérfræðibóka-
safna, þjónustu sem getur fallið undir aðra
flokka, svo sem rannsóknar- og þróunar-
þjónustu (Research and Development
Services), menntunarþjónustu (Educa-
tional Services) og boðskiptaþjónustu
(Communication Services). Hér er til
dæmis um að ræða fjarþjónustu, upplýs-
ingaþjónustu gegnum Netið, aðgang að
upplýsingum á Netinu, þjónustu við
menntastofnanir og útlán tónlistar og
myndbanda eða -diska. Paul Whitney lagði
mikla áherslu á hlutverk bókasafna sem al-
mannasvæðis og menningarlega fjöl-
breytni sem og tengsl bókasafna- og upp-
lýsingaþjónustu við ýmsa aðra þætti menn-
ingarinnar og taldi nauðsynlegt að ríkið
hefði möguleika á að setja reglur og höml-
ur þegar ástæða væri til.
Whitney taldi að í Kanada þyrfti ekki
síður á næstu ámm að varast TRIPS-samn-
inginn (Agreement on Trade-related As-
pects of Intellectual Property Rights -
samningur á vegum WTO um hugverkarétt
í viðskiptum). Ruth Rikowski flutti sér-
stakt erindi um TRIPS. Hún er bókasafns-
fræðingur og hefur lengi rannskakað áhrif
viðskipta á bókasöfn og upplýsinga-
þjónustu og af fjölmörgum greinum henn-
ar má sérstaklega nefna „The corporate
takeover of libraries" sem birtist árið 2001
í tímaritinu Information for Social Change
(http//:libr.org/ISC). Nú er rétt nýkomin út
bók eftir hana um þessi málefni, Globali-
sation, Information and Libraries (www.
chandospublishing.com).
GATS hefur beinni áhrif á bókasöfn en
TRIPS, sem hefur frekar bein áhrif á upp-
lýsingar og þekkingu, þótt báðir geti haft
áhrif á bókasöfn og menningar- og
menntaþjónustu almennt. Það sem fellur
undir TRIPS-samninginn og kallast hug-
verkaréttindi (intellectual property rights)
var áður aðgreint í réttindi sem varða frek-
ar iðnað, svo sem einkaleyfi, og hins vegar
höfundarrétt á ritverkum og listaverkum
og snýr hann frekar að bókasöfnum og
upplýsingaþjónustu. Rikowski telur að
TRIPS muni breyta upplýsingum, þekk-
ingu og hugmyndum í eignarréttarbundna
vöru sem hægt verði að versla með í al-
þjóðlegum viðskiptum. TRIPS-samningur-
inn snýst um þetta og er ónæmur fyrir gild-
um almannaþjónustu og siðferðis- og
mannúðarsjónarmiðum. Hún telur fulla
ástæðu til að vera vel á verði gagnvart
samningnum. Fram að þessu hefur verið
lögð áhersla á ákveðið jafnvægi milli rétt-
inda höfunda og þess að allir hafí sem
jafnasta aðstöðu til að nálgast upplýsingar
og menningu. TRIPS-samningurinn bjóði
hins vegar upp á að eignarréttur á upplýs-
ingum verði söluvara sem lendi í höndum
stórfyrirtækja og bókasöfnin verði að
borga fyrir að miðla þeim áfram og sá
kostnaður muni lenda á notendum safn-
anna.
Það eru þó ekki bara samningar á veg-
um WTO sem valda áhyggjum. Það er líka
ástæða til að skoða ýmsa aðra viðskipta-
samninga. Meðal annars var vikið að til-
lögum að tilskipun Evrópusambandsins
um þjónustu á innri markaði, svokallaðri
Bolkestein-tilskipun en mikil mótmæli eru
nú gegn henni víða í Evrópu.
30. árg. - 1. tbl. 2005 - bls. 12