Fregnir - 01.03.2005, Side 31
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða
Eftirtaldir aðilar hafa nú gert samning
um samstarf við skorina:
Borgarbókasafn Reykjavíkur, Aðalsafn
Borgarbókasafn Reykjavíkur, Arsafn
Borgarbókasafn Reykjavíkur, Gerðuberg
Borgarbókasafn Reykjavíkur, Kringlusafn
Borgarbókasafn Reykjavíkur, Foldasafn
Borgarbókasafn Reykjavíkur, Seljasafn
Borgarbókasafn Reykjavíkur, Sólheimasafn
Bókasafn Fjölbrautaskóla Vesturlands
Bókasafn Flensborgarskólans
Bókasafn Garðabæjar
Bókasafn Hafnaríjarðar
Bókasafn Iðnskólans í Hafnarfirði
Bókasafn Kópavogs
Bókasafn Landspítala - Háskólasjúkrahúss
Bókasafn og upplýsingaþjónusta
Listaháskóla Islands
Bókasafn Mosfellsbæjar
Bókasafn Náttúrufræðistofnunar
Bókasafn Reykjanesbæjar
Bókasafn Seltjamamess
Bókasafn Sjómannaskólans
Bókasafn Veðurstofu íslands
Menntasmiðja Kennaraháskóla Islands
Samningamir em að mestu leyti samhljóða
fyrsta samstarfssamningnum sem gerður
var og í þeim felst meðal annars eftirfar-
andi:
• Að taka á móti hópum nemenda í heimsókn
hluta úr degi.
• Að taka einstaka nemendur í vettvangsnám í
eina viku í senn.
• Að veita upplýsingar nemendum sem vinna
rannsóknarverkefni um starfsemina.
• Að bjóða nemendum upp á að vinna rann-
sóknarverkefni sem yrði hluti náms þeirra
með umsjón starfsmanns sem skorin sam-
þykkir.
Samstarfíð við bókasöfnin er háð því að
aðstæður leyfí á hverjum stað á þeim tíma
sem leitað er eftir. Upplýsingar um vett-
vangsnámið verða tíundaðar í Kennsluskrá
Háskóla íslands fyrir háskólaárið 2005 -
2006.
Unnið er að því að leita eftir samstarfi
við enn fleiri söfn og sé áhugi á samstarfí
fyrir hendi er hægt að hafa samband við
mig í tölvupósti, jg@hi.is. Forstöðumönn-
um bókasafnanna, sem þegar hafa gert
samninga um samstarf við skorina, eru
færðar innilegar þakkir fyrir góðvilja í
garð skorarinnar og faglegan rnetnað fyrir
hönd fræðigreinarinnar. Vegna velvildar
starfsfólks bókasafnanna og áhuga þess
um samstarf bendir nú allt til þess að brátt
verði hægt að bjóða öllum nemendum í
bókasafns- og upplýsingafræðiskor upp á
vettvangsnám einhvem tíma á námsferlin-
um.
Jóhanna Gunnlaugsdóttir lektor í bókasafns-
°g upplýsingafræðiskor Háskóla Islands
Doktorsefni
Á vef NORSLIS - Nordic Research School
in Library and Information Science er listi
yfir doktorsnema í bókasafns- og upplýs-
ingafræðum á Norðurlöndunum. Við fimm
skóla í Svíþjóð em 40 doktorsnemar í
þessum fræðum, þar af einn Islendingur,
17 við þrjá skóla í Noregi, 17 við tvo skóla
í Danmörku, 43 við þrjá skóla í Finnlandi,
þar af þrír íslendingar, sjö í Eistlandi, 34 í
Litháen og sjö í Lettlandi. Alls em þetta
165 doktorsnemendur og virðist heilmikil
gróska í faginu eftir áhugasviðum þessa
fólks að dæma. Frá danska bókavarða-
skólanum, sem tók upp mastersnám fyrir
nokkmm ámm hafa útskrifast sjö doktorar
á síðustu tveimur ámm. Sá nýjasti heitir
Stuart Hamilton og ritgerðin hans nefnist
„Fri og lige adgang til Intemettet“. Von-
andi leiðir hið nýja MLIS nám hjá okkur
til þess að fleiri fari í doktorsnám í bóka-
safns- og upplýsingafræði. Líklegt er að
fleiri íslendingar séu í slíku námi í öðmm
löndum.
Olöf Benediktsdóttir
Gerðubergsráðstefnan 2005
Árleg ráðsefna um bamamenningu var
haldin í Gerðubergi 12. mars síðastliðinn.
Að ráðstefnunni stóðu Borgarbókasafnið,
Félag skólasafnskennara, IBBY, Menn-
ingarmiðstöðin Gerðuberg og Upplýsing.
Dagskráin hófst um kl. 10:30. Ragnheiður
Gestsdóttir stjómaði samkomunni og
kynnti fyrirlesara.
Annette Lassen flutti fyrst erindi sem
hún kallaði „Norræn byrjun H.C. Ander-
sen.“ Annette er cand. mag. í dönsku frá
Kaupmannahafnarháskóla og er nú lektor
við Háskóla íslands. I erindi sínu sagði
hún frá fyrstu tilraunum Andersens á rit-
vellinum, þá sem leikritahöfundar, en hann
30. árg. - I. tbl. 2005 - bls. 31