Fregnir - 01.03.2005, Síða 29
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða
hún er skiplögð. Þau byggja kennsluna á
„problem based leaming“ aðferðum. Nem-
endur koma í safnkennslu í náinni sam-
vinnu við kennara og í tengslum við þau
verkefni sem þeir em að vinna að í skólan-
um.
Heimsókn mín á safnið var mjög vel
skipulögð og vel tekið á móti mér. í há-
deginu fékk ég höfðinglegar móttökur þar
sem mér ásamt starfliði safnsins var boðið
upp á danskt smurbrauð eins og það gerist
best.
Kann ég þeim sem tóku þá ákvörðun
að veita mér styrkinn bestu þakkir fyrir og
aftur hvet ég alla sem geta að sækja um
slíka styrki og heimsækja kollega í öðmm
löndum.
Asa Þorkelsdóttir
Námskeið í bókaviðgerðum.
Þann 4. mars síðastliðinn var haldið eins
dags námskeið í léttum bókaviðgerðum
fyrir starfsfólk bókasafna. Námskeiðið fór
fram á heimili bókbindarans, Kristjönu
Emilíu Guðmundsdóttur og manns hennar,
í Kópavogi. Við vomm níu konur frá mis-
munandi söfnum sem settumst saman
kringum stofuborð þeirra hjóna og fengum
mjög notalegar móttökur á fogrum föstu-
degi með vor í lofti.
Sem verkefni fyrir námskeiðið áttum
við þátttakendur að draga fram nokkur illa
farin rit og taka með okkur til viðgerða. Eg
tók með mér tvær slitnar orðabækur, farnar
á límingum og þá þriðju sem vantaði kjöl-
inn á og enn aðra sem vantaði allt utan á.
Upp á stofuborðið vom dregnar alls konar
bækur, stórar og litlar, sem meira og
minna vom dottnar í sundur eða kjölurinn
farinn og mátti í flestum tilfellum fullyrða
við fyrstu sýn að þetta væm ónýtar bækur.
Kristjana Emilía, kölluð Emilía, hóf
kennsluna á því að afhenda okkur bækling-
inn: Bók er best vina - leiðbeiningar í
meðferð og hirðingu bóka. Tilsögn í auð-
veldum bókaviðgerðum, útgefinn í júní
2004. Bæklingurinn er hennar samantekt
og að sögn var hugmyndin með honum að
veita tilsögn í léttum bókaviðgerðum og
um leið að vísa til bókauppeldis bama.
Bæklingurinn er aðeins fimm síður,
með nokkmm skýringamyndum. Efnið
skiptist í tvo aðal kafla: „Meðferð og hirð-
ing bóka“ og „Verklegar viðgerðir". I fyrri
kaflanum er fjallað um hvemig opna skal
nýja bók og í nokkmm stuttum greinum er
hvatt til þess að kenna bömum að fara vel
með bækur og að nota bókamerki, því að
„bók er best vina“. Einnig er minnt á að
matur og bók fer ekki vel saman og að
gæta þarf að hættum eins og raka og kulda
þegar bækur eiga í hlut. Emilía lagði mikla
áherslu á að þrífa bækur og benti sérstak-
lega á að gera það reglulega á skólasöfnum
þar sem böm em notendur.
í verklega kafla bæklingsins er í byrjun
fjallað um hvaða efni þarf til viðgerða og
hvemig meta skal ástand ritsins, hvort gera
á við eða ekki. Þótt útlitið væri ekki gott
fyrir framan okkur á borðinu hvatti Emilía
okkur til dáða og sagði að í langflestum til-
fellum væri mikið hægt að gera með litlum
tilkostnaði. Hún byrjaði á að sýna okkur
hvemig best væri að líma rifnar síður á
jöðmm og hvemig líma má lausar arkir
aftur inn í bækur og í okkar tilfelli þurfti
einnig að sauma inn í eina bókina. Því
næst var farið yfir hvemig best væri að
styrkja og lagfæra skemmd hom á bókar-
spjöldum. Stundum þarf að laga trosnaðar
brúnir og sýndi Emilía okkur sérstök lím-
bönd sem hægt er að nota til styrkingar.
Svo kom að því vandasama verki að lag-
færa kjöl og jafnvel að byggja upp nýjan.
Til þess verks var notaður sterkur pappír
sem brotinn var saman í sérsniðinn kjal-
hólk, hann límdur við grisju og svo límt
við bókina og bókarspjöldin eftir kúnstar-
innar reglum. Ef búa þurfti til nýjan kjöl
var hann sniðinn til úr pappaspjaldi og
þegar búið var að festa hann við kjalhólk-
inn var notað breitt límband til að loka
samskeytum og styrkja kjölinn með. Þegar
bækumar höfðu verið límdar og styrktar á
kilinum vom þær settar í bókbandspressu
sem staðsett var á eldhúsborðinu. Slíka
pressu og öll önnur efni og áhöld sem nota
þarf er hægt að fá hjá ákveðnum innkaupa-
aðilum sem versla með séhæfðar bók-
bandsvömr.
Eftir að hafa þegið drykk og meðlæti í
notalegum garðskála við húsið kynnti
Emilía fyrir okkur hvemig gott væri að
ganga frá fylgihlutum rita, eins og geisla-
diskum, og að síðustu sýndi hún okkur
tvenns konar aðferðir við að plasta bækur.
30. árg. - 1. tbl. 2005 - bls. 29