Fregnir - 01.03.2005, Page 17
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða
Bókasafnsfræðingar þar tóku strax virkan
þátt í þessari nýjung þegar hún kom fram á
sínum tíma. Mörg söfn og einstaklingar
blogga reglulega og eru þessi blogg að
sjálfsögðu jafn misjöfn og þau eru mörg.
Sum innihalda fræðilegt, áhugavert og
gagnlegt efni á meðan önnur eru dagbókar-
færslur viðkomandi einstaklings og ekki
eins gagnlegar fræðilega séð eins og hinar.
Við getum að sjálfsögðu ekki lesið öll
blogg sem til eru, um 9.000.000, í Banda-
ríkjunum einum t.d. en yfirleitt finnur fólk
sér ákveðin blogg sem það les reglulega.
Þau blogg sem ég reyni að lesa reglulega
eru blogg sem mér fínnst áhugaverð og eru
með fræðilegt efni sem ég tel að geti hjálp-
að mér í stafi mínu sem bókasafnsfræðing-
ur. Hér fyrir neðan koma dæmi um nokkur
þeirra:
Library Stuff - www.librarvstuff.net/
Steven M. Cohen er bókasafnsfræðingur
hjá stórri lögfræðistofu í New York í
Bandaríkjunum. Hann heldur úti bloggi
þar sem hann fjallar aðallega um Netið,
nýjungar á því og hvemig við getum
nýtt okkur það í starfi.
Librarian.net - www.librarian.net/
Jessamyn West er bókasafnsfræðingur á
almenningsbókasafni í Norður Karólínu
í Bandaríkjunum. Hún leggur áherslu á
það sem er að gerast í bókasafnsfræði-
heiminum hverju sinni og er bloggið
hennar bæði fræðandi og skemmtilegt.
The Laughing Librarian -
www.laughinglibrarian.com/
Brian Smith heitir maðurinn á bak við
þetta blogg. Eins og Librarian.net fræðir
þetta blogg okkur um það sem er að
gerast á skemmtilegan og fræðandi hátt.
The Shifted Librarian - www.theshifted
librarian.com/
Jenny Levine er bókasafnsfræðingur og
netþróunarstjóri fyrir bókasafnskerfi í
Illinois í Bandaríkjunum. Bloggið henn-
ar fjallar nær eingöngu um Netið og
upplýsingatækni.
The Teaching Librarian - www.teach
inglibrarian.org/weblog/blogger.html
Stephen Franceour er bókasafns-
fræðingur í New York í Bandaríkjunum.
Hann leggur áherslu á upplýsingatækni
og notendafræðslu.
Áhugaverð blogg em mörg og að sjálf-
sögðu ekki eingöngu að finna í Banda-
ríkjunum. Hægt er að nálgast lista yfir
blogg bókasafna í öllum heiminum á
Netinu á slóðinni: www.libdex.com/
weblogs.html
Það væri gaman ef fleiri í fræðunum hér
heima myndu taka bókasafnsfræðinga er-
lendis sér til fyrirmyndar og byrja að
blogga. Að mínum mati er blogg gott tæki
fyrir okkur til að halda okkur vakandi fýrir
nýjungum og bæta við þekkingu okkar í
starfi. Það er þó með blogg eins og annað,
það eru ekki allir sem aðhyllast notagildi
þess eins og dæmið í Bandaríkjunum í
byrjun greinar sýndi.
Lísa Z. Valdimarsdóttir
bókasafns- og upplýsingafræðingur
Fréttir frá NordlNFOLIT
Stýrihópur um norrænan samstarfsvett-
vang á sviði upplýsingalæsi hélt sinn fyrsta
fund í janúar síðastliðnum eftir að ákveðið
var að verkefnið yrði ekki lengur starfrækt
undir formerkjum NORDINFO. Á fundin-
um var ákveðið að halda starfseminni áfr-
am og helstu breytingar sem það hefur í
för með sér er að verkefnin verða að
standa undir sér í framtíðinni þar sem við
fáum ekki lengur íjármagn frá NORD-
INFO. Þetta hefur í för með sér meiri
kostnað fyrir þátttakendur og að sækja
verður um styrki annarsstaðar. Stýrihópur-
inn heldur áfram en án verkefnisstjóra.
Lögð verður áhersla á að halda vefsetrinu
gangandi og hefur Annette Skov, fulltrúi
Dana í hópnum, tekið að sér að uppfæra og
skrá inn nýjar upplýsingar á vefinn. Hægt
er að senda henni póst (as@db.dkf um við-
burði og áhugaverð verkefni.1
Starfsemi sem þegar er hafinn undir-
búningur að eru norræni sumarskólinn um
upplýsingalæsi og Creating Knowledge IV
ráðstefnan (vorið 2006 í Kaupmannahöfn).
Áfram verður unnið að norrænum viðmið-
unarreglum eða verkramma um upplýs-
ingalæsi þar sem ástralski staðallinn um
upplýsingalæsi er hafður til hliðsjónar.2
Ola Pilerot frá Háskólanum í Skövde í Sví-
þjóð mun skrifa formála að verkinu en
hann hefur haldið úti heimasíðu um upp-
lýsingalæsi sem er mjög áhugaverð.3 Sum-
30. árg. - 1. tbl. 2005 - bls. 17