Alþýðublaðið - 03.06.1970, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 03.06.1970, Blaðsíða 8
8 Mifrvncúdagur 3. jú'ní '1970 ffi. ? r Viö hinn endann á Golfstraumnum og þar í hj arta borgarinnar. Þegar á heildina er litið virð- ist sem afkoma fólks sé góð, þó flestir bi'ii reyndar í húsum sem eru léleg á okkar mæli- kvarða, en fullboðleg á þessari suðlægu breiddargráðu. íbúar eyjanna borga heldur enga skatta, en infLutnihgstollar eru aftur aðal tekjustofn rikisins, þegar frá eru skildar tekjur af ferðafólki, sem flest kemur frá Bandarikjunum. >á má að lokum nefna íbúa- Q I,úxemborg, hin 1000 ára gatnia liöfuðborg- litla hertoga- dæmisins Lúxemborg, var á siuni tíð eitt mikilvægasta virki Eyrópu. Nú er Lúxemborg, dvergurinn innanum stórþjóðir Evrópu, að vissu Ieyti mikil- vægt virki, þar fara fram ýms- ar.alþjóðlegar viðræður og við- skipti, og um Lúxemborg fer líka alþjóðleg flugnmferð. Eitt þeirra flugfélaga er hefur Lux emborg að stökkpalli til Banda- rikjanna er Loftleiðir. Um ára- bil hafa Loftleiðir flogið milli Luxemborgar og New York með viðkomu á íslandi, og er nú svo kornið, að flugfélagið er að farþegatölu til þriðja stærsta flugfélagið sem lendir á Kenne- d.vflugveilinii.n stærri eru aff- eins Pan American og TWA. En Loftleiðaroenn eru stór- huga og láta sér ekki lengur naegja þessa gömlu flugleið, þeir reyn,a nýjar sQóðir. Nú er bomið að því að Luxemborg er orði-n að brottfanairstað þeirra sem hyggja á ferð til Suður- Ameríku eða suðurríkja Banda rikjanna. Loftleiðir keyptu eins og kunnugt er flugfélag sem nefnist Air Bahama. Er flug- félagið staðsett á Bahamaeyj- um, nánar sagt höfuðborginni Nassau og flýgur milli borgar- inrBair þeirrar og Lúxemborgar á hinni svökölluðu Super DC-8 farþegaþotu, og er 9—1-0 tínxa að fara yfir Atlantshafið. Þess- ari starféemi stjórnar nú íslend ingur Gunnar Oddur -Sigurðs- ■son, sem búsettur er ásamt fjöl- skyldu sinni í N.assau. Loftleiðir buðu íslenzfcum: blaðamönnum til Bahama fyrir skemmstu til þess að kynna þeim þessa nýju starfsemi flug- félagsins, og eru myndirnar á síðurmi úr þeirri tferð. Fararstjóri í ferðinni var Sig- urður Magnússon, blaðafulltrúi Loftleiða. í umræðum á leið til Bahama um eyýamar, sem eru 700 talsins tók Sigurður það greinilega fram, að þesSi starfsemi væri ekki ætluð til að laða íslendinga í sumarfrí til Bahamaeyjantna. Til þess sagði harm verðlag þar of hátt, tii- gangurinn með fluginu þangað væri aðeins að koma upp flug- leið miUi Evrópu og sunnan- verðra Bandarikjanna og Suð- ur-Ameríku, en Bahamaeyjam- ar lággja mjög vel við þessum stöðum samgöngulega séð. En allt um það er mjög fróð- legt að köma til þessarra eyja, s&m senda okkur þann golf- straum sem gerir landið okfc- ar byggilegt. Landið á hínum enda Golfstraumsins er all frá- brugðið okkar iandi, þar er nán ast hitabeltisloftslag, aðal gróð- urinn er pálmatré og þyrrkings legt gras og íþúamir eru fLest- ir svartir. Svertingjar, afkom- endur afriskra þræla, eru 90 % af þjóðinni og hatfa stjóm aJlra innanlandsmála í sínum hönd- um núorðið þrátt fyrir að droftn ingin á Englandi eigi að heita yfirboðari þeijra, og enskur landsstióri sé í landinu. Inn- fæddir gera sér vonir um að þeir fái algjöra sjálfsstjóm etft- ir 2 ár, svo ekki er fjarri lagi að telja stjórnmálaástandið þar svipað og hér á árunum 1918—• 1944. í Nassau mætast nýi Og gamli tíminn. Niður við höfn- ina standa innfæddir menn og konur og bjóða vöru sína, ávexti, fisk eða stóra kuðunga af hafabotoi, Og einnig hand- unnar vörur, allskonar strá- vörur, aðallega hatta og tösk- ur og útsfcomar tréfígúrur, sem þeir skera út á staðnum milli þess sem þeir prútta við ferða- menn. Á hinn bóginn má sjá við aðalgötu borgarinnar ný- tízku verzlanir, meira að segja er þaT útibú frá Camebystreet, og nýir og glæsiltegir amerískir bílar þjóta um göturnar með þeldökfca og hrökkinhærðia merrn undir stýri. Mikið ber á risavöxnum hótelbyggingum og við aðalgötuna er fjöldi veilt- ingahúsa, næturklúbb’a og stór- ar skrifstofubyggingar eru hér Myndin efsl á síðunni er frá markaðs- forgi í Nassau, þar sem innfæddir selja framleiðslu sína, m. a. ýmsa úfskorna muni. Myndin til vinsiri sýnir göfu í Vianda í Luxemborg, (Myndir Þorri).

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.