Fregnir - 01.03.2005, Blaðsíða 44
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafræða
Frá Gagnastýringu ehf.:
Lausnir fyrir Gegni
Fyrir um ári, þegar Gegnir var tekinn í
notkun, komu upp vandamál varðandi still-
ingar á strikamerkjalesurum (handskönn-
um) og var þá haft samband við undir-
ritaðan. Einnig kom í ljós að ekki var hægt
að prenta bókamiða úr Gegni sambærilega
þeim sem prentaðir voru úr Feng.
Fljótlega komum við hjá Gagna-
stýringu með lausnir á þessu sem reynst
hafa fjölmörgum bókasöfnum mjög vel.
Lausnir okkar samanstanda af stillingu á
strikamerkjalesurum, prentun á bókamið-
um og lánþegaskírteinum ásamt kvittana-
prentun.
Nánari lýsing á lausnum Gagna-
stýringar:
Útbúið var forrit fyrir PC vélar sem tók við
lestri á eldri strikamerkjum og breytti þeim
til að passa fyrir nýja Gegni og hand-
skannar voru stilltir þannig að hægt var að
lesa öll eldri strikamerki úr Feng og nota
þau við Gegnis kerfíð. Með þessari aðgerð
var komist hjá mikilli vinnu við endur-
merkingu á bókum.
Gagnastýring útbjó einnig prentlausn
fyrir Gegni. Lausnin samanstendur af
Zebra prentara sem búið var að forrita og
forriti til númeraúthlutunar, því Gegnis-
kerfið úthlutar ekki strikamerkjanúmerum.
Með prentlausninni er prentaður bókamiði
sem samanstendur af strikamerkjamiða,
kjalmiða og einum miða með bókfræði-
legum upplýsingum. Þá er hægt að prenta
út lánþegaskírteini og er það ýmist að
bókamiðamir em notaðir eða sérstakir lím-
miðar sem em eingöngu gerðir fyrir út-
prentun á lánþegaskírteinum.
Nýjasta lausnin frá Gagnastýringu er
kvittanaprentun sem fengið hefur mjög já-
kvæð viðbrögð. Tengdur er kvittana-
prentari við Gegni og prentast þá úr
honum kvittun fyrir útlánum að afgreiðslu
lokinni með nafni lántakanda, titli hverrar
bókar sem tekin er að láni auk skiladags
fyrir hverja bók. Einnig er mögulegt að
prenta út útlánastöðu hvers lántakanda og
prentast þá út sambærileg kvittun yfír þær
bækur sem viðkomandi lántakandi er með
í láni og skiladagur hverrar bókar.
Fjölmörg bókasöfn hafa nú þegar tekið
í notkun lausnir frá okkur og hafa þær
reynst bókasöfnunum mjög vel. Þetta spar-
ar mikla vinnu fyrir stærri sem minni
bókasöfn auk þess sem kostnaður við að
prenta miðana þrjá er lægri en kostnað-
urinn við að kaupa forprentaðan strika-
merkjamiða. Að teknu tilliti til vinnu-
spamaðar og hagræðingar er þessi lausn
hagkvæm jaft fyrir minni sem stærri söfn.
Jón Sœvar Jónsson, Gagnastýringu ehf.
Zebra prentari, strikamerkjalesari og kvittana-
prentari
Fyrirlestur á vegum fræðslu
og skemmtinefndar
Fræðslu- og skemmtinefnd LFpplýsingar
stendur fyrir morgunverðarfundi þann 28.
apríl nk. kl. 8.15- 9.30 á Grand Hóteli.
Umræðuefnið verður: Geta bókasöfn
og upplýsingamiðstöðvar nýtt sér tól
markaðsfræðinnar. Fyrirlesari er Magnús
Pálsson MBA-GeM, forstöðumaður þróun-
arsviðs Sparisjóðs Hafnarfjarðar, sem hef-
ur áralanga reynslu í markaðsmálum og
kennir m.a. sölu- og markaðsfræði við
Endurmenntun Háskóla Islands.
Verð fyrir félagsmenn er 1150 kr. en
2000 kr. fyrir utanfélagsmenn.
Vinsamlegast skráið ykkur fyrir kl. 12
miðvikudaginn 27. apríl.
Sjá einnig vefsetur Upplýsingar.
Frœðslu- og skemmtinefnd
30. árg. - 1. tbl. 2005 - bls. 44