Fregnir - 01.03.2005, Side 15

Fregnir - 01.03.2005, Side 15
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafræða skrifaði í eitt virtasta bókasafnsfræðitíma- rit Bandaríkjanna Library Journal. Hörð viðbrögð bárust við þessari grein og voru bókasafnsfræðingar, sem skrifa vefdag- bækur og aðhyllast þær og notagildi þeirra, þeir sem harðast gengu fram. Hvað er vefdagbók (blogg) ? En hvað er vefdagbók (blogg)? Vefdagbók er einhvers konar dagbók í vefsíðuformi þar sem fólk greinir frá atburðum líðandi stundar og varpar fram eigin skoðunum um það sem er að gerast í kringum það. Færslumar birtast alltaf í tímaröð eins og venjulegri dagbók. í daglegu tali er oft talað um þessa vefdagbók sem blogg. Samkvæmt orðabók er orðið blogg afleið- ing orðsins log sem þýðir leiðabók skips, flugbók eða skrá yfír tiltekna atburði í tímaröð. Fólk sem heldur úti heimasíðum á Netinu hefur oft farið að halda dagbók sem allir geta séð á heimasíðunni. Sumir köll- uðu það joumal eða dagbók en aðrir fóm að tala um weblog vegna þess að þeir vom að halda úti „log“ á vefnum (web). Smám saman umbreyttist orðið „weblog“ í „blog“ og nú tala allir um að „blogga“ og margir halda dagbók á Netinu án þess að halda endilega úti heimasíðu. Þetta er í raun orð- inn „kúltúr“ sem ákveðinn hópur fólks að- hyllist og hrærist í eins og fram kom í byrjun greinar. Að búa til og viðhalda bloggsíðu kall- ast að „blogga" (blogging). Sá sem á bloggsíðu eða er hluti af henni ertu kall- aður „bloggari“ (blogger). Blogg geta ver- ið allt frá stuttum færslum um daglegt líf upp í langar fræðilegar greinar um mis- munandi efni. Oft em þessar síður notaðar sem vefrit eða fréttasíða eins og mörg bókasöfn, stofnanir og fyrirtæki gera. Form efnisins á blogginu þarf alls ekki að takmarka við texta eingöngu, heldur getur það verið hvað sem er, myndir, tónlist eða jafnvel myndbandsupptökur. Bloggari ræður að sjálfsögðu hversu oft hann uppfærir bloggið sitt. Sumir kjósa að gera það nokkmm sinnum á dag, á meðan aðrir gera það einu sinni í viku eða mán- uði. Vinsœldir bloggsins Eitt af því sem gerir blogg jafn vinsælt og raun ber vitni er það að mjög auðvelt er að búa það til á Netinu. Heimasíðugerð með HTML hindraði marga í því að setja upp síður. Blogg er hins vegar ólíkt heimasíðu- gerð að því leyti að sérstakur blogg-hug- búnaður hefur gert fólki jafn auðvelt að skrifa færslu á Netinu i vefdagbók eins og í venjulega dagbók á prenti. Það er ekki nauðsynlegt að kunna HTML og það að skrá sig inn á „bloggþjónustu“ er mjög auðvelt. Oft er sagt að það taki minna en þrjár mínútur að opna blogg og byrja að skrifa. Að búa til blogg Flest blogg em búin til með því að nota sérstakan hugbúnað eða þjónustu ætluð bloggi og gerð hennar eins og nefnt var að ofan. Margar þessar þjónustur em ókeypis og oft er boðið upp á fría hýsingu með mörgum þeirra. Mismunandi er hve margir og flóknir möguleikar fylgja með þessum þjónustum, sumar bjóða meira en aðrar. Sú þjónusta sem íyrst kom fram var Blogger - www.blogger.com. Þjónustan á Blogger er einföld í notkun og á sínum tíma þegar hún kom fýrst fram þótti hún marka hálfgerð þáttaskil fyrir fólk sem ekki kunni mikið í heimasíðugerð. Besta leiðin hins vegar til að kynnast bloggi er að skrá sig inn á eina af þessum þjónustum og heljast handa og er Blogger góð þjónusta til að byrja á. Aðrar þjónustur em m.a. Blogspot - www.blogspot.com UserLand Software - www.userland. com LiveJoumal - www.liveioumal.com Þegar þú hefur áttað þig á hvaða mögu- leikar og þjónusta er í boði er ágætt að fara að huga að hvemig þú vilt hafa bloggið þitt. Hvað viltu skrifa? Hver er tilgangur þess? Hver á markhópurinn að vera? Hug- aðu að því hvað einkennir markhópinn? Hvemig er hinn dæmigerði lesandi að blogginu þínu? Vill hann stuttar hnitmið- aðar færslur eða lengri fræðilegar greinar? Næst þarftu að huga að innihaldi og uppsetningu bloggsins. Hver eru skilaboð- in þín með blogginu? Ertu að reyna að markaðssetja bókasafnið eða stofnunina þína og þannig fá fleira fólk til að nota þjónustuna? Eða ertu að reyna að auka notkun á rafrænum gagnasöfnum og staf- rænum gögnum? Ertu að leita að leið til að hafa meiri samskipti eða ná til ákveðins hóps samfélagsins eins og t.d. unglinga í 30. árg. - 1. tbl. 2005 - bls. 15

x

Fregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.