Alþýðublaðið - 03.06.1970, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.06.1970, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagoir 3. júnií 1970 '□ Málspjöll scm spor ia þarf við. □ Hvaðan kemur Mcrgunblaðinu vald til að tala fyrir Alþýðuflokksforustuna? □ Vísir vill ekkert lieyra um manngæzku jafnaðar- stefnunnalr. □ Tilfinningaleysi, vald vélame mskunnar og mót- mæli ungra manna. I □ Hvers vegna nær ekki Alþýðuflokkurinn sam- bandi við hina nýju viistri hreyfingu? □ Full þörf á nýrri hugsun um samninga verká- lýðsins. □ ÉG HEF TEKIÐ EFTIR að í lveg ný íegund af mállýt- um er að smeygja sér inní dag- tegt orðfæri manna. Fað er röng notkun íslenzkra orða sem eekjp má til hálfgerðrar prent- smiðju þýðingar úr ensku máli. ,£»annig heyrir maður stundum svarað: „Gerðu svo vel“ þegar annar þakkar fyrir sig. Og hvimleiður er sá vani að vera alltaf að tönnlast á „ég mundi segja“ þegar meiningin er „ég hygj“. Þessi dæmi eru tekin af handahófi og er vafalaust af mikju að taka ef athugað væri. EG ER ENGINN málfræð- ingur og ekki heldur neinn málagiarpur, en mér sýnist aug- ljóst að „gerðu svo vel“ sé þýð- ing á orðasambandinu „You are wellcome“ í ensku, sem not- að er þegar við segjum „verði •þér að góðu“, „forláttu", „ekk- ert að þakka“ o.s.frv. En „ég mundi segja“ er aftur þýðing á „I should say“ sem þýðir „ég tel“, „ég hygg“. Þessa tegund af mállýtum finnst mér sízt hægt að þola.Svokallaðar slstt- ur eru meinlausar hjá þeim. Flestar slettur hverfa eða ísr lenzkast ágætlega. En hér er um að ræða áhrif frá þvi að máli'ð er hugsað öðru vísi. Part úr af því sem maður segir hef- ur komið inní hugann á útlendu máli. íslenzk orð eru notuð í rammvitlausri merkingu atfþví . tilsvarandj orð á ensku þýð;a annað.'. MEÍ) ENDALAUSU ÁFRAM HALDI í þessa átt gæti íslenzk- an orðið að ensku þar sem öll uppbygging málsins og hugsun er ens'k en orðin íslenzk. Þessi breyting er þekkt annars stað- ar frá. Ég er ekki málfræðing- ur einsog ég sagði áðan, en ég hef sjálfur séð svonia breytiing- 'ar á málum á Norður-Indlandi. Þar þekkist að orðin séu öll tekin úr einni tungu, en notk- unin sé nákvæmlega einsog í annarri. Þetta er í rauninni það iað maður hugsar á öðru máli helduren maður talar. Ég vil taika það skýrt fram að það er þess konar innra niðurbrot máls ins sem ég óttast mest. & MORGUNBLAÐIÐ notar enn í gær orðið nýkrati um þá ungu menn sem fremstir stóðu hjá Alþýðuflokknum í kosningabar- áttunni og vill að þetta sé niðr- andi heiti um þá sem leyfðu sér að standa uppí hárinu á stóra „bróður“ í kosningaibar- áttunni. En sannast sagma er þetta heiðursheiti, ekki sízt fyr- ir þá sök. Þessir un-gu memn eru mainndómsmenn sem eiga eftir að vin'na þjóð sinni mikið gagn. Og þetta heiti á alls ekki illa við afþví þeir eru sósialdemo- kratar a@ iífsskoðun, en hinn demoknatíski sósíalismi hefur þá náttúru að endurnýja sig jafnt og þétt vegnaþess hann er í nánum tengslum við hið lifandi og sígróandi samfélag mannanina. UNDARLEGT ER ÞAÐ að Morgunblaðið hótar þessum ungu mönnum að Alþýðuflokks forustan muni láta þá svara til saka, og skilur gamall krati einsog ég með engu móti hvað- •ain því kemur vald til að láta þann boðskap á þrykk út ganga. — Einnig er það undarl-egt að Vísir, hitt íhaldsbl'aðið, telur að jafniaðai'me-nn hafí misst fylgi á því að tala'um hjarta- gæzku jafnaðarstefinunn'ar, og virðist það vera dálítið undar- lcg.r 'hvg'iiu-n arflíáttu'r að álíta að slí'kt tal spilli fyrir, ekki sízt þegar það er söguleg staðreynd iað einmitt jafnaðarstefman hef- ur á umliðnum áratu'gum komið með mildi og mannúð inní þjóð- máiin alstaðar þarsem hún hef- ur náð að festa rætur. Bendir það og á furðulegain a'fturúr- hugsu'nsrhátt. að fetta fingur út í slíkt. einmibt á sama tíma og sú alda fer um heiminn að leggja þurfi áherziu á það mann lega, vélameninskan sé of vaida- mikil í heiminum, tölur og skrif fininsfca ráði of miklu. I SVO MIKIÐ er vald véla- mennskunnar orðið að mönn- um þykir einhver skömm að því að láta í ijós tilfminígar eða nota orð er gefa til kynna að maðurinm sé ekki alveg tiifinin.- ingalaus. Allt á að vera svo gáfað, út íæikn'að og hárvisst, helzt, vísindalegt. En að hinu er minnia gáð að vitsmunir s.em skortir tilfinningar eru venju- tlega heimska, oft meira iað! segja nautheimska. Það þýðir ekki að aetla að sverja fyrir einn a'ðalþátt.inn í mannlegu lifi bara afbví eitthvað amnlað er í tizku. Þessi óm'annleghei't eru eitt af því sem ungt fólk mótmælir kröftugliega sem von er, enda er oft mrklu Sann- ari m'annúð í töff uniglin'g- um, sem vita hvað þeir vilja cfcki en á hinn bóginn eru óviss ir!um hvað þeir vilja, helduren postulum hinna viðteknu forma sem reiða að þeim kylfu sína. ÉG SKAL VIÐURKENNA að ég t.d. er það mikill tilfinn- ingamaður að ég er lostin'n harmi yfir óförum jafniaðar- manna í nýliðnum kosningum, og ég tel fávíslegt að ætla að reyna með einhverjum reikn- ingsvífilengjum að breiða yfk’ þá staðreynd að Alþýðufloikkur inn hefur tapað nærri þrjú þús- und atkvæðum í Reykjavík frá siðustu alþingiskosningum. Það er líka athugaverð staðreynd að flokkurinn hefur ekki hér á landi grætt á hinni nýju. vinstri hreyfingu sem víða um heim stillir sér upp með jafn- aðármönnum. & VERKFÖLLIN BREl|ÐAST út og eiga eftir a!ð lama allt athafnalíf ef ekiki semst hið bráðasta. Það liggur við að manni sýnist að það sé orðið að kæk hjá verkalýðstforihgjum og atvinnurekendum að forðast að mætast að miðri leið fyrren leftir margra vikna þóf, verka- lýðnum og allri þjóðinni til skaða og skammar. Verkalýðs- .foringjar geta líka orðið stirðn- aðir í vinnubrögðum sínum og foringjar atvinnuveganina eru það S'annarlega. Það þarf að fara eftir á'kveðinni formúlu, finnst þeim, og þegar henni er full- nægt — í þessu tilfelli að standa einsog þráir strákar hvor frammi fyrir öðrum lanigan' tíma er fyrst hægt að ganga til s.amninga af alvöru. Er ekki orðin þörf á nýrri hugsun og nýjum viðhorfum um þessa hluti? — Þ—Laa- JjU Bindindismenn í Osló í herferð □ í ár munu Norðmenn tóggja mikta óíhlerzlu á áróður í saimlbanidi við n'áttúmviernd, og um leið hafa toindindisimienn á- (kveðið að leggja áiierzlu á sinn tooðskap. Nýlega fónu nokkur Jiundriuð bindindismienn 1 kröaflrlgöngU' um götur Oslóborg iar og báru spjöld rnieð ýmsum 'Slagorðum. Mesta athygli vakti Iþó toíllinn og „líkið á myndinni Ihér að oífam, en á toorOulm stóð: „Eest, alkohol og farts bil“. —

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.