Alþýðublaðið - 03.06.1970, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 03.06.1970, Blaðsíða 6
6 Miðvikulciagur 3. júní 1970 Athugasemdir við skrif Alþýðublaðsins um íryggingafræðinga □ Við undirriíaðir félagar / Féla.gi íslenzkra tryggir.gastærð fræðinga, viljum hér með koma á framfæri eftirfarandi athuga- semd við greiri, er birtist í Al- þýðuiblaðinu 9. maí s. 1. undir yfirskriftinni „Óréttmætar ásak anir“, og leiðara blaðsins dag- inn áður, er íjallaði um sama efni. Höfundur greinarinn.ar leitast við að réttlæta veiíingu embætt is fprstjóra Trvggingastcfnunar ríkisins, en Sigurður Ingimund- arson, alþingismaður, var skip- aður forstjóri frá og með 1. maí s. 1. Höfundur vekur fyrst athygli á iwí, að embæítisskipun þessi hafi- verið gagnrýnd mjög op- inbeiflega og í þeirri gagnrýni hafi því margoft verið haldið fram, að skipaður hafi verið maður, sem ekki heíði hæfileika til aö gegna 'henni. Höfundur leitast síðan við að hrekja þessa fullyrðingu, þ. e. a. s. að hinn nýskipaði forstjóri sé ekki fylli- . lega hæfur til síarfsins, og fer jafnframt niðrandi orðum um starfáhæfni tr>>ggingafræðinga, ■eflaust í þ-eim tilgangi að gera samanburð á hæfni hins nýskip aða forstjóra og hæfni annars umsaekjanda forstjóranum hag- stæðari. Otekur er ekki kunnugt um gagnrýni, Iþar sem bornar hafa verið birgður á hæfni Síigurðar Ingimundarsonar til þess að gegna því starfi, sem hér um ræðir. Gagnrýnt hefur hins veg ar verið, að við embættisveiting una tiafi verið gen.gið fram hjá iþeim umsækjanda, Guðjóni Hansen, tryggingafræðingi, sem sakir menntunar, þekkingar og starÆsreynslu hafi verið hæfast- ur til starfsins. Höfundur górir tilráun til þess að skýrgreina hvað trygg- • ingafræði sé og vitn.ar meðal annars til brezkrar alfræðiorða- bókar, er segii, að tryggingafræð ingar séu „vélstjórar trygginga- félagan.na“. Þessi orð telur höf- undur hitta naglann á höfuðið. Vélstjórinn sér um vélar skips- ins, en skipstjórinn ræður för- inni,, sem sagt tryggingafræðing ar eru öhæfir til stjórnunar „tryggingaskipa", enda hafi ekkert íslenzkt tryggingafélag valið tryggingafrseðing til fcr- stjórnar, þótt iþau hafi þá flest í þjónustu sinni. Alfræðibók sú, er höíundur vitnar til, mun að öllum líkínd- um vera Encyolopaedia Britan- niea (sem að vtfeu er gefin út í Barvdaríkjunum), en þar segir: „The actuary is, in a way, the engineer of the insurance com- pany; he makes statical stud- ies to.. '< Nú munu flestir, sem kunna pokkur skil á enskri tungu, vita að „engineer" þýðir eirmig verk fræðingur, t. d. þýðir „Chemical engineer“ efnaverkfræðingur. Hér mun vera átt við það, að tryggingafræðingar gegni svip- uðu hlutverki hjá trygginsafé- lögum og \'erkfræðingar hjá hin um ýmsu iðnfyrirtækjum, t. d. efnaverkfræðingar í efnaiðnaði, rafm.agnsverkfræðingar í raf- tækjaiðnaði. I sambandi við tryggingafræð inga og stjórnun tryggingaíéiaga má benda höfundi á, að nokkr- um línum fvrir neðan þá tilvitn- un í Encyclopaedia Briíannica, er hann notar í grein sinni, er eftirfarandi setning: „In many insurance companies he (þ. e. tryggingafræðingurinn) is a senior officer and in some the chief executive offlcer (þ. e. aðalforstjóri)“. Stjórnir íslenzkra tryggingafé laga ha£a einnig valið trygg- ingafræðinga sem íorstjóra. Brynjólfur .c»>efánsson, fyrsti ís . lenzki tryggingafræðingurinn, var forstjóri Sjóvátrygging.irfé- lags íslands hf. frá 1933 til 1956, er hann lét af störfum sökum vanheilsu. Brynjólfur var jafn- framí fvrsti forstöðumaður Tryggingastofnunar ríkisins ár- in 1936 og 1937. K. Guðmundur Guðmundsson, tryggingafræðing ur, hefur \erið forstjóri íslenzkr ar endurtryggingar frá 1941. Hann var ennfremur trygginga- fræðingur Tryggingastofnunar ríkisins frá 1939—1954. Aðeins eitt tryggingafélag, ís lenzk endurtrygging, hefur nú fastráðinn tryggingafræðin^ í þjónustu sinni þannig, að þar starfa tveir tryggingafræðingar. Islenzk endurtrygging veitir öðr um tryggir.eafélögum verulega tryggineafræðúega þjónustu. en aðra slílca þjónustu, er félögin þurfa á að halda, fá þau hjá ráðgefandi tryggingafræðingum. í þessu sambandi er rétt að geta þess, að á Norðurlöndum er mjög algengt, að forstjórar tryggingafélaga séu trygginga- fræðingar. t. d. eru aðalforstjór- ar þriggja stærstu dönsku líf- tryggingafélaganna, Statsanstalt en, Hafnia og Pensionsforsikr- ingsanstalten, svo og hinna norsku Norske Folk, Norsk Kol- lektiv Pensionskasse og Brage- Fram. tryggingafræðingar. Aðal forstjóri norsku cryggi.ngast.ofn- unarinnar, Rikstrygdeverket, er einnig tryggingafræðingur. A undanförnum árum hefur skilningur manna á gildi smennt unar og iþekkingar fyrir stjórn- endur fyrirtækja farið mjög.\"ax andi, bæði hvað snertir mennt- un þeirra, er þeir taka við star^r og öflun frekari menntunar í starfi og er þar skemmst að minnasi námskeiða iþeirra fyrir stjórnendur fyrirtæikja, sem iðn aðarráðuneytið mun standa fyr- ir. Viðhorf það til menntunar stjórnenda fyrirtækja, sem sEægl ast í skrifum greinarhöfundar, sýnir þó, að enn eimir eftir af gömlum hugmyndum um það, að sérfræðingar eigi ekki að fást við stjórnun fyrirtækja. Að lokum dregur greinarhöf- undur þá ályktun af 3. gr. laga um almannatryggingar, að Al- þingi hafi á sínum tíma hugs- að sér uppbyggingu stofnunar- innar þannig, að tryggingafræð- ingur skyldi ekki gerður að for- stjóra hennar. Greinin hljóðar þannig: „Ráð herra Skipar, að fengnum tillög- um tryggingaráðs, forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins og að fengnum tillögum for^tjóra og tryggingaráðs, skrifstofu; stjóra, trygglngafræffíng, trygg- ingajdirlækni,.. Slík túlkun á grein þessari er vægast sagt svo grunnhyggin og fjarstæðukennd, að óþarft er að ræða hana nánar, en benda má höfundi t. d. á 7. gr. vegalaga, en þar segir m. a.: „Til þess að stjórna framkvasmdum í þess- um málum skipar forseti Islands vegamálastjóra, er veitir Vega- gerð ríkisins forstöðu, en ráð- herra skipar honum verkfræð- Enn sem fyrr er vandaðasta gjöfin inga og aðra starfsmenn eftir þörfum, að íengnum tillögum hans“. Hins vegar er rétt að víkja aðeins að setningunni ..Ráðherra skipar að fengnum tillögum trvggingaráðs, forstjóra Trygg- ingastofnunar ríkisins". Um tryggingaráð segir í 6. gr.: „Tryggingaráð skal haía eftirlit með fjárhag, reksu'i cg' starf- semi Tryggingastofnunar rí.kis- ins og gæta þess, að hún starfi í samræmi við lög og reglugerð- ir á hverjum tima“. Af þessu er augijóst, að trygg ingaráð hlýtur að kosta kapps um að fá sem hæfastan for- stjóra fyrir Tryggingastofnun- ina. Fjórir af fimm trygginga- ráðsmönnum (þrír þeirra áítu sæti á Alþingi, er lögin voru sam þykkt) lögðu til við ráðhérra, að Guðjón Hansen yrði skipaður forstjóri stofnunarinnar. Er ekki að efa. að þessir m.enn hafa tal- ið hag'stofnunarinnar bezt borg ið undir stjórn Guðjóns Hans- ens og þ:ið mat þeirra hefur vafalaust mótazt af nánu sam- síarfi við hann um málefni stofn unarinnar um árabil. Reykjavík, 21. maí 1970, Árni Biörnrson Bjarni Þórðarson Erlendur Lárus:wn Jón Erlingur Þorláksson K: G. Guðmundsr.on -Octi J. Björnsson Ómar Arnason Þórir Bergsson U námsmeyjar nrautskráðusf úr Kvennaskólanum □ Kvennaskólanum í Reykjavík var sagt upp laug- ardáginn 23. maí síðastliðinn að viðstöddu fjölmentná. Skólaslitaræðu flutti dr. Guð- rún P. Helgadóttir, skólaBtjóri. Forstöðukona getrði gfein fyrir starísemi . skólans þetta ákólaárið og skýrði frá úrslit- um vorprófa. skólann í haust og 26 bnaiut- ekráðust úr skólanum í vor. Þriðj abekkj ar próii lauk 31 stúlka, landspróf þiæyta 32, unglingaprófi lauk 61, og 63 stúlkur luku prófi upp í 2. bekk. Hæstu einkunm á lokaprófi) hlaut. Sigriður Valdimæredótt- ir, 8,94. í 3. bekk hliaut Stéin- unn Reynisdóttir hæsta eink- unn 8,60, í .2. bekk Andreia Andrésdóttir 9,54, sem er hæsta einkunn skólans, í 1. bekk Ás- laug Haraldsdóttir, en eink- unn hennar var 8,90. MiJkill mannfjöldi var við skólauppsögn, og voru Kvenna skólanum margar góðar gjatfir færðar. 1 árs skóli fyrir - V'- □ í haust verður breyting á starfsemi húsmæðraskólans á Hollormsstað, þanriig, að skól- inn vetður eftirleiðis rekihn sem eins árs skóli á tímanum frá 15. september til maílo'ká. Litlar breytingar verða á náma skrárini — leitazt vérðúr við að gera kennsluna • sem hagræn- asta þannig að. hún nýtist nem- endum sem bezt í daglegu starfi. Inntökuskrilyrði er að nem- endur verði 17 ára fyrir næstu áramót. Þeir skulu og haía lok- ið unglingapróíi eða hafa góð meðmæli. Umsóknir þurfa áð berast fj’rir' lo'k júlímánaðar. Húsmæðraskólinn á Hallorms- stað hefur í haust staa-fað í 40 ár. JÓN ODDSSON, hdl. Málflutningsskrifstofa Suðurlandsbraut 12. Sími 13020. PFAFF saumavél VERZLUNIN PFAFF H.F., Skólavörffusfíg 1 A — Shnaf 13725 og 15054. KJÖTBÚÐIN Laugavegi 32 Nýtt hvalkjöt k'r. 60.00 pr. kg. Rúllupylsur, ódýrar kr.125.00 pr. kg. Nýreykt folaldahangikjöt kr. 95.00 pr, kg. KJÖTBÚÐIN Laugavegi 32 Islenzk vinna — «■ ESJU kex i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.