Fregnir - 01.03.2005, Síða 42
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða
A dagskrá voru eftirfarandi erindi:
1) Þóra Gylfadóttir: Miðstöð Evrópuupplýs-
inga (EDC) - Hver með sínu sniði.
2) Jónína Óskarsdóttir: Allaf sama sagan ..?
Mismunandi íslenskar þýðingar á œvin-
týrum H.C. Andersen.
3) Sveinn Ólafsson: Islensk stafrœn söfn i
opnurn aðgangi.
4) Eyþór Eðvarðsson: Að takast á við erfiða
viðskiptavini.
Eftir erindi Jónínu var kaffihlé og veitingar
voru í boði Upplýsingar. Aðgangur var
ókeypis fyrir fullgilda félaga í Upplýsingu
en kostaði kr. 2.000 fyrir aðra. Um 40 þátt-
takendur mættu til leiks og var góður
rómur gerður að erindunum.
Stjórn Upplýsingar
Grundarf] arðarbær
Stefnumótun í bókasafns- og
upplýsingamálum
Samkvæmt frétt Bæjarins besta www.bb.is
frá 28. febrúar 2005 var á fundi fræðslu-
og menningarmálanefndar Grundarijarðar-
bæjar, þann 14. febrúar, hafin vinna við að
skoða starfsemi bókasafnsins og stefnir
nefndin að því að leggja fram tillögur til
bæjarstjómar um framtíðarstarfsemi safns-
ins, þjónustu þess og samstarf við aðrar
stofnanir bæjarins eða jafnvel samrekstur.
A verksviði fræðslu- og menningar-
málanefndar em grunnskóli, leikskóli, tón-
listarskóli, bókasafn (almennings- og
skólabókasöfn) og menningarmál og hafa
frá vori 2002 heyrt undir sameinaða nefnd
en vom áður undir a.m.k. fjómm nefndum.
A yfírstandandi kjörtímabili hefur nefndin
unnið stefnumörkun í málefnum tónlistar-
skólans (vor 2003) og tekur nú málefni
bókasafnanna til skoðunar. Þjónusta og
starfsumhverfí bókasafna hefur tekið mikl-
um breytingum á síðustu ámm og snýst
ekki eingöngu um að „geyma og lána“
bókakost safnsins, heldur í æ ríkara mæli
um þjónustu við fólk í upplýsingaleit og
nýtingu upplýsingatækni í því skyni.
A íyrrgreindum fundi fræðslu- og
menningarmálanefndar var rætt um
áherslur í upphafí þessarar vinnu, t.d. eftir-
farandi:-
> Upplýsingaþáttur safnsins: Verður
fyrirferðarmeiri á næstu ámm heldur
en fram að þessu, en hefðbundin útlán
em nú langstærsti hluti starfseminnar.
> Kynning á þjónustu safnsins: Þarf að
kynna vel fyrir íbúum, sérstaklega það
hvemig safnið getur stutt við fólk í
upplýsingaleit og hvaða kerfí em
komin til sem auðvelda fólki gagna-
öflun og leit að bókum og upplýsing-
um.
> Hlutverk safnsins og þjónusta við aðr-
ar stofnanir bæjarins: Bókasafnið og
þjónusta þess mun skipta máli í fjöl-
skyldustefnu bæjarins, t.d. hvemig
böm og ungmenni nýta safnið, lestrar-
hvetjandi verkefni safnsins í samstarfí
við skólann. •
> Rætt um hvort staðsetning safnsins
skipti máli fyrir framtíðarstarfsemina.
> Samrekstur safnsins með öðmm stofn-
unum bæjarins, s.s. bæjarskrifstofu og
hvemig ýmis starfsemi getur farið
saman.
Vinnunni verður svo haldið áfram í nefnd-
inni og af bæjarstjóra og forstöðukonu
bókasafnsins. Nánari upplýsingar má sjá í
fundargerð nefndarinnar á vefsetri bæjar-
ins www.gmndarfiordur.is.
A vefsíðu Bókasafns Gmndarfjarðar
http ://bokasafn. gmndarfí ordur. is/ er að
fínna ýmsar hagnýtar upplýsingar um
þjónustu safnsins og marga gagnlega
tengla fyrir fólk í upplýsingaleit.
Ritstjórar Fregna
Skólasafnamiðstöð er flutt í
Hvassaleitisskóla
Skólasafnamiðstöð var frá árinu 1992 til
húsa á Lindargötu 46. Þar sem það hús-
næði þurfti að víkja fyrir stúdentaíbúðum
fluttum við okkur um set og fómm úr mið-
bænum og inn í Hvassaleitisskóla sem er
við Stóragerði. Við erum þar á jarðhæð í
tveimur samliggjandi kennslustofum. Á
sama gangi er myndver gmnnskólanna
sem þjónar nemendum og kennumm varð-
andi myndræna framsetningu í öllum
námsgreinum og í öllum aldursflokkum.
Skólasafnamiðstöð þjónar skólasöfnum
grunnskóla Reykjavíkur. Á Skólasafna-
30. árg. - 1. tbl. 2005 - bls. 42