Fregnir - 01.03.2005, Page 23
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða
eldri sjá um þau yngri eða afi og
amma sjá um bamabömin eða bama-
bamabömin. Millikynslóðin (foreldr-
amir) hefur þurrkast út og sér því
hvorki um böm né gamalmenni. Nú er
talið að meðalaldur þeirrar kynslóðar
sem er að alast upp verði u.þ.b. 30 ár.
Hver ætli séu framtíðaráform eða
framtíðardraumar þeirra sem reikna
með að deyja innan við þrítugt?
Hyggja þeir á langskólanám?
Aðrir fyrirlesarar bentu á bestu upplýs-
ingaveitumar og gagnasöfnin um Afríku.
Fundarmenn vom leystir út með bókinni
Att studera Afrika: vagar till kállorna en
hún er mjög góð handbók um helstu heim-
ildir þar að lútandi. Hana má prenta út af
slóðinni: http://www.nai.uu.se
Fundarmönnum var boðið til kvöld-
verðar á mánudagskvöldið en áður en við
mættum í boðið heimsóttum við Carolina
bókasafnið í Uppsölum. Carolina Rediviva
er sá hluti háskólabókasafns Uppsala sem
hýsir safnkost um hugvísindi, trúarbrögð
og félagsfræði.
Safnið á stórkostlegt handritasafn og
það var einmitt forstöðumaður handrita-
safnsins, Viveca Halldin Norberg, sem
leiddi okkur um þetta safn. Þessi heimsókn
verður okkur ákaflega minnistæð. I safninu
er hátt til lofts þó ekki sé jafn vítt til
veggja og bókaverðir standa í stigum til að
ná í bækur. Ekki ósvipað og af myndum
frá bókasafninu í Alexandríu. Viveca
þekkir hverja bók í sínu safni og sagði sög-
ur margra eintaka eins og Uppsala Edd-
unnar og Olafs sögu Helga svo og Silfur-
biblíunnar (Codex Argentus) sem er ein
verðmætasta bók heims.
Þessir tveir dagar í Uppsölum voru
ákaflega lærdómsríkir og skemmtilegir.
Við tölum um hreina loftið á Islandi en
Stokkhólmur og Uppsalir í haustlitum, þar
sem sólin gyllir rauðlitaðar byggingar,
virtust friðsælli og hreinni en nokkurt þorp
á íslandi.
Júlíana Þórhildur Lárusdóttir og
Haima Þórey Guðmundsdóttir
Váxjö í nóvember 2004 -
Upplýsingafæmi og staðlar
Pedagogik - en yrkeskompetens för biblio-
tekarier och Nordiska standarder för in-
formationskompetens - önskedröm eller
fálla? eða „Uppeldisfræði - fæmiþáttur í
starfí bókasafns- og upplýsingafræðinga
og norrænir staðlar um upplýsingafæmi -
óskadraumur eða gildra?“ var yfírskrift
málþings sem NORDINFOlit hélt í Váxjö í
Svíþjóð dagana 10.-12. nóvember árið
2004. Markhópurinn var kennarar sem sjá
um kennslu í bókasafns- og upplýsinga-
fræði á Norðurlöndum og bókasafnsfræð-
ingar sem áhuga hafa á upplýsingafæmi og
kennslu.
I háskólanum í Váxjö var sett á fót nýtt
þriggja ára nám í bókasafns- og upplýs-
ingafræði árið 2003 undir stjóm Ingrid
Kjellquist en í því er sérstök áhersla lögð á
uppeldisfræðilega þætti starfsins. Það var
því við hæfí að halda málþingið, sem var
annað málþingið á vegum NORDINFOlit,
í Váxjö.
Að vera bókasafns- og upplýsingafræð-
ingur í dag felst m.a. í því að geta leiðbeint
notendum í hraðvaxandi rafrænu upplýs-
ingaflóði og að geta unnið í hópi kennara
eða leiðbeinenda við skóla og fyrirtæki.
Ræða átti hvemig norræna menntunin
mætir þessari kröfu vinnuveitenda og
mikilvægi uppeldisfræði og námskenninga
í námi bókasafns- og upplýsingafræðinga.
Að auki var til framhaldsumræðu afstaða
bókasafns- og upplýsingafræðinga til nor-
rænna staðla um upplýsingafæmi. Um 120
þátttakendur frá öllum Norðurlöndum
sóttu þingið. Frá Islandi fóm undirrituð og
Elín Björg Héðinsdóttir frá Landsbóka-
safni íslands - Háskólabókasafni og einnig
Agústa Pálsdóttir lektor í bókasafns- og
upplýsingafræði við HÍ.
Þingið hófst með starfi í vinnuhópum
(work shops) síðdegis þann 10. nóvember.
Þar var um að ræða fjögur mismunandi
viðfangsefni:
1. Ola Pilerot: Upplýsingafæmi - ekki
bara upplýsingaleit.
2. Stýrihópur Nordinfolit: Hvemig get-
um við mótað norræna staðla um upp-
lýsingafæmi.
30. árg. - 1. tbl. 2005 - bls. 23