Alþýðublaðið - 03.06.1970, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 03.06.1970, Blaðsíða 11
MiðVikudagur 3. júní 1970 11 HEYRT €r SÉÐ □ Við heyrum sífellt meira um streitu, þetta örðuga tauga- álag nútíinjamaimsins sem gref- ur undan heilsu hans og góðri Mðan, jafnvel þótt hahn virðist oft hafa öll ytri skilyrði til að vera mjög hamingjusamur. Og ráðiin við þessum út- breidda sjiikdómi eru mörg. Það nýjasta er ósköp einfalt — faðmaðu að þér uppstoppað tuskudýr og láttu vel að því eins og dúkkunum þínum forð- um. Nei, þetta er rammasta' alvara. það er alls ekki verið að gera gys að lesendum. Bangsar og mjúkar tusku- dúkkur af öllu tagi verða kær- ir vini-r bamanna, og enginn fuilorðinn maður vex nokkurn tíma algerl'ega frá baminu í sjálfum sér. Það getia alltaf komið þær stundir, að hann finni til ótta og öryggi'sleysis, og ef hann hristir slíkt af sér með hörku, á hann á hættu að magna mcð þvi streituna sem hann lifir í. Ef harm lætur hins' vegar undan löngun sinni til að hverfa aftur til hins verndaða heims barnsins, getur tuskudýr ið vakið upp gamla kennd huggunar og friðar sem enn er tengt því í undirvitund hans. Einkum hefur liistafólk og kvikmyndastjörnur ríka þörf fyrir þessa „vei'ndargripi“. Við sjáum oft tuskudýr í búnings- herbergjum frægra listamamna og á myndum frá heimilum þeirra. Þá má minna á lítil tuskudýr sem margitr hengja upp í bílum sínum, hvort sem þeir gera sér ljóat eða ekki, að það er af ómeðvitaðri þrá eftir vernd. Geðlæknar sikýra þetta fyrir- brigði þannig, að bangsar, dúkk ur og tuskudýr verði eins kon- ar vemdarvættir barnsins sem það getur flúið til þegar heim- ur fullorðna fólksins reynist því of erfiður og ósfcilj anlegur. — Tuskudýrið er mjúkur og hlýr vihur sem hægt er að trúa fyrir sorgum og áhyggjum. Það kretfst einskis, og það verður Söngstjarnan Connie Francis hefur tuskudýrin allt í kringum sig á heimili sínu. Sálfræðingar benda á, að næ/ngeðja fólk hafi sömu Jiörf fyrir þessi verndar- tákn og litlu börnin. smám saman að verndartákni. Táningar hafa svipaða þörf fyrir tuskudýrin þegar þeir eru að þerjast við að aðhætfa sig heimi fuliorðna fólksins og finnst ábyrgðin of þung til að tafca á sig. Gamla verndartákn- ið færir þeim þá huggun og fullvissar þá um, að þeir geti enn slakað á og gefið barnsleg- um tilfinningum útrás í ein- rúmi. Sálfræðingar og geðlæknar hvetja fólk æ rneira til að gefa bældum tilfinningum sinum út- rás í hollu formi í stað þess að reyna að kæfia þær eða virða að vettugi. Ein þessara leiða er að leita til gömlu vinanna frá bernskudögunum, þöglu, vih- siamlegu og huggunarríku tusku dvranna. — Að áliti geðlækna hjálpa tuskudýrin bæði ungum og öldnum til að slaka á tauguspennu. Langferð verður miklu auðveldari fyrir barnið ef það fær að hafa þessa þöglu vini sína með. I i I i I I I I I I : 1 I I I I ! I I I I 1 I I EITURLYF Framhald úr opnu. Ó, faðir: Fyrirgef þeim! Þeir eru fífL, sem vita ekki hvað þeir gera“! Lýðræði það, sem við gortum klunnaiegast af og smjöðrum hundslegast fyrir er aðeins fólg ið í því, að allir eru jatfn-svift- ir þeim möguleika að geta orð- ið að ærlegum mönnum. Frelsi það, sem við siáum upp með risialetri á forsíðum dagbiað- anna á tyllidögum reynist eftir allt saman eiga upphaf sitt og endi i því, að ailir eru jafn frjálsir að þrúgast niður í þenn an eymdai-dal, þar sem heimska, fáfræði, blindni, þröngsýni, skilningsleysi, gTimmd og mann vonzka eru helztu meðulin til æðri þroska. Þannig er okkar marglofaða „velferðarþjóðfélag“. Til þess að losna undan oki þjóðfélagsins kem ég aðeihs auga á tvær leiðir. Önnur er sú að draga sig út úr samfélaginu, að svo miklu Leyti sem unnt er og gerast hippi. Vert er að hafa það hugfast að til þess að ger- ast hippi er alls ekkert skilyrði að neyta eiturlyfja, enda gera það ekki nærri því allir hippar. Hinsvegar er ekkert eins auð- skilið og að þeir, sem uppald- ir eru við heimspeki og háttu vestrænna „velferðarþjóðfé- Iaga“, freistist til að losna und- 'an þrúgandi andleysi þess með : því að neyta fiknilyfja. Það er andleysi okkar, hið jarðbundna og veraldlega lífsmat, sem er að trylia drjúgan hluta æsku- lýðsins inn á, að minnsta kostij tvísýnar brautir. Það er sagt að neyzla eitur- lyfja sé „flótti frá mannlifinu“. Það er kannski ekki alveg rétt, En hún er áreiðanlega flótti frá þjóðfélaginu. Hún er örvænt- ingafullur flótti frá þeim ömur- lega veruleika, sem þjóðfélagið leggur okkur í hendur, inn í enn þá ískyggilegri ástand. Það er hin sígilda sorgarsaga niann- legrar heimsku og blindni. Ég skil þessa viðleitni, því það li'gg ur við að ég dáist að staðfestu, en óttist andleysi þeirra vesa- lings sálna, sem geta þolað það helsi, sem þjóðfélagið leggur á alla þá, sem sækjast eftir ein- hverju æðra en því að fullnægja bi’ýnustu þörfum munns og maga. Eiturlyfjaneyzla er leit eftir einhvers konar andlegri uppljómum. Hún er í raun og veru tilrauin til að finna þanrt frið, sem öll trúarbrögð full- yrða, að blundi dýpst í barmi allra manna. En það þarf að koma þessu fólki í skilning um það, að til eru miklu öruggari leiðir. sem hafa verið þraut- reyndar og rannsakaðar um þÚ9 undir ára. Leiðir sem fjöldi) manna hefur þegar gengið. En eins og nú er ástatt e® eiturlyfjaneyzla staðreynd. Og hún mun með fullri vissu halda áfram að au'kast á meðan nú- vei’andi þjóðfélagsástand er ó- breytt. Menn verða að gera séfi það ljóst í eitt skipti fyrir öl'I að neyzla eiturlyfja er mestaji part þjóðfélagslegt fyrirbrigði, sem ekki verður stöðvað nema með lagfæringum á þjóðfélag- inu. Því verður að breyta ef menn vilja berjast gegn neyzlu fíknileyfja. Þess vegna verða allir þeir, sem vilja sporna gegn þessari hættu að snúa at'hygll sinni að meinsemdum þjóð- félagsins. Að öðrum kosti verð- ur viðleitni þeíi’ra kák eitt eða hræsni eða jofnvel hlægileg kleppsvinna. Á síðustu árura hefur umbótaáhrifa ungs fólks mjög gætt. Ég er í engum vafa um það, að þetta andóf muB fara vaxandi og hafa mikil á- hrif á líf okkar í framtíðinni. Hið blinda efnishyggjuþj'óð- félag kennt við „velferð“ hefuít þegar gengið sér til húðar. — Hvað við tekur er ekki gott a'9 segja. En við skulum vona að það verði þjóðfélag, sem ekki neyðir þegna sína til að flýja sig í stórum hópum. i Sigurður Guðjónsson. BÍLASKOÐUN & STILLING SkúiagStu 32 MOTORSTILLINGAR HJÓLASTILLINGAR LJ(TSASTILLIN-GAR Látið stilla í tíma. Fljót og örugg þjónusva. I 13-100 Auglýsinga- síminn er 149 06

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.