Fregnir - 01.03.2005, Qupperneq 16
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða
tilfelli almenningsbókasafha eða bóka-
safnsfræðinga í upplýsingaþjónustu í til-
felli upplýsingabókasafnsfræðinga. Enn
aðrir gætu hins vegar einfaldlega verið að
reyna að koma sér og sínum persónulegu
hugmyndum á framfæri.
Eftir að þú hefur ákveðið markhópinn,
tilgang bloggsins og meginskrif þess
þarftu að ákveða hvaða möguleika þú vilt
að bloggið bjóði upp á. Blogg-hugbúnað-
inum fylgir alls kyns auka möguleikar.
Nokkrir slíkir eru:
„GeymslusafnF Bloggið er sett í viku-
legt, mánaðarlegt eða árlegt „geymslu-
safn“. Mismunandi er hvað hentar hverju
bloggi fyrir sig. Þeir sem eru með margar
færslur á viku vilja sennilega láta setja
upp geymslusafn sem hefur allt í senn
vikulegt, mánaðarlegt og árlegt safn.
Efnisflokkar: Gott fyrir þá sem vilja
flokka efnið sitt niður eftir efnissviðum
(líkt og gert er á bókasöfnum).
Leit: Getur komið sér vel þegar leita þarf
í eldri færslum.
Samskiptamöguleikar: Gerir lesendum
mögulegt að koma með athugasemdir og
hafa samskipti við bloggarana.
RSS (Really Simple Syndication): Viltu
að aðrar vefsíður vísi á þína bloggsíðu?
Þetta er gott tæki til þess.
Hvernig getur blogg nýst?
Það eru ýmsar leiðir fyrir bókasöfn/stofn-
anir til að nota blogg. Sú augljósasta er að
sjálfsögðu að setja inn fréttir og uppfæra
þær reglulega. Aðrar leiðir eru t.d.:
> Að auglýsa þar uppákomur og at-
burði sem eru í gangi á safni/stofnun
og ná þannig til þeirra sem ekki eru
reglulegir lesendur síðunnar. Gott er
að setja upp RSS og segja sem flest-
um að þeir megi vísa á síðuna.
> Blogg gæti verið góð leið til að vekja
athygli á sérstöðu safns/stofnunar.
Láttu bloggið þitt standa upp úr með
sérstöku efni sem vekur áhuga les-
enda, t.d. væri hægt að hafa „spak-
mæli dagsins“, rithöfund dagsins eða
bók dagsins. Hafa getraun á hverjum
föstudegi eða taka stutt viðtal við ein-
hvem einu sinni í viku. Gerðu
bloggið að þínu eigin og þróaðu þinn
eigin stíl í hvaða formi sem hann
kann að vera.
> Stuðningur við notendur er mikil-
vægur og blogg gæti hjálpað þama. A
mörgum heimasíðum bókasafna em
ný aðföng auglýst. Gaman gæti verið
fyrir almenningssöfn að setja nýtt
efni í lista eftir efnissviðum, t.d. nýjar
ástarsögur, glæpasögur, barnabækur,
vísindaskáldsögur o.s.frv. A háskóla-
og sérfræðisöfnum gæti verið sniðugt
að flokka aðföng niður eftir deildum
innan stofnunar.
> Blogg getur sýnt að við emm með á
nótunum. Settu nýja bókagagnrýni og
bókmenntaverðlaun á síðuna. Bjóddu
lesendum að koma með athugasemdir
og gagnrýni og láttu þá mæla með
ákveðnum bókum.
> Bókasafnsfræðingar em alltaf að leita
leiða til að bjóða notendum góða
þjónustu. Það væri t.d. möguleiki að
bjóða einhverja sérstaka þjónustu eða
tilboð á blogginu og þannig ná til nýs
hóps á sama tíma.
> Ef þú ert að reyna að ná til nýs hóps á
alþjóðlegum markaði væri hægt að
bjóða upp á bloggið á öðm tungu-
máli. Ef þú ert að reyna að ná til t.d.
kennara væri möguleiki að hafa vefrit
sem eingöngu er ætlað kennslu og
kennurum. Þar væri hægt að einblína
á þá þjónustu sem kennarar fá, ný
gögn og gagnasöfn sem þeir gætu
nýtt sér og bókalista og vefsíður sem
gætu vakið áhuga þeirra.
Eins og sést getur markaðssetning bóka-
safns/stofnunar orðið mun auðveldari og
skemmtilegri með bloggi. Gott bókasafns-
blogg þarf þó að innihalda þrennt: Inn-
blástur, áhuga og tileinkun. Það þarf inn-
blástur til að fá góðar hugmyndir. Ahuginn
er orkan sem við notum til að koma þess-
um góðu hugmyndum í framkvæmd. Til-
einkunin er síðan það sem kemur næst,
vinnan sem felst í því að halda blogginu
gangandi og uppfæra það reglulega.
Blogg í bókasafnsfræðigeiranum
Eins og ég einhvem tímann nefndi á
Skruddu hófst áhugi minn á bloggi á bóka-
söfnum þegar ég var í námi í Bandaríkjun-
um fyrir næstum tveimur ámm síðan.
30. árg. - 1. tbl. 2005 - bls. 16