Fregnir - 01.03.2005, Qupperneq 18

Fregnir - 01.03.2005, Qupperneq 18
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða arskólinn verður haldinn 27. júní til 1. júlí næstkomandi í Tusby í Finnlandi. Kaisa Sinikara forstöðumaður bókasafns- og upplýsingaþjónustu Háskólans í Helsing- fors leiðir fínnska undirbúningshópinn í samvinnu við NordlNFOLIT. Þátttöku- fjöldi takmarkast við 30 manns og eru þátttökugjöld 1.100 EUR. Innifalið í verð- inu eru m.a. námskeiðsgjöld, fjórar gisti- nætur í einstaklingsherbergi, morgunmat- ur, hádegisverður, kaffí/te og kvölddag- skrá. Akveðið hefur verið að þeir Islend- ingar sem taka þátt verði styrktir til farar- innar. Tilkynningu um þátttöku skal senda í tölvupósti til Sirkku Liukkonen, sirkku. liukkonen@helsinki.fi, fyrir 30. apríl. Endanleg dagskrá liggur ekki fyrir en setning sumarskólans verður í Háskólanum í Helsingfors þar sem byrjað verður á um- fjöllun um stefnumörkun og áætlanagerð. Kennslan fer m.a. fram í fyrirlestrum og vinnuhópum og eins og fram kemur á vef- síðu sumarskólans verður einnig fjallað um: • Aktiverande undervisning/aktiv inlám- ing - kvalitetsvardering • Samarbete mellan larare och biblio- tekarie - ett problem eller en möjlighet? • Nya vindar for IK-undervisningen - in- spiration och motivation Að lokum má geta þess að þar sem NORDINFO hefur lagt niður starfsemi sína var ákveðið að breyta nafni NORD- INFOlit í NordlNFOLIT. Astrid Margrét Magnúsdóttir 1) Sjá nánarpistil Christinu Tovoté, Vi for- satter med vissa förándringar! á www.nord infolit.org. 2) Bundy, Alan, ritstj'.: Australian and New Zealand Information Literacy Framework. Principles, standards and practice. 2. útg. Adeleide: ANZIIL, 2004. Vefslóð: www.caul. edu.au/info-literacv/InfoLiteracvFramework. pdf 3) Sjá nánar http://www.his.se/bib/infolit.htm. Nýtt á vef Landsbókasafns Islands - Háskólabókasafns Miðaldafræði. Landsbókasafn og stofnun Áma Magnússonar hafa nýlega tekið áskrift að tveimur samtengdum gagna- söfnum í miðaldafræðum. Aðgangur að þeim takmarkast við tölvur á háskólanet- inu og þrjá samtímanotendur. Annars veg- ar er um að ræða ritaskrána International Medieval Bibliography Online með um 300 þúsund tilvísunum í tímaritsgreinar, ráðstefnurit, bókarkafla o.fl. á ýmsum sviðum miðaldafræða. Þar er m.a. vísað í skrif um íslenskar fombókmenntir. Hins vegar er uppsláttarritið Lexikon des Mittel- alters, eitt helsta alfræðiritið á þessu sviði. Tengingar eru á milli gagnasafnanna, sem merkir að hægt er að fá bæði stuttar upp- lýsingar og tilvísanir í skrif um sama efni með einni uppflettingu og nokkrum músar- smellum. Tenglar í þessi gagnasöfn em undir Gagnasöfn á vef safnsins, www. landsbokasafn.is. Verkfræði. Gagnasafnið Compendex, helsta gagnasafnið í verkfræði og skyldum greinum, hefur nú verið opnað á landsvísu en það var áður aðeins opið tölvum á há- skólanetinu. Compendex vísar í efni um 5000 blaða og tímarita í verkfræði hvaðan- æva úr heiminum. Vegna samninga á landsvísu um aðgang að rafrænum tímarit- um hafa íslenskir notendur beinan aðgang úr Compendex í heildartexta ijölmargra tímarita. Ennfremur hefur safnið með tilstyrk nokkurra fyrirtækja og stofnana samið um aðgang á landsvísu að heildartextum 32 tímarita sem ASCE (American Society of Civil Engineers) gefur út, 20 tímarita frá ASME (American Society of Mechanical Engineers) og um aðgang að heildartextum allra útgáfurita ACM (Association for Computing Machinery) frá upphafí, eða allt að 50 ár aftur í tímann. Rit ACM eru aðgengileg hjá ACM - Portal en aðeins á tölvum á háskólanetinu. Tenglar í öll þessi tímarit eru á vef safnsins, undir Blöð og tímarit - Titlar A-Ö/Tdnet. Tímaritaskrá. í ársbyrjun 2004 var tíma- ritaumsjónarkerfið TDnet tekið í notkun á vef safnsins og á vef landsaðgangs, hvar.is, til þess að halda utan um rafrænar tímaritaáskriftir. Landsbókasafn notar kerfíð sem tímaritagátt sem þýðir að þar er einnig aðgangur að Gegni og VestNord (timarit.is). Á hvar.is er aðgangur að öllum tímaritum sem eru í landsaðgangi. í skrá Landsbókasafns eru auk þess séráskriftir safnsins, upplýsingar um prentuð tímarit 30. árg. - 1. tbl. 2005 - bls. 18

x

Fregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.