Fregnir - 01.03.2005, Qupperneq 27
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafræða
stefnuna í júní 2004 (af um 90 þátttakend-
um).
Faglegur ávinningur fyrir stéttina af
þessum ráðstefnum er án nokkurs vafa um-
talsverður og augljóst að ólíkt fleiri geta
sótt ráðstefnur sem haldnar eru hér á landi
en þær sem í boði eru erlendis. Ohætt er að
fullyrða að mikið munar um ráðstefnur
NVBF í þeirri ráðstefnuflóru sem í boði er
hér á landi fyrir okkar stétt.
Nokkrir íslenskir bókasafnsfræðingar
hafa hlotið ferðastyrk NVBF sem auglýst-
ur er og úthlutað árlega. Hver styrkur nem-
ur 7.000 nok og er miðað við að einn
styrkur fari til hvers lands árlega.
Loks má minna á námsferðimar sem
NVBF skipuleggur. Þær hafa þótt vel
skipulagðar og lærdómsríkar. Rétt er að
geta þess að NVBF leggur yfírleitt ekki fé
í þessar ferðir heldur er allur undirbúnings-
kostnaður reiknaður inn í gjaldið sem þátt-
takendur greiða.
Þórhildur S. Sigurðardóttir
í stjórn NVBFfrá hausti 1999
Hrafnhildur Hreinsdóttir
í stjórn NVBFfrá vori 1998 til vors 2003
Guðrún Pálsdóttir
í stjórn NVBF'frá hausti 2003
Stjómarfundur NVBF í
Reykjavík 4. mars 2005
Stjómarfúndur NVBF var að þessu sinni
haldinn í Reykjavík í húsnæði Kennarahá-
skóla íslands (KHÍ). Þórhildur S. Sigurðar-
dóttir, forstöðumaður safns Menntasmiðju
KHÍ og annar fulltrúa Upplýsingar í stjóm-
inni, hafði veg og vanda af undirbúningi
og umgjörð fundarins. Kristín Indriðadótt-
ir, framkvæmdastjóri Menntasmiðju KHI,
sýndi stjómarmönnum Menntasmiðjuna í
hádegishléi. Hádegisverður var í boði
Upplýsingar. Stjómarformaður NVBF er
Gunilla Hakli frá Finnlandi og stýrði hún
fundi. Starfsmaður stjómar er Poul Erland-
sen, Danmörku. Þess má geta að flestir
stjómarmenn bmgðu sér á óperuna Toscu
á föstudagskvöld og létu vel af, sem og
öllu skipulagi kringum stjómarfundinn.
Ferðastyrkir NVBF
Hér í blaðinu er auglýst eftir styrkumsókn-
um fyrir árið 2006. Einn styrkur (7.000
NOK) fer til hvers Norðurlandanna. Um-
sóknir þurfa að hafa borist til Poul Erland-
sen fyrir 20. september 2005.
Ferðastyrkjum NVBF fyrir árið 2005
var úthlutað haustið 2004 eins og greint
var frá í nóvemberhefti Fregna. Þeim sem
vilja fræðast meira um styrkina er bent á
að lesa skýrslur styrkþega á vefsetri
NVBF, http://dpb.dpu.dk/nvbf/ og skýrslu
íslenska styrkþegans 2004 í þessu hefti
Fregna. Styrkþegar þurfa að skila skýrslu
til NVBF og í Fregnir um ferðina. Vakin
er athygli á því að nemendur í bókasafns-
og upplýsingafræði, sem em félagar í Upp-
lýsingu, geta einnig sótt um þennan styrk.
Ráöstefnur
Bæði sjötta millisafnalánaráðstefna NVBF
sem haldin var í Þrándheimi í Noregi um
mánaðamótin september - október 2004
(þátttakendur vom rúmlega 200) og eins
dags ráðstefna um „bestu leiðir í milli-
safnalánum“ (Assess the ILL/DD Environ-
ment) 26. nóvember 2004 (95 þátttakend-
ur) í Konunglega bókasafninu í Kaup-
mannahöfn skiluðu hagnaði. Lokatölur yfir
fjárhag þeirra hafa þó ekki borist. Sam-
þykkt var að þeir sem sjá um ráðstefnur á
vegum NVBF skili bráðabirgðauppgjöri
eftir þrjá mánuði og lokauppgjöri eftir sex
mánuði.
Undirbúningur að vorráðstefnu NVBF í
Finnlandi hefur ekki gengið eins og best er
á kosið og vildi stjóm NVBF helst að
henni yrði frestað þar sem dagskráin þótti
tæplega fullmótuð og tími til kynningar
allt of skammur. Ráðstefnuhaldarar treystu
sér hins vegar ekki til að fresta henni. Var
því ákveðið að þetta yrði hringborðsráð-
stefna og verður hún haldin dagana 14.-15.
apríl 2005 í Gustavelund, Tusby (rétt utan
við Helsinki). Ráðstefnuheitið er Great
Expectations! Biblioteksutbildningen und-
er det 21. árhundradet. Förvántningar och
krav pá personalen. Ahugasamir eru hvatt-
ir til að kynna sér efni ráðstefnunnar á vef-
setrinu http://pro.tsv.fi/stks/. Væntanlegir
þátttakendur þurfa að skrá sig sem fýrst,
helst ekki síðar en 30. mars. Þess má geta
að Kristín Indriðadóttir, framkvæmdastjóri
Menntasmiðju KHÍ, er meðal fýrirlesara á
ráðstefnunni.
Stjóm NVBF hefur borist erindi um að
taka við ráðstefnuröðinni Creating Know-
30. árg. - 1. tbl. 2005 - bls. 27