Fregnir - 01.03.2005, Síða 20
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða
hefur einnig tekið nokkum tíma ráðsins en
það er von okkar í efnisorðaráðinu að
námskeiðið hjálpi okkur við stefnumótun
og veki áhuga þeirra sem vinna að lyklun
við að taka upp agaðri og betri vinnu-
brögð. Það er ósköp eðlilegt þegar svona
mörg söfn sameinast í nýjan bókfræði-
gmnn að það taki tíma að sníða af helstu
hnökrana og koma sér saman um verklag
við lyklun og val á efnisorðum. Þegar
nafnmyndaskrá er komin í gagnið verður
mun auðveldara að halda utan um þetta
verkefni.
Með stofnun efnisorðaráðs er komin að-
ili sem sker úr um vafamál og sér um
framþróun Kerfisbundins efnisorðalykils.
Nú á næstunni mun Landskerfið koma
honum á vefinn þannig að allir eiga að
geta stuðst við hann. Efnisorðaráð tekur
við fyrirspumum, tillögum og ábendingum
og er best að senda þær til ritstjóra efnis-
orða, Rögnu Steinarsdóttur, á netfangið
ragnas@bok.hi.is. en að sjálfsögðu tökum
við allar við pósti um þessi mál.
Elisabet Halldórsdóttir
Verkefnisstjóri á Borgarbókasafni
Leiðtogafundur um upplýs-
ingasamfélagið 2005
world summit
on the information society
Geneva 2003 - Tunis 2005
Fyrsti Leiðtogafundurinn um upplýsinga-
samfélagið var haldinn í Genf í Sviss dag-
ana 10. til 12. desember 2003. Sjá Fregnir
3/2003, bls. 8-10 og 1/2004, bls. 7-8.
Markmiðið með leiðtogafundunum er
m.a. þróa sameiginlegan skilning á upplýs-
ingasamfélaginu og þeirri byltingu sem
orðið hefúr í upplýsingatækni.
Annar leiðtogafundurinn um upplýs-
ingasamfélagið verður haldinn í Túnis
dagana 16.-18. nóvember næstkomandi.
Fyrir síðasta leiðtogafund beitti IFLA,
Alþjóðleg samtök bókavarðafélaga og
stofnana, sér fyrir mikilli vakningu í bóka-
safnaheiminum til að vekja athygli á mikil-
vægi bókasafna í upplýsingasamfélaginu
og auka vægi þeirra í samþykktum fundar-
ins.
IFLA hefur nú hafið skipulagningu
starfs til undirbúnings seinni hluta Leið-
togafundarins í Túnis, sjá http://ifla.org/III
/wsis.html.
Þegar hafa verið haldnar tvær undir-
búningsráðstefnur (PrepCom), í Hamma-
met, Túnis í júní 2004 og í Genf í febrúar
síðastliðnum. Önnur undirbúningsráð-
stefna verður haldin í Genf í september
næstkomandi.
Þórdís T. Þórarinsdóttir
Upplýsingar um fundinn í Túnis:
WSIS: www.itu.int/wsis/
WSIS (upplýsingar á íslensku): www.un.dk/
icelandic/WSIS/main.htm.
WSIS: http://ifla.org/III/wsis.html
Landsaðgangur að rafrænum
gagnasöfnum og tímaritum -
hvar.is
Umsjónarmaður landsaðgangs kynnti að-
ganginn haustið 2004 á nokkrum stöðum.
16. september var aðgangur kynntur meðal
stúdenta fyrir utan Þjóðarbókhlöðu sem
voru að mótmæla skertum afgreiðslutíma
þar. 30. september var farið til ísafjarðar
og Bolungarvíkur, 20. október var að-
gangur kynntur á Bifröst, í Verslunar-
skólanum 12. nóvember, 15. nóvember lá
leiðin til Akureyrar og 17. nóvember á
Akranes. 20. janúar 2005 var farið til
Homafjarðar. Umsjónarmaður naut að-
stoðar bókavarða á hverjum stað.
Askriftir að Blackwell Synergy og
Karger Online voru endumýjaðar. Gengið
var frá samningum við Blackwell í febrúar
2005 og Karger í mars 2005, sem gilda til
ársloka 2006. Eiríkur Þ. Einarsson, Sólveig
Þorsteinsdóttir og Þorsteinn Hallgrímsson
sömdu fyrir hönd Islands við Blackwell.
Sólveig og Þorsteinn sáu um samninga við
Karger.
Nýr vefur hvar.is komst í gagnið 1.
mars 2005 eftir undirbúning á árinu 2004.
Sett var upp ný upplýsingahögun (in-
formation architecture) fyrir vefinn, nýtt
útlit og hann settur í vefumsjónarkerfi.
Stöðug og mikil vinna er að viðhalda vef
sem þessum enda er hann bæði aðgangs-
30. árg. - I. tbl. 2005 - bls. 20