Fregnir - 01.03.2005, Page 38
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og npplýsingafrœða
Tímaritið Bókasafnið:
Verklagsreglur um útgáfu
1. Útgefandi
Upplýsing - Félag bókasafns- og upplýs-
ingafræða, Lágmúla 7, 108 Reykjavík
2. Hlutverk og markmið
2.1. Hlutverk
Bókasafnið er fagtímarit bókasafnsfræð-
inga, bókavarða og áhugamanna um bóka-
safna- og upplýsingamál.
2.2. Útgáfutíðni
Bókasafnið er ársrit og kemur út í kringum
dag bókarinnar ár hvert (23. apríl). Upplag
blaðsins er 700-1000 eintök samkvæmt
nánari ákvörðun ritnefndar.
2.3. Útbreiðsla
Allir skuldlausir félagar Upplýsingar fá
Bókasafnið sent í áskrift, skv. lista ífá
stjóm. Ritnefnd fær nafnalista hjá stjóm
Upplýsingar og pantar hann með viku fýr-
irvara. Einnig sendir ritnefnd út aðrar áskr-
iftir eftir eigin lista. Ritnefnd leitast við að
vinna að aukinni útbreiðslu blaðsins, t.d.
með dreifíngu á kynningareintökum og
með lausasölu. Stjóm Upplýsingar sendir
út þau ritaskiptaeintök sem eru á hennar
vegum.
2.4. Vefsetur
A vefsetri blaðsins er birtur útdráttur eða
upphaf greina og jafnframt bent á að blað-
ið fái félagar í Upplýsingu ókeypis og
áhugasamir eru hvattir til að ganga í félag-
ið. Einnig er bent á að kaupa megi blaðið í
lausasölu á skrifstofú Upplýsingar. A vef-
setri blaðsins kemur fram netfang Upplýs-
ingar, verð blaðsins og greiðslumáti.
3. Stjómun
3.1. Ritnefnd
Ritnefndin sér um að gefa út og dreifa
Bókasafninu. Ritnefnd starfar sjálfstætt og
ber faglega og fjárhagslega ábyrgð gagn-
vart Upplýsingu - Félagi bókasafns- og
upplýsingafræða.
Ritnefnd Bókasafnsins er skipuð fímm
fulltrúum, sem kosnir em á aðalfundi Upp-
lýsingar í maí ár hvert. Skipunartími hvers
ritnefndarfulltrúa er lágmark tvö ár. Rit-
stjóri skal kosinn sérstaklega til 3ja ára
með möguleika á framlengingu um eitt ár í
senn. Ritnefnd er heimilt að fela utanað-
komandi aðila söfnun auglýsinga fyrir
blaðið.
Ritnefnd kemur saman a.m.k. einu sinni
fyrir sumarleyfi ár hvert og skiptir með sér
verkum. Ritnefnd kýs m.a. ritara og gjald-
kera úr sínum hópi. Nefndarmenn annast
söfnun greina og mynda, lestur prófarka
og bera ábyrgð á öflun auglýsinga. Aug-
lýsa skal eftir efni í blaðið í júníhefti
Fregna ár hvert.
Ritnefnd skilar reikningum (rekstrar-
reikningi, ársreikningi) og starfsskýrslu
vegna útgáfú Bókasafnsins til útgefanda
sem kynnt em á aðalfundi Upplýsingar að
vori.
3.2. Ritstjóri
Ritstjóri er ábyrgðarmaður blaðsins. Hann
er formaður ritnefndar og kallar hana sam-
an til funda.
Ritstjóri annast samskipti við prent-
smiðju og leitar jafnan hagstæðasta tilboðs
í samráði við gjaldkera. Hann býr handrit
til prentunar og skiptir verkum með nefnd-
armönnum.
Ritstjóri gerir skýrslu um störf ritnefnd-
ar í lok hvers starfsárs og skilar til útgef-
anda fyrir aðalfúnd Upplýsingar að vori.
3.3. Ritari
Ritari semur fúndargerðir ritnefndar og
sendir nefndarmönnum eigi siðar en viku
eftir hvem fund.
3.4. Gjaldkeri
Gjaldkeri sér um fjármál Bókasafnsins.
Hann gerir fjárhagsáætlun í samráði við
aðra nefndarmenn og tekur saman árs-
reikninga. Gjaldkeri innheimtir áskriftir og
auglýsingar og greiðir kostnað við blaðið,
s.s. prentun, gíróseðla o.fl.
3.5. Umsjónarmaður vefseturs
Umsjónanuaður vefseturs sér um að setja
útdrátt úr greinum blaðsins eða upphaf
þeirra á vefsetur þess www.bokasafnid.is.
Ef tenglar em í texta skal sjá til þess að
þeir séu virkir en tenglar em ekki upp-
færðir eftir að efnið er komið á Netið. Um-
sjónarmaður vefseturs getur tekið út óvirka
tengla. Þau tilvik em merkt sérstaklega.
Umsjónarmaður vefseturs skilar ársfjórð-
ungsskýrslu til ritnefndar vegna heimsókna
á vefsetur blaðsins.
30. árg. - 1. tbl. 2005 - bls. 38