Fregnir - 01.03.2005, Blaðsíða 13

Fregnir - 01.03.2005, Blaðsíða 13
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða Að lokum var rætt um hvað beri að gera. Þrír úr hópnum voru valdir til að setja saman drög að yfírlýsingu sem verði lögð fyrir fund hjá EBLIDA um miðjan maí og síðan lokið við fyrir IFLA-þingið í ágúst. Næsti ráðherrafundur Alþjóðavið- skiptastofnunarinnar verður í Hong Kong í desember og er mikilvægt að vera vakandi gagnvart honum. I kjölfar ráðstefnunnar var settur upp netpóstlisti fyrir þátttak- endur á ráðstefnunni og aðra áhugasama til umræðu og upplýsinga. Þá var rætt um samvinnu við aðra aðila, svo sem verka- lýðssamtök sem hafa látið þessi mál til sín taka. Einar Óiafsson Google og samsteypuleitir - Samanburður Hvað er samsteypuleií? Þegar notandi leitar með samsteypuleit (fe- derated search) er leitarskilyrðum varpað í nokkur sambærileg gagnasöfn. Þessi gagnasöfn geta verið ólík hvað varðar gögnin sem þau geyma og á hvaða formi þau setja fram upplýsingar. Hvert gagna- safn leitar að skilyrðunum með eigin leit- arvél og skilar niðurstöðum í samsteypu- leitartækið sem setur allar niðurstöður sem það fær fram á einn hátt.1 Leitir í ProQuest. Þegar leitað er í öllum gagnasöfnunum sem þar finnast er það dæmi um sam- steypuleit. MetaLib er samsteypuleitartæki sem er sett upp með mismunandi gagna- söfnum fýrir mismunandi notendur. Leitar- tæki á vefnum eru í raun svona leitartæki en hér er fjallað um samsteypuleitir þar sem þær eru í afmörkuðum, skilgreindum gagnasöfnum. Google Síðan 1998 hefúr Google öðlast gífurlegar vinsældir. Er því fyrst og fremst þakkað tvennu: Annars vegar er leitarviðmót af- skaplega einfalt. Hins vegar stendur Google framar öðrum leitarvélum í að raða niðurstöðum (ranking algorithm). Röðunin er skýrð betur í næstneðsta lið töflu hér á eftir. I kjölfar þessara vinsælda hefur Google tekið upp afmarkaðri leitarvélar, til dæmis Google Scholar sem leitar að vís- indalegum upplýsingum. Af þessum vin- sældum má marka nokkur meginatriði í því hvemig fólk leitar. Hér em dregnir fram punktar Roy Tennant:2 > Aðeins bókasafnsfræðingar hafa gaman af því að leita, allir aðrir hafa gaman af að finna. > Að öðm óbreyttu er betra að leita á einum stað en mörgum. > „Nægjanlegt“ er útkoman af ávinningi að frádregnu erfíði; notendur em ekki latir, þeir em mannlegir. (“Good enough” is the sum of gain minus pain ...) > Stærð niðurstöðu er ekki eins mikilvæg eins og hvemig hún er sett fram (lærdómur dreginn af Google) Reynsla og rannsóknir sýna að Google er það leitartæki sem almenningur og vís- indamenn nota helst en að bókasafnsfræð- ingar nota Google sjaldan.3 Ókostir þess- ara vinsælda geta verið að almennir not- endur telji sig hafa framkvæmt tæmandi leit þegar þeir í raun hafa einungis gert einfalda leit á einn veg. Þessi ókostur á einnig að hluta við samsteypuleitir. í töflunni hér á eftir em bomir saman nokkrir kostir og gallar Google og sam- steypuleita. Google - einkum Google Scholar Samsteypuleitir Leitar að heimildum á vefnum sem em i al- mennum aðgangi, t. d. open access ritum og þeim fræðilegu grein- um sem em á vefjum rannsóknastofnana. Finnur einnig greinar í vísindatímaritum en veitir ekki aðgang að fullum texta þeirra. Leitar að heimildum í gagnasöfnum sem em í áskrift og í ókeypis að- gangi að vali aðildar- safna. Hægt að velja í hvaða gmnnum leitað er hverju sinni (MetaLib). Notandi þarf að fínna út sjálfur hvemig hann eigi að ná í grein ef hún er ekki í opnum aðgangi. Notandi kemst beint í fullan texta þeirra greina sem hann hefur aðgang að (SFX). Hægt er að setja leiðbeiningar til notenda um að snúa sér til millisafnalána eða annað ef grein finnst ekki í fullri lengd. 30. árg. - 1. tbl. 2005 - bls. 13

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.