Fregnir - 01.03.2005, Síða 22

Fregnir - 01.03.2005, Síða 22
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða sem þykja bestar hvort heldur í bókum, tímaritum eða rafrænum gagnagrunnum. Þátttakendur voru 37 auk fyrirlesara. 21 voru frá Svíþjóð, sjö frá Noregi, ijórir frá Finnlandi, þrír frá Danmörku og tveir frá Islandi: Hanna Þórey Guðmundsdóttir, skrifstofustjóri félagsvísinda- og lagadeild- ar Háskólans á Akureyri og Júlíana Lárus- dóttir, bókavörður við Bókasafn Háskólans á Akureyri. Astæðan fyrir því að við feng- um tækifæri að sitja þetta námskeið er sú að stjómendum NAI fannst mikilvægt að Islendingar væm í tengslum við stofnunina þar sem hún er rekin sameiginlega af Norðurlöndunum. Við Háskólann á Akur- eyri er nýhafin kennsla í þróunarfræðum og er það von okkar að geta komið efni ráðstefnunnar áfram til nemenda. Fyrir- lesarar vom 17 og vom flestir þeirra starfs- menn NAI. Nordiska Afrikainstitutet var stofnað árið 1962. Stofnunin er fjármögnuð með framlögum frá öllum Norðurlöndunum. Markmið stofnunarinnar er að ýta undir og vinna að rannsóknum um Afríku og efla samvinnu milli norrænna og afrískra vís- indamanna. Um þessar mundir er unnið að þremur þverfaglegum rannsóknum: • Gender and age in African cities • Sexuality, gender and Society in Africa • State recuperation, resource mobilisa- tion and conflict: researching citizen- ship and capacity in African states Auk rannsóknarvinnunnar rekur stofnunin bókasafn og umfangsmikla bókaútgáfu. Safnkosturinn er um 60.000 rit og tímaritin em um 500. Bókasafnið leggur áherslu á samfélagsfræðileg efni sem fjalla um Afríku eftir nýlendutímann, þ.e.a.s. eftir seinni heimsstyrjöld, því að Háskólabóka- safnið í Uppsölum á mjög gott safn um Afríku fyrir þann tíma. NAI hefur gefið út meira en 600 titla um Afríku og fjalla bækumar um stjóm- mál, efnahagsástand, félagsfræðileg vandamál og nútímasögu Afríku, ýmist al- mennt eða um málefni einstakra landa. Fyrirlestramir vom mjög fróðlegir og áhugaverðir. Efnislega stóðu eftirfarandi fjórir fyrirlestrar upp úr. 1. Cyril Obi, sem starfar að rannsóknum hjá NAI, og Thomas Rideaus, upplýs- ingafulltrúi stofnunarinnar, fjölluðu um innanríkisdeilur landa í Afríku og hversu erfítt væri að byggja upp lýð- ræði í löndum þar sem friður hefur komist á að nafninu til en meiri hluti þjóðarinnar geymir minningar um voðaverk á sínum nánustu. Astæða deilna em margvíslegar. Rideaus lagði áherslu á að til að skilja vandamálin þyrfti maður alltaf að rannsaka sögu- legan bakgmnn viðkomandi þjóðar. Síðan má bæta við ástæðum eins og þjóðflokkaerjum, valdabaráttu, hags- munapólitík, stríðsgróða o.s.frv. Sem dæmi fór hann yfir sögu Rwanda- Burundi. 2. Kirsten Holst Petersen, aðstoðar- prófessor í bókmenntum við Háskól- ann í Roskilde, gaf stutt yfirlit yfir bókmenntasögu Afríkumanna. Um 1960 byrjar nýja tímabilið í sögu bók- menntanna og lengi vel vom kynþátta- misrétti og spilling stjómvalda aðal þemu í skáldsögum. I dag telur hún mestu gróskuna vera í leikritagerð. Rithöfundar stefna í auknum mæli á alþjóðlega markaði og nú er meira fjallað um almenn mannréttindi frem- ur en málefni bundin Afríku. 3. Signe Amfred, fræðimaður hjá NAI, sagði frá því sem er efst á baugi í kvenréttindamálum afrískra kvenna. „Gender issues“ em mikið rædd í dag meðal kennara og nemenda. Áherslu- atriðin breytast með tímanum þegar þessi mál em rædd og nú benda afrískar konur á að vestrænir fræði- menn fari oft villur vegar þegar þeir ræða kúgun afrískra kvenna út frá eig- in forsendum. Þær benda á að konan hafí verið mikils metin á margan hátt í afrískum samfélögum og misrétti gagnvart konum í Afríku nútímans verði best skýrt af þeim sjálfum. 4. Þau Catrine Christiansen og Amin Kamete sögðu frá rannsóknarverkefni um útbreiðslu eyðni í Suður-Afríku þar sem talið er að um 40% íbúanna séu smitaðir af HIV. Fjórar milljónir þurfa á lyfjum að halda en aðeins um 2% þeirra fá lyf. Afleiðingar plágunn- ar em m.a. þær að skapast hefúr nýtt þjóðfélagsmynstur, annað hvort búa böm saman (í hreysum) þar sem þau 30. árg. - 1. tbl. 2005 - bls. 22

x

Fregnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.