Alþýðublaðið - 21.05.1970, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.05.1970, Blaðsíða 2
2 Fimimtudagur 21. maí 1970 £ptftu-£3wenc&uff* D Fólk iðulega illa búið í fjallaferðum. O Fararstjórar ættu að hafa leyfi til að gera athuga- semd við búnað f erðaf élaganna. D Islenzku öræfin eru oftast Iiimnaríki friðar og t fegurðar. ' i D Af 8iverju flykkjast svona (ma'rgir á sömu staði? Dj Hvers vegna er ekki allt tóbak og áfengi með s merkt með aðvörun um heilsutjón? D Eg leyfi imér að (móðga ,hina heilögu kú. ÉG MINNTIST í gær á nauð- syn þess að menn búi sig vel í .fjallaferðir, en síðan hafa margir komið að máli við mig um það efni og' finn ég mig knúinn til að gera betur. Slæm- ur útbúnaður í ferðalögum virð- ist vera miklu algengari en ég hugði og full þörf á að taka það mál rækilega fyrir. Ég minnist þess að þegar ég var um fermingu var gert grín að því í útvarpinu, að einhver hefði gengið á Esju í stígvéla- skóm eins og þá var stundum að orði komizt og nesti manns- ins hefði verið súr lifrar-pylsa. Kannski veitir ekki af því nú að taka ferðavenjur manna fyrir á slíkan hátt. MAÐUR SNERI sér til min í fyrrakvöld og benti mér á að útbúnaði fólks í .Hekluferðum á dögunum imuni <haf a verið stór lega ábótavant. Kvaðst maður-' inn hafa séð frúr í blússum upp- við Skjólkvíar og börn í sunnu- dagafötum. Rauoar var þarna sæmilegt veður og állir í bílum, en hvað hefði gerzt ef sfórviðri hefði skollið á og bílar setið fastir? Ég veitti því athygli sjálfur, að. þótt mairgt manna væri þar ágætlega búið virtust aðrir dálítið glannalega til fara, einkum sýndist mér fóta- búmaði kvenna ábótavant. GERVIEFNI af ýmsu tæi eru mikið höfð í fatnað nú á dög- um og reynast að mörgu leyti vel, en þau eru afleit í svaðil- farir. Næst líkamanum þarf að vera baðmu'U' eða ull, ann'að er e'kki takandi í mál, og farar- stjórar ættu að hafa leyfi til að ganiga eftir því trjá fólki hvernig það er búið nærklæð- um. Síðan er um að gera að hafai nógu mckið með sér af hlýjum fötum og vindþétt og vatnsþétt yfirhöfn er bráðnauð- synleg. Fótabúnað þarf einkum að vanda. Skór eiga að vera reiimaðir gönguskór, vel hirtir og óbilaðir, stígvél úr leðri eða oðru, víð upp um mjóalegginn, koma ekki til greina, þau fyll- ast af snjó og saindi og vaida sífelldum vandræðum. G-önigu- maður á að vera í tvennum uil- arsokkum, þunnum hið innra, en ytra í svokölluðum grófum, og verður honum þá aldrei kalt og ekki of heitt heldur né þarf hann að óttast fótra'ka, því hin- ir grófu sokkar halda í sér það miklu lofti. ÞÁ ÆTTU MENN skilyrðis- laust að hafa nesiti og annan farangur í bakpofca, en ekki neins konar handtuðiru. Þar þarf m. a. að vera sárabilndi og ann- að til að'gera að mei'ðslum, a. m. k. á slíkt að vera með í för- inni. Koníaítospela ættu menn. líka að hafa, ekki til að fana á fyllirí sem er óhæft í fjalla- ferðum, heldur sem lyf ef hressa þarf aðframkominn ferðamiann. í þeim tilfeiium er áfeagi saran- arlega lyf, og skil ég ekki hvers vegna góðtemplarar ge'ta ekki leyft sér slíka drykkju þrátt fyrir bindindisheit. ÖRÆFA.FERÐIR „eru ' Vaf a- laust bezta og hollasta skemmt un sem íslendingur á völ á. ís- lenzku öræf in eru of test himnia- ríki friðar og fégurðar. Það er ekki nauðsynlegt að klífa haa tinda, það er ekki niauðsynlegt að sækja í erfiðar ferðir, mað- ur þarf bara að koma sér á kyrrláta fallega steði sem oft «ru tiltölulega sikammt frá al- farál'eið. Ferðamaður þarf að láta sér líða vel, hann á ekki að sprenigja sig á gönigu, en samt á hann ökki að liggja á meltunni — ég veit um þau til- felli þegar það var aðalatriði málsi'ns að finna hentugan stað til að mataist — og hann á ekk- ert að vera að flýta sér. Öræf- in hafa undarlega kyrnandi og hvíLandi áhrif á þreyttar taug- ar. í faðmi þeirra gufar gervi- mennsJkan upp. ?* MIG HEFUR OFT undra'ð hvernig á því stemdur að sum- ar helgar þegar mest er um ferðir úr bæjunum a'ð sumrinu þá flykkist geysilegur fjöidi manna á sömu slóðir. Sannar- lega erum við þó ékki að Skreppa uppí sveit úr fjölmenn inu til þess að f:bna þar fjöl- menni. Ef fólk er að f-ara í úti- legu með sæmilegan útbúnað með sér þá er alveg eins gott að fara þangað sem lítið er um mannaferðir. Iðulega er mikill fjöldi manna á Þingvöllum, t.d/ í Bolabás þarsem ljómandi gott er að vera. En hvers vegn-a skreppa menin ekki upp fyrir Tröllaháls og tjalda -t.d. í Biskupsbrekku? Ég tek þetta sem dæmi. Mér fyndi'st eðlilegt að tjöld sæju'st um slíkar helg- ar útum a-llit. í hvammi við lít- inn læk eða áarsprænu, sem enginn tekur eftir í óðagotinu að flengjast yíir landið, getur verið eins gott að eyða góðri helgi og á frægum ferðamamnia stað. EG ER EINN þeirra manna sem frelsaðist af tóbakBreyking um fyrir mörgum árum, en nú. er einsog allir vita milkilil áróð- ur gegn síkarettureykiragum, síkarettupökkar eru merktir sem eitur og fól'k varað við því áð reykingar þeirna geti valdið heillsutjóni. Nú kemur mér í hug að spyrja hvers vegma síka- rettur einar eru merkbar þann- ig. Er píputóbak ekki hættu- legt heilsunni? Eru vindlar ekki. hættulegir heilsunni? Og má ég ekki færa mig svolítið uppá skaftið: Er neftóbak ekkext hættulegt, eða munntóbak? ÉG ER VÍST hverjum manni skilningsslj órri, því ég átta mig- alls ekki á hvers vegna ékki er lika þörf á að merkja áiengi. Væri ekki rétt að setja á vín- flösku-r að ofniautn áfengra drykkja geti valdið heilsutjóni, og að hún geri suma menn vit- lausa um sinn svo þeir vinni stundum ver'k sem þeár sjá eftir alla ævi? Eða er ekki þetta a-llt dagsatt? En áferiigi er heilög kýr sem ekki má nefna. Ríkiö græðir á áfengissölu og nötar svo ofboðlítinn part af þeini gróða til að stuðla að bindi-ndi. E-n á hverju áxi exu framin óhappaverk undir ábrifum á- fengis, verk sem valda stórtjóni og mikilli ógæfu, en samt má ékki móðga hina heilögu kú. Hemnar skal vera ríkið, mátt- urinn og dýrðin. — SlA^ ZJF^J^fr-***- .JU-J BJÖRGVIN ' Framhalð af bls..3. bæði reisi í'cráðir og reki öflugt :. 'útgerðarfyrirtæiki; þannig hafa i( sjónarmið Alþýðuflakksins náð I íram að ganga". Undir lok ræðunnar vék Björgvin nokkuð að því, hvað •i'ið kynni að taka, ef sjálfstæð- ismenn misstu meirihluta sinn í Reykjavík, og sagði: „'Morgunblaðið hefur fullyrt að allir minní'hlutafloltkarnir (hefðu ákveðið að ganga til sam starfs, eí Sjálfstæðisflokkurinn rnissti meirihlutann. En fram- sólparmenn og kommúnistar ¦{. hafa sagt; að Alþýðuflokkurinn ;!'. hefði ákveðið að mynda stjórn • með Sjálfstæðisflokknum, ef sá flokkur missíi meirihlutann. Hvort tveggja er rangt. Það hef- . ur. engin ák-vörðun verið tekin um það í Aitþýðuflokknum með hverjum Alþýðuflokkurinn ætli að vinna eftir kosningar, ef Sjálfstæðisflokkurinn mji^ir rneirihlutarrn í borgarstjórn. Óg (það verður engin átovörðun tekin um það fyrr en að'kosning um loknum. Alþýðuflokkurinn mun í því efni láta málefnin ráða". —¦ HALLDOR Framhald af bls. 3. húsanna mjög ófuilkomin og mikill skortur á sérdeildum fyr- ir sjúklinga með ákveðnar teg- undir sjúkdóma eða fyrir þá, sem þörfnuðust sérstakrar með- ferðar. Þess vegna njHtust aj.- mennu - sjúkradeildirnar ¦ elalci sem bezt. Ha'lldór Steinsen benti sérstak lega á nauðsyn ástofnun tauga skurðdéildar, gigtarsjúkdóma- deildar, enduriia»fingardeilda og geðdeilda. Sagði Halldór m. a. að nú skorti um 170 sjúkra- rúma geðdeild í Reykjav-fk auk. 70.rúma á hæli. Jafnframt skorti álíka stóra hjúkrunardeild fyrir andlega vanþroska. Heilbrigðisþjónustan í Reykja vík í dag fullnægir ekki krö.fum ársins 1970, sagði Halldór Stein sen. Við það er ekki unnt atS una. Alþýðuflokkurinn er ekki flokkur fortíðarinnar, þótt hann hafi unnið stór' afrek á liðnum árum. Hann er flokkur nútíðar- innar en ;þó fyrst og fremst flokk ur framtíðarinnar. Þau stefnU- atriði, sem hann berst fyrir í borgarmálefnum eru í samræmi við það. Þau eru reist á kröfum nútímans og með þarfir fram- tiðarinnar fyrir augum. — TROLOFUNARHRIPÍGAR i IFII6Í «fgréi8sto | Sendum gegn pó«tkr:Öfíi. OUO/* ÞORSTEINSSOH gullsmlður Sanfcströtr 12., t Irmílegair þakkir sfeiiduan við öllium nær og f jær, er sýnídu oíkkur samúð og vinarhug við landlát og útför, GUNNABS NORLAND mlenntaBkóiakiennara. SérStakar Jyalkikir færum við rektor, kennur- um og nemlenldum ívlenntaskólians í Reykja- vík, skólameisltuirum olg kenniurutm Mennta- (sfcátónls á Akureyri ög Menntaskólanís að Lauigárvatni, rektor og kenniurum Mennta- skólans í Hamraihlíð svo og öðrum félaga- samtókum, er heiðíuðu mimiingu hans. Jósefína Norland Anna Norland, Helfa Norland; Þórleif Norland, Agnar Norland, Sverrir Norland Mar&rét Norland, Haraldur Jóhanhessen, Anna Jóhanilessen, Matthías Jóhannessen Hanna Jóhannessen, Jóhannes Jóhannessen, Anna Kolbeinsdóttir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.