Alþýðublaðið - 25.11.1969, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 25.11.1969, Blaðsíða 14
14 Alþýðublaðið 25. nóvember 1969 Framhaldssaga eflir Elizabeth Messenger A fjallahótelinu n. allt og sumt, sem ég veit um þetta. Stúlkurnar hlógu. — Hvar skyidi Frame hafa fundið hann þennan? spurði Pat. — Hann er einn af fastagestunum okkar. Mikill skíðamaður. Hvernig væri nú að fara í matsalinn og fá sér eitthvað almennilegt að borða? Treystir þú þér til þess? Peg jánkaði því aðallega vegna Meg. Hana svim- aði, þegar hún reis á fætur, og leiðin að matsa/num virtist henni óendanleg. Þær fóru framhjá minjagripaborðinu og deildinni, þar sem ilmvötnum, snyrtivörum og íburði var stillt út innan um spegla og blómaskreytingar við stór- an stiganrr. Anddyrið var mannlaust, en í sama vet- fangi konr hópur gesta út úr matsalnum. Skyndilega æpti konan, sem fór fremst, upp yfir sig. Patricia og Meg sneru sér við, allir störðu fyrst á konuna og síð- •a'h'á það, sem hún benti á með skjálfandi fingri. Á blómi í einum af gríðarstórum vösunum hékk lítil skíðahúfa af barni og yfir spegilinn fyrir ofan hafði verið letrað stórum, rauðum bókstöfum: —20.00 pund og barninu verður skilað aftur á h'fi! Svarið Já eða Nei hér á spegilinn! 15. KAFLI SKYNDILEGA VAR ANDDYRIÐ fullt af fólki. Það kom æðandi út úr matsalnum, niður stigarrn, út um aliar dyr. Barnsrán! Þetta var orðið, sem endurómaði frá einum til annars. Fólk vék til hliðar, skelfingu lostið, meðan Virginia og Carlton-hjónin ruddust í gegnurn mannþröngina. Hópur manna úr leitarflokkunum kom’ ínn um aðaldyrnar. — Þetta er skrifað með varalit! Það var rödd Frames, sem yfirgnæfði hávaðann. — Það ætti að vera hægt að rekja slóð hans. Hann beygði sig niður og tók eitthvað, sem lá við hliðina á vasanum á gólfinu, upp í vasaklút sinn. Þeir sem næstir stóðu, sáu, að þetta var varalitur. Hann gekk að afgreiðslu snyrtivaranna. Autt svæði á miili hylkjanna sýndi glöggt, hvaðan hann hafði verið fjarlægður. Hver, sem var, gat hafa hrifsað hann og krotað orðin á spegilinn. — Og áreiðanlega verið með hanzka, sagði karl- mannsrödd reiðilega. — Og á þessum stað, sagði annar, — þar sem alltaf er einhver á ferli! Ekki um hádegisverðarleytið. Hver sem er — einhver gesta, eða starfsfólks, eða leitarmanna — geíuF hafa rekizt hingað inn og séð sér færi á að ' géra^þetta. Þetta hefur áðeins tekið stundarkorn. — Og það eru svo margar undankomuleiðir hérna. Raddirnar hækkuðu og lækkuðu. Það er lyftan, aðaldyrrrar, stiginn, gangurinn.... Stephen og John Webley voru báðir kcm’.iir aö . hlið Carlton hjónanna. Virginia grét hástöfum og Stephen lagði handlegginn um herðar hennar og j reyndi að draga hana út úr mannþrönginni, en hún , sleit sig lausa og þrýsti sér upp að John Webley, sem hógværlega ruddi henni leið. Carlton-hjónin gömlu j sneru sér við og gengu frá, en skyndilega nam herra Carlton staðar og gekk að speglinum aftur. Það sló dauðakyrrð á viðstadda, er hann gekk að snyrti- I vöruborðinu og tók þaðan eldrauðan varalit. Síðan | gekk hann aftur að speglinum. — Nei, bíðið herra Carlton. Lögreglan verður að ' fá að sjá þetta — snertið ekki á neinu! Gamli maðurinn sneri sér að þeim, sem talaði til j hans. Andlit hans var sviplaust, eins og það væri steinrunnið. Síðan sneri hann sér þegjandi að spegl- I inum og skrifaði stórum stöfum fyrir neðan letrið: I JA! ‘ I Engmn varð til þess að rjúfa þögnina. Hann ruddi sér braut gegnum þögulan hópinn til konu sinnar, * sem stóð og grét hljóðlega með vasaklútinn fyrir I augunum. Vinsamlegur gestur stóð og hélt um herð- ar hennar. Skyndilega heyrðist rödd Frame í þögn- inni. — Af heilum huga harma ég það, sem’ hér hefur | gerzt,. bæði vegna þeirra, sem hlut eiga að máli og vegna hinrra, sem hingað hafa komið til að eiga hér ánægjulega frídaga. Það hefur verið hringt á lögregluna, og því miður verða víst allir hér fyrir ( óþægindum í sambandi við óhjákvæmilegar yfirheyrsl ur og rannsókn. Þetta harma ég fyrir hönd hótel- j stjórnarinnar, en ég hef ótakmarkaða trú á því, að , allir sýni samvinnu með mestu með ánægju. Eins og | málum er komið bið ég ykkur að halda áfram eins j og venjulega við það, sem þið hafið ætlað ykkur að ; taka ykkur fyrir hendur. Ég treysti því, að sérhver | hérna geri sér Ijóst, hversu mikilvægt það er, áð við 1 lokum ekki forstofunni hérna eða torveldum á annan i hátt starf lögreglunnar. Það er um líf barns að tefla! j Það var sérstakur virðuleiki yfir Frame, og við! rólega en festulega framkomu hans brá fólk undir eins við, hver gekk að sínu og forstofarr tæmdist fljótt. i — Okkur er fyrir beztu að fá okkur eitthvað að »• borða, áður en eldhúsið lokar, sagði Meg í skyndi, J og leiddi Pat í flýti gegnurr? matsalinn að lítiili * borðstofu inn af honum. Ung þjónustustúlka kom fil F" þeirra. — Ég skal reyna að finna eitthvað handa ykkur, þ'ó að þið séuð nokkuð seinar fyrir, sagði hún. — | Er þetta ekki skelfilegt allt saman? — Skelfilegt er ekki rétta orðið, sagði Pat við 8 Meg. þegar unga stúíkan flýtti sér frá þeim. — Það I Smáauglýsingar TRÉSMÍÐ AÞ J ÓNU STA LátiS fagmann annast viðgerSir og viðhald á tréverki húseigna yðar, ásamt breytingum á nýju og eldra húsnæSi. — Sími 410 5 5 VOLKSWAGENEIGENDUR! Höfum fyrirliggjandi: Bretti — HurSir — Vélarlok — Geymslu lok á Vclkswagen í allflestum litum. Skiptum á einum degi meS dagsfyrirvara fyrir ákveSið verS. ReyniS viSskiptin. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar, Skipholti 25 — Síniar 19099 og 20988. NÝ ÞJÓNUSTA í HEIMAHÚSUM Tek aS mér allar viSgerSir og klæSningar á bólstruðum hús- gögnum í heimahúsum. Upplýsingar í síma 14213 kl. 12—1 og 7—8 á kvöldin. AGNAR ÍVARS, húsgagnabólstrari. PÍPULAGNIR Tek aS mér viðgeiðir og uppsetningu á hreinlætistækjum, frárennslis- og vatnslögnum. GUÐMUNDUR SIGURÐSSON Sími 18 717 PÍPULAGNIR. Skipti hitakerfum. Nýlagnir, viðgerSir, breytingar á vatns- Ipiðslum og hitakerfum. Hitaveitutengingar. Þétti heita og kalda krana. Geri við WC kassa. — Sími 17041. HILMAR J. H. LÚTHERSSON, pípulagningameistari. Jarðýtur - Traktorsgröfur Höfum til leigu litlar og stórar jarðýtur cg traktorsgröfur cg bílkrana, til allra framkvæmda, innan og utan borgar- innar. Kejmasímar 83882 33982. JarSvinnslan sf. Síðumúia 15 — Símar 32480 — 31080. Mafur og Bensín ALLAN SÓLARHRINGINN. VEITINGASKÁLINN, Geifhálsi (

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.